Ægir - 15.08.1964, Síða 12
254
ÆGIR
mundi halda áfram í æ ríkari mæli. Það
var þessi þróun sjálf, sem skóp nauðsyn
þeirra aðgerða, sem leitt hafa til þess, sem
nú er, og hefur þegar leitt til breytinga
á fiskveiðum sumra Evrópuþjóðanna og
á vafalaust eftir að hafa enn meiri áhrif
í þá átt.
Það var því að mínu áliti mjög óheppi-
legt, hvernig þessi mál voru tekin upp á
þeirri ráðstefnu Evrópuþjóðanna um fisk-
veiðar, sem haldin var í þremur áföng-
um í London á sl. vetri, að frumkvæði
Breta. Á ég þar fyrst og fremst við þá fyr-
irætlun að ræða saman eða sem gagnkvæm
mál það, sem kallað var aðgangur að fiski-
miðunum anns vegar og aðgangur að
mörkuðum hins vegar. Að þessu stóðu öll
fiskinnflutningslöndin, þó mér segi svo
hugur um, að þar hafi misjafnlega mik-
ill hugur fylgt máli, og það einfaldlega
af þeirri ástæðu, að veikleiki þessa mál-
flutnings var augljós. Ég tel mér óhætt
að segja frá því hér og er það ekki neitt
leyndarmál, enda komið fram áður í um-
ræðum um málið hér á landi, að af íslands
hálfu var það þegar frá byrjun og alla
ráðstefnuna út í gegn, tekið fram svo
skýrt, að ekki varð misskilið, að á þess-
um grundvelli væri ekki hægt að ræða
þessi mál. 1 fyrsta lagi hefur Island þeg-
ar með samningi við Bretland og síðan
einnig við Sambandslýðveldið Þýzkaland,
tryggt sér óafturkallanlega viðurkenningu
á 12 mílna fiskveiðilandhelginni. Það var
því óraunhæft að láta sér koma það til
hugar, að Islendingar væru fáanlegir til
að semja um tilslökun á sinni fiskveiði-
landhelgi á sama tíma, sem aðrir ætluðu
að auka sína. Burt séð frá því sýndi það
einnig grundvallarskort á skilningi á
þeim rökum, sem lágu til aðgerða Islend-
inga í landhelgismálinu að láta sér slíkt
til hugar koma. En látum það liggja á
milli hluta.
í öðru lagi er það frá okkar sjónarmiði
óskiljanlegt með öllu að kalla það gagn-
kvæmni að fá að stunda veiðar, við skul-
um segja innan 12 mílna, hjá einum aðila
gegn því, að sá aðili fái að selja afurðir
sínar frá fiskveiðunum án óeðlilegi’a hindr-
ana hjá hinum. Þegar það svo kemur til
að síðarnefndi aðilinn hefur ekkert, bók-
staflega ekkert annað að bjóða til sölu en
afurðir frá fiskveiðunum, sézt bezt hversu
fráleitt þetta er. Á þessu var einmitt af
Islands hálfu vakin athygli æ ofan í æ
og það jafnframt tekið fram, að gagn-
kvæmni gæti aðeins verið um að ræða
ef greitt væri fyrir viðskiptum á báða
bóga með niðurfellingu tolla og annarra
viðskiptahindrana á þeim afurðum, sem
hvort landið um sig hefði að selja.
Endalok þessarar ráðstefnu held ég, að
hafi sýnt bezt, að þessi leið gat ekki leitt
til neinnar niðurstöðu, sem og ekki varð.
Ég vil nota þetta tækifæri til að skýra
eitt atriði í þessu fiskveiðilandhelgismáli,
vegna sérstaks tilefnis, sem gefizt hefur
nú nýlega og ég hef m. a. séð í Norður-
landablöðum. Á ég þar við frétt frá sam-
tökum yfirmanna brezkra togara, þar sem
hneykslast er á því, að Islendingar leyfi
sínum eigin togurum veiðar á svæðinu inn-
an 12 mílna fiskveiðilandhelginnar, þar
sem öðrum, m.a. Bretum, séu þær bann-
aðar og sýni þetta, að Islendingum hafi
aldrei verið nein alvara með að vernda
fiskistofnana, heldur hafi þeir eingöngu
miðað aðgerðir sínar við að útiloka aðra
frá fengsælum miðum til þess að geta hald-
ið þeim eingöngu fyrir sín eigin skip.
Efni málsins er hins vegar það, að þeg-
ar fiskveiðilandhelgin var færð út í 12
mílur árið 1958 voru settar reglur uffl
veiðar íslenzkra togara innan þessara tak-
marka, á vissum afmörkuðum svæðum og
á mjög takmörkuðum tímum. Þessar regl-
ur hafa verið í gildi síðan og aldrei verið
farið neitt leynt með þær af íslands hálfu,
enda síður en svo ástæða til. Þrátt fyi'ii'
þetta telja íslenzkir togaramenn,, að
þeir hafi orðið fyrir óbætanlegu aflatjóm
vegna missi þeirra veiðisvæða, sem þeir
urðu að sjá af eftir 1. sept. 1958.
Rök íslendinga fyrir stækkun fiskveiði-
landhelginnar 1952 og 1958 voru einkum