Ægir - 15.08.1964, Side 14
256
ÆGIR
ingu, sem hlýtur að leiða til skekkju í
samkeppnisaðstöðunni innanlands við aðra
atvinnuvegi og utanlands gagnvart sam-
bærilegum fiskveiðum annarra þjóða, sem
ekki njóta styrkja eða þá minni styrkja.
Ég veit, að þetta er ákaflega erfitt að
meta og ég get ekki sannað með tölum,
að þetta sé svona, en ég leyfi mér þó að
setja fram þessa staðhæfingu, sem mun
vera nokkuð almennt viðurkennd. Ég held
líka, að við hér á landi getum talað af
nokkurri reynslu um áhrif styrkja til fisk-
veiðanna, því um nær áratugsbil, fram til
ársins 1960 voru hér á landi greiddir
styrkir í margvíslegum myndum til sjáv-
arútvegsins. Þessar styrkjagreiðslur, sem
upphaflega voru hugsaðar sem alger
bráðabirgðalausn á aðsteðjandi vandamál-
um, stundum staðbundnum eða tímabundn-
um, leystu oftast í bili úr vandamálunum,
en reglan var hins vegar sú, að sífellt
sköpuðust ný vandamál, jafnvel sem bein
afleiðing af styrkveitingunum, og styrkja-
kerfið vatt sífellt upp á sig. Okkar reynsla
var sem sé sú, að styrkjakerfið reyndist
eins og kvalastillandi lyf, sem sjúklingi
er gefið í kvalaköstunum, það getur ekki
læknað neitt mein, heldur aðeins linað
kvalir, en svo kemur ekki ósjaldan fyrir,
að sjúklingarnir verða svo háðir lyfinu,
að þeir geta ekki án þess lifað og þá er al-
vara á ferðum.
Ég leyni því ekki, að af íslands hálfu
veldur þessi þróun styrkjanna vaxandi
áhyggjum, einmitt af því, sem að ofan seg-
ir og eykur þau vandamál, sem fyrir eru
viðskiptalegs eðlis og áður var minnzt á
og sömuleiðis þann vanda, sem við sköpum
okkur sjálfir með verðbólguþróun, sem
hefur valdið sjávarútveginum vaxandi erf-
iðleikum, einkum á síðasta og yfirstand-
andi ári.
Ég hef hér að framan freistað þess að
gera grein fyrir nokkrum meginatriðum,
sem þýðingu hafa, þegar reynt er að átta
sig á stöðu íslenzkra fiskveiða í Evrópu
og skal nú rifja upp það helzta, ef það
mætti verða til að gera þessa nokkuð sund-
urlausu þanka mína dálítið skýrari.
1. Hafsvæðið umhverfis ísland er frá
náttúrunnar hendi eitt með hinum auð-
ugri og á ég þá við allt það svæði, sem
nefnt hefur verið landgrunn Islands
og myndar eins og sökkul undir land-
inu, þar sem útlínurnar fylgja all-
greinilega útlínum strandlengjunnar.
2. íslenzkar fiskveiðar hafa sýnt mjög
mikla aukningu á síðustu 50 árum og
hefur aflamagnið á þessu tímabili
meira en 18-faldast og er það mun
meiri hlutfallsleg aukning en orðið
hefur á rúmlestatölu fiskiskipaflot-
ans á sama tíma, og meira en þekkist
í nokkru öðru fiskveiðilandi í Evrópu.
3. Aðeins fáar þjóðir stunda nú veiðar
við ísland að nokkru ráði, en íslenzkir
fiskimenn taka nú um það bil 60% þess
afla, sem alls er tekinn á hafsvæðinu
umhverfis Island. Hefur hlutur íslend-
inga farið vaxandi.
4. I Evrópu eru nú aðeins fjögur lönd,
sem landa meiri afla en Island miðað
við eitt ár, en það eru Sovétríkin, Nor-
egur, Spánn og Bretland.
5. Afköst í íslenzkum fiskveiðum, sam-
anborið við það, sem er í öðrum lönd-
um Evrópu. virðist vera mikil, bæði
miðað við tölu fiskimannanna og stærð
fiskiskipaflotans. Hins vegar er verð-
mæti aflans ekki að sama skapi mikið,
sem stafar af því hversu hlutfallslega
mikill hluti aflans fer til framleiðslu
mjöls til skepnufóðurs og lýsis til iðn-
aðar.
6. Yfirleitt er framleiðsla íslenzku fisk-
veiðanna að langmestu leyti hálf- eða
lítt unnar vörur, sem notaðar eru sem
hráefni í matvælaiðnaði innflutnings-
þjóðanna. Stafar þetta m. a. af því, að
meiri áherzla hefur verið lögð á það
að auka fiskiskipaflotann til þess þann-
ig að auka aflamagnið en minni áherzla
aftur lögð á uppbyggingu iðnaðar til
fullvinnslu þess hráefnis, sem úr haf-