Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 17

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 17
ÆGIR 259 S K Y R S L A um fund íslenzhra, norskra og rússneshra haf' og fishifrœðinga, haldinn á Seyðisfiröi 22.-23. júlí 1964. I júníbyrjun var ísröndin nær landi úti af Vestfjörðum og Strandagrunni, en í meðalári og er fjarlægðin áþekk og var um sama leyti í fyrra. Meðalfjarlægð ís- randarinnar frá Straumnesi er um 45 sjómílur í júní, en var nú um 35 sjómíl- Ur- Norðaustur af Horni var íshrafl nú aðeins um 24 sjómílur undan landi. Fyr- lr Norðurlandi var ísbrúnin aftur á móti fjser landi en venja er, allt norður undir og 69. breiddargráðu. Á svæðinu við Jan Mayen er aftur meiri ís en í meðal- ári. Hitastig sjávar vestan, norðan og aust- anlands reyndist nú vera um 1° hærra í ffstu 200-400 metrunum en er í meðalári 1 júní, og um 2° hærra en var um svipað leyti í fyrra. Neðar var hiti áþekkur og er í meðalári. Til marks um tiltölulega háan hita í sjónum má benda á, að 3ja sfiga jafnhitalínan í 20 m í Austur-ís- landsstraumnum var nú fyrir norðan 68° eða um 230 sjómílur norðar en var í Hitadreifingin í sjónum kringum svipar nú til heitu áranna 1954 og 1960. — Á það einnig við um hafið milli Noregs og íslands allt norður undir 71. ureiddargráðu, en þá tekur við svæði með *ægi’i hita en í meðalári, svipað og var í fyrra. Vegna góðviðris og hlýinda í vor hefui- utt sér stað töluverð upphitun í yfirborðs- legum sjávar vestanlands allt niður í 25 ^tra, þannig að yfirborðshiti er allt að 9 gí'áðum og í 20 metra dýpi 7-8 gráður. Á- stand þetta er óvenjulegt fyrir þessar síóðir um þetta leyti árs. — Norðanlands lafði ekki myndazt hitaskiptalag í sjón- Urri, en þar var hitastigið í efstu 50 metr- .j'rra. ísland unum um 6—6,5 gráður. Út af Kögri og Húnaflóa gætti nokkurra áhrifa íss, þann- ig að þunnt yfirborðslag af allt að 2 gráðu heitum sjó fannst á stöku stað. — Víðast hvar nær þó ísröndin í norðvestur- svæðinu út í hlýja sjóinn. Við norðaustur- hluta landsins hefur myndazt hitaskipta- lag með allt að 7 stiga heitum sjó, og fór hitinn vaxandi. Yfirleitt má því segja, að hitinn í sjónum að vestan, austan og norðan sé talsvert ofan við meðallag. Á- hrifa Atlantssjávar gætir meir og á stærra svæði í sjónum norðanlands og austan en í meðalári, svipað og var „hlýju“ árin 1954 og 1960. Yfirleitt er þörungamagn víðast hvar í meira lagi og nokkru meira en í fyrra. Átumagnið á íslenzka hafsvæðinu er til jafnaðar talsvert mikið, og öllu hærra en meðalátumagn áranna 1956—1963. Aðal- átusvæðið norðanlands er langt frá landi, eða fyrir norðan 67°30’ norður breiddar. Á þessu svæði er fullþroskuð rauðáta. Milli þessa svæðis og lands, þ.e.a.s. á um 70 sjómílna breiðu bili undan norður- ströndinni, er átulítill sjór. Á þessu átu- snauða svæði er ung rauðáta í vexti, og má vænta þess, að átumagnið þar aukist eitthvað á næstunni. Er þetta svipað á- stand og ríkti síðastliðið vor á norður- svæðinu. Fiskaseiði, aðallega loðnuseiði, eru og í töluverðu magni á vestursvæðinu norðanlands. — Á norðaustursvæðinu er ljósáta áberandi næst landi, en um 60 sjó- mílum austan Langaness tekur við átu- mikill sjór, og liggur þetta átusvæði nær landi undan Austfjörðum, aðallega á 200 metra dýpi og þar yfir, en ekki á grunn- unum. Hámark þessa átusvæðis virðist

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.