Ægir - 15.08.1964, Qupperneq 26
268
Æ GIR
r
Markaðsmdl
Markaður f ijrir frystcm fislc í Frakkalandi.
Mikil aukning virðist nú vera að verða á mögu-
leikum til dreifingar frystra matvæla í Frakk-
landi og ætti það að hafa áhrif á sölumöguleika
á frystum fiski þar í landi.
Talið er að þar í landi séu nú 7000 kæliborð
í verzlunum og að þeim hafi fjölgað um 3000 á
einu ári.
Fiskútflutningur Fœreyinya 1963.
ísaður fiskur .......................
Lúða, ísuð ..........................
---- fryst ..........................
Fiskflök, fryst .....................
Úrgangur, frystur....................
Hámeri, fryst .......................
Saltsíld ............................
Kryddsíld ...........................
Skreið ..............................
Saltfiskur ..........................
Hrogn, söltuð .......................
Niðursoðinn fiskur ..................
Fiskmjöl ............................
Síldarmjöl ..........................
Hvalmjöl ............................
Meðalalýsi ..........................
Síldarolía ..........................
Hvalolía ............................
Um skipting útflutningsins milli helztu vöru-
flokka er það að segja, að allur ísaði fiskurinn
fór til Stóra Bretlands. Af frystum fiskflökum
keyptu Bandaríkin mest, eða 2852,7 lestir, Aust-
ur-Þýzkaland 484,7 lestir og Bretland 430,3, önn-
ur lönd minna. Italía keypti mest af frystri há-
meri, 731 lest. Stærstu kaupendur saltsíldar voru
Svíþjóð með 3336,4 lestir, Rússland með 2348,4
lestir og Danmörk með 973,3 lestir. Af skreið
Frakkar sjálfir framleiða hins vegar lítið af
frystum fiski eða aðeins 2000—2500 lestir á ári.
Innflutningur er aftur á móti allverulegur og fer
ört vaxandi. Árið 1962 voru fluttar inn um 9275
lestir en um 12.000 lestir á síðastliðnu ári.
I frystihúsum í Boulogne, sem er ein stærsta
fiskihöfn í Frakklandi, er nú komið að því að
setja upp tvö fyrirtæki til framleiðslu fiskstanga
og er framleiðslugeta þeirra miðuð við 150.000—
200.000 fiskstengur á dag.
(Byggist á upplýsingum frá sendiráði
Islands í París).
16.374,3 lestir, fyrir kr. 19.551.000
124,3 515.000
85,4 300.000
4.151,0 12.085.000
514,7 175.000
746,4 2.183.000
6.979,4 11.795.000
44,6 74.000
8.341,3 31.532.000
26.492,5 53.364.000
27,5 39.000
22,6 178.000
1.746,7 1.564.000
20,0 18.000
6,7 4.000
754,7 845.000
1,0 1.000
27,8 30.000
var mest selt til Brasilíu, eða 6165,5 lestir, en
Spánn keypti 2063,1 lest. Saltfiskurinn skiptist
þannig, að Ítalía keypti mest, eða 13.933,7 lestir,
Spánn 3962,5 lestir, Noregur 3803,3 lestir, Grikk-
land 3164,4 lestir og Danmörk 955,2 lestir. Aðrir
keyptu mun minna. Fiskmjölið fór aðallega tu
Danmerkur, 931,6 lestir, og Vestur-Þýzkalands,
791,7 lestir. Danmörk keypti langmest af meðala-
lýsinu, eða 694,2 lestir. (Fiskets Gang)-
Frá IMoregi
Norsk síldarhrogn þgkja gómsœt í Japan.
Mikill áhugi er á norskum síldarhrognum í
Japan, þar seni þau þykja herramannsmatur,
enda verðlagið eftir því. En það hefur valdið út-
flutning'i Norðmanna miklum erfiðleikum, að jap-
ön.sk yfirvöld hafa beitt viðskiptaþvingumun og
jafnvel neitað að veita innflutningsleyfi fyrir
síldarhrog-nunum.
Að vísu hefur Norðmönnum verið lofað, að
innflutningur skuli ekki hindraður, eftir a-®
viðræður höfðu farið fram milli norska utanrík-
isráðuneytisins og fulltrúa Japana. Þó er eins og
japönsk yfirvöld séu enn treg í taumi. Hins veg-
ar eru allar horfur á, að þetta mál leysist, og ^
sú sending hrogna, sem nú er á leiðinni, fái v^‘
unandi afgreiðslu. Hér er um að ræða tiltölulegíl
lítið magn, m.a. vegna þess, hve vetrarsíldveið-
arnar gengn illa í fyrra.
Áhuginn á síldarlirognum virðist ekki vera
mikill.í Noregi, og allt bendir til þess, að Norð-