Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 15

Ægir - 15.08.1964, Blaðsíða 15
ÆGIR 257 inu fæst, þannig að hæft væri beint til neyzlu. 7. En þessi þróun hefur ekki síður orðið fyrir það, að í innflutningslöndunum hefur lengi gætt, og gætir nú í vax- andi mæli, tilhneigingar til að leggja því meiri hindranir á verzlunarsviðinu í veg innflutnings á matvælum, einnig afurðum úr fiski, þeim mun meir sem varan er unnin. 8. Fyrir Island getur slík þróun, ef áframhald verður á henni, haft mjög slæmar afleiðingar og leitt til minnk- andi framleiðsluverðmætis fiskveið- anna, með því augljóst er, að tak- mörk eru fyrir því hversu unnt er að auka aflann og því kemur að því, að eini möguleikinn til að auka verðmæti framleiðslunnar verður gegnum aukna vinnslu. 9. ísland hefur því árum saman og í vax- andi mæli vakið athygli innflutnings- þjóðanna á þessu sérstæða vandamáli, sem hér blasir við og fer ekki fram á annað en það, sem telja verður sann- gjarnt og eðlilegt, að í viðskiptum þess- ara þjóða við Island verði ástunduð gagnkvæmni, þar sem íslendingum verði gert kleift að keppa eðlilega í sölu framleiðslu þeirra án óeðlilegra hindrana af hálfu innflutningsland- anna, en á móti greiði Island fyrir sölu á framleiðsluvörum þessara þjóða, sem í flestum tilfellum eru iðnaðarvörur. 10. Þróun fiskveiðilandhelgismálsins í Ev- rópu á undanförnum árum hefur haft alldjúptæk áhrif á fiskveiðar Evrópu- þjóðanna. Það féll í hlut Islands að hafa þar nokkra forystu, en málflutn- ingur Islendinga hefur þó öðrum þræði byggzt á dómi Alþjóðadómstólsins í deilu Breta og Norðmanna, árið 1951. H. Sú neikvæða þróun, sem hefði orðið á fiskveiðum við Island á tímabilinu fyr- ir síðari heimsstyrjöld svo og almenn þróun á vettvangi alþjóðalaga voru forsendurnar fyrir nauðsynlegum að- gerðum íslendinga til útfærslu fisk- veiðilandhelginnar. 12. Óhugsanlegt er að snúa klukkunni aft- ur á bak og hverfa af þeim grundvelli, sem við nú stöndum á með frjálsum samningum við þær tvær þjóðir, sem mestar veiðar hafa stundað við ísland, aðrar en Islendingar sjálfir. Það er engin skynsamleg eða við- skiptalega eðlileg gagnkvæmni í því að ætla að binda saman viðskipti og réttinn til fiskveiða. Með útfærslu fiskveiðilandhelginnar hafa íslendingar tekið á sig þá skuld- bindingu að nýta þá fiskistofna, sem þar er að finna, á skynsamlegan hátt og með þeim veiðiaðferðum og skip- um. sem heppilegast verður talið á hverjum stað og tíma og íslendingar telja sig algerlega færa um að gera það. 13. íslendingar hafa horft á það með vax- andi áhyggjum, hvernig viðgengist hafa og jafnvel aukizt á seinni árum beinar styrkjagreiðslur úr ríkissjóðum viðkomandi landa til fiskveiða því nær allra landa Evrópu og þá ekki sízt inn- flutningslandanna. Þetta ásamt hindr- unum á viðskiptasviðinu truflar þróun fiskveiðanna og dregur úr eða jafnvel getur eyðilagt með öllu möguleika fisk- framleiðslu- og útflutningslands eins og Island til að byggja upp heilbrigð- an atvinnurekstur, sem gæti orðið og á að vera grundvöllur að vaxandi vel- megun. 14. Staða íslands í fiskveiðum Evrópu mun ekki hvað sízt mótast af þróun þessara mála í framtíðinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.