Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 23

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 23
ÆGIR 265 SKIP OG VÉLAR Mýr fiskibátur Bætzt hefur í íslenzka fiskiflotann nýtt glæsilegt fiskiskip, m/s AKUREY RE 6, er Hraðfrystistöðin í Reykjavík h.f. hefur látið smíða hjá Ankerlökken Verft A/S, Florö í Noregi eftir teikningu Hjálmars Bárðarsonar, skipaskoðunar- stjóra. Skipið er um 250 rúmlestir að stærð með kælda lest, sérstaka frystilest fyrir ís og frystigeymslu aftast í þilfarshúsi fyrir línustampa. — í skipinu er 660 ha. Lister aðalvél og tvær 62 ha. Listerhjálp- arvélar. í reynsluferð gekk skipið rúmar H mílur. I skipinu er ný gerð af sjálfvirku Sim- 1-ad síldarleitartæki er getur leitað 2500 á hvort borð. Tæki þetta er nýkomið á Warkaðinn, og er Akurey annað íslenzka fiskiskipið,. er fær slíkt tæki. Þá er skipið búið kraftblökk af stærstu gerð, 10 tonna togvindu, vindu, er hreyfir bómuna og Vlndu staðsettri á bátaþilfari til þess að sjósetja og taka upp léttbát. Það er ný- ftiæli, að hægt er að hita upp íbúðir skip- Verja með kælivatni aðalvélar auk venju- legrar upphitunar. Skipið er með öll nýtízku siglingatæki, syo sem radar, ljósmiðunarstöð og Arkas- sjálfstýringu. Skipið er útbúið til herpinóta-, línu og þorskanetaveiða._____________________________ Við stærðarákvörðun skal niæla eftir miðlínu íisks frá trjónu á sporðblökuenda (sporðblöku- sýlingu). Allt verð, að undanteknu verði á fiski, er fer dl mjölvinnslu, miðast við, að selja.ndi afhendi íiskinn á flutningstæki við veiðiskipshlið. Verg á fiski til mjölvinnslu miðast við fiskinn t°minn í þró við verksmiðju. Verðflokkun samkvæmt framanrituðu byg'g'ist: ** gæðaflokkun ferskfiskeftirlitsins. Reykjavík, 13. júlí 1964. Verðlagsráð sjávarútvegsins. BOKARFREGN Fishing News Directory and Equipment Guide 196U. Útgefandi: Arthur J. Heighway Publications Limited, 110 Fleet Street. London E. C. 4. Verð: £1.0.0 -þ burðargjald 2/3 d. Frá hundruðum hafna, sem liggja dreifðar við strendur Bretlands, sigla rúm- lega 10 þúsund fiskibátar með næstum 50 þúsund sjómenn innanborðs, sem byggja lífsafkomu sína að mestu eða öllu leyti á fiskveiðum. Þarna má sjá ýmsar stærðir skipa, allt frá 2850 lesta verk- smiðjuskipum, sem bæði frysta aflann og vinna úr honum á hafi úti, og niður í eins manns humarbáta, sem algengir eru í smáþorpunum frá hinum norðlægu Shet- lands-eyjum suður til Ermarsunds. Allir þessir bátar og skip sjá fiskiðn- aðinum fyrir hráefni, sem er að verðmæti mörg hundruð millj. punda á ári sem neyzluvarningur og veitir vinnu heilum her af starfsfólki í verksmiðjum, geymslu- húsum og verzlunum, bæði heima og er- lendis. Jafnvel fyrir þá, sem starfa í fiskiðn- aðinum, er margt honum viðkomandi óvenju flókið og margbreytilegt. Þess vegna er handhæg bók með auðveldum skýringum og upplýsingum einkar kær- komin, ekki sízt fyrir þá sök, að hún miðl- ar jafnt fróðleik til þeii*ra, sem utan við standa eins og hinna, sem að sjálfum framleiðslustörfunum vinna. Slík bók er einmitt Fishing News Dir- ectory and Equipment Guide 1964. Bókin er tekin saman af starfsmönnum Fishing News, sem er eitt helzta fiskveiðitímarit Bretlands, og veitir beztu fáanlegar upp- lýsingar um allt, er lýtur að brezkum fisk- iðnaði, þar á meðal skip og stjórntæki þeirra, veiðarfæri, björgunarútbúnað, framleiðslu- og markaðsmál, stofnanir og fyrirtæki o. m. fl.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.