Ægir - 15.08.1964, Side 8
250
ÆGIR
Jörundur III fékk eitt mesta magn í einu
kasti sem um getur,. 2800 tunnur. Sæmi-
legt veður er nú á miðunum.
31. júlí. Lítið var kastað s.l. sólarhring
vegna þess hve stygg síldin var og erfitt
að ná henni. 26 skip fengu 22.550 tn. af
góðri söltunarsíld 100 sjóm. austur af
suðri frá Langanesi. Á miðunum var gott
veður, en nær landi var bræla.
1. ágúst. Síldarleitinni var tilkynnt um
afla 48 skipa með samtals 39.250 tunnur,
sem veiddust 105—110 sjóm. A af norðri
frá Langanesi. Veður fór versnandi.
2. ágúst. Bræla var á miðunum fyrir
austan síðasta sólarhring og dauf síld-
veiði. Aðeins 11 skip með 12.750 tunnur
tilkynntu síldarleitinni um afla.
3. ágúst. 29 skip með 21.900 tunnur til-
kynntu afla s.l. sólarhring, sem veiddist
rúmlega 200 sjóm. austur frá Raufar-
höfn.
U. ágúst. Sæmilegt veður var á miðun-
um s.l. sólarhring. Veiðisvæðið er nú mun
dreifðara. 39 skip tilkynntu afla alls 33.-
150 tunnur, sem veiddust aðallega 230—
240 sjóm. frá Langanesi (68° norður og
8° vestur) og 120 mílur A hálft suður frá
Langanesi. 2 skip tilkynntu afla 85 sjóm.
norðaustur frá Raufarhöfn.
5. ágúst. Góð síldveiði var s.l. sólar-
hring. 66 skip með alls 57.050 mál og
tunnur tilkynntu afla 120—240 sjómílur
austur frá Raufarhöfn. — Einnig fengu
nokkur skip síld 70—80 sjóm. ANA frá
Raufarhöfn. Veðrið var gott á miðunum.
6. ágúst. 23 skip með 11.600 mál og
tunnur tilkynntu afla til síldarleitarinnar
síðasta sólarhring. Veiðisvæðin voru tvö,
130 sjóm. ANA frá Dalatanga og 130
mílur austur frá Langanesi. Austan og
norðaustan kaldi var á miðunum og slæmt
veiðiveður.
7. ágúst. 30 skip með 21.500 mál og
tunnur tilkynntu afla síðasta sólarhring,
sem veiddist aðallega 80 sjómílur ANA
frá Dalatanga. Sæmilegt veiðiveður var á
miðunum.
8. ágúst. Veiðisvæðin voru á svipuðum
slóðum og sólarhringinn áður um 60—80
sjóm. NA frá Dalatanga. — 31 skip með
samtals 27.650 mál og tunnur tilkynntu
afla s.l. sólarhring.
Vikuskýrslur
Vikan 5.—11. júlí
Óhagstætt veður var í síðustu viku, en
þrátt fyrir það var síldveiði sæmileg.
Veiðisvæðið var á svipuðum slóðum og
vikuna áður, þ.e. frá Glettinganesgrunni
suður að Gerpisflaki.
Vikuaflinn nam 156.256 málum og tunn-
um og var þá heildarmagn á land komið
1.022.371 mál og tunnur, en var í lok
sömu viku í fyrra 435.994 mál og tunnur.
Aflinn hefur verið hagnýttur þannig:
1964 1963
1 salt upps. tn. 30.578 111.528
í bræöslu mál 974.914 310.646
í fryst. uppm. tn. 16.879 13.820
Vikan 12—18. júlí
Vikuaflinn nam 217.499 málum
tunnum, en var 72.710 mál og tn. á sama
tíma í fyrra. Heildaraflamagnið var í
vikulokin orðið 1.239.870 mál og tunnur
samanborið við 508.704 mál og tunnur á
sama tíma í fyrra.
Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér
segir:
1964 1963
í salt uppsalt. tn. 73.851 170.626
í bræðslu mál 1.147.718 320.291
í frystingu uppin. tn. 18.301 17.787
Vikan 19.—25. júlí.
Veiðiveður var yfirleitt rysjótt sl. viku.
Síldveiðiflotinn var að veiðum úti af
Austfjörðum á svipuðum slóðum og áður,
þ.e. Norðfiarðar- og Reyðarfjarðardýpi-
Vikuaflinn nam aðeins 55.356 málum og
tunnum en var 48.247 mál og tn. á sama
tíma í fyrra. — Heildaraflamagnið var i
vikulokin orðið 1.295.226 mál og tunnur
samanborið við 556.951 mál og tunnur á
sama tíma í fyrra.