Ægir - 15.08.1964, Page 27
ÆGIR
269
mönnum geöjist ekki að þessari fæöutegund,
fremur en gaddaháfnum. Sá fiskur er mjög eftir-
sóttur í Englandi, Þýzkalandi, Hollandi og
Frakklandi, en enginn NorÖmaður vill leggja
hann sér til munns.
(Norges Handels og Sjöfartstidende)
Frá Svíþjóð
Svíar nota mikið af djúpfrystum matvœlum.
Djúpfrysting er aðeins tveggja áratuga gömul
1 Svíþjóö, en þróunin hefur veriö svo ör, aö Sví-
ar eru nú meðal hinna fremstu í Evrópu á þessu
sviði. Alls er um að ræða 41400 lestir, eöa ca.
5,5 kg á livern íbúa. I Bandaríkjunum er neyzlan
20 kg á íbúa, miðað við eitt ár. Eyrir 10 árum
voru ekki nema 37 djúpfrystar vörutegundir í
sænskiun matvöruverzlunum. I fyrra var orðið
um að velja 140 tcgundir frá meira en 22000
verzlunum með kæliborð. Um síðustu áramót áttu
yfir hálf milljón fjölskyldur kælikassa eða kæli-
skáp. Neyzlan bygist á fáiun, en mjög stórum
vöruflokkum. Þorskur, kjúklingar og spínat nema
'ini það bil 60% af heildameyzlu frystra vara.
(Fiskets Gang).
VIT AIUÁL I
---------------------------------------■<?>
Nr. 1. Suðurströndin. Vestmannaeyjar. Grwnn
í námunda viö Geirfuglasker (63°19’00” n.br.,
við Geirfuglasker.
20°30’07” v.lg.) hafa fundizt eftirfarandi grunn,
sem merkt verða í sjókort:
a) 39 m dýpi (P.A.) 2,1 sjóm. 197° frá Geir-
fuglaskeri.
b) 23 m dýpi (P.A.) 1,6 sjóm. 254° frá Geir-
fuglaskeri.
A stað b) varö vart við neðansjávareldgos síð-
ustu daga desembermánaðar síðastliðins.
Nr. 2. Norðurströndin. Sauðárkrókur. Bryggju-
Ijós.
StaÖur: 65°45’ nbr., 19°39’ v.lg.
Bryggjuljósið á enda hafskipabryggjunnar á
Sauðárkróki er stöðugt grænt ljós. Var áöur
rautt.
■s,r. 3. Norðurströndin. Grunn tilkynnt norð-noró-
austur af Langanesi.
30 m dýpi (P.A.) sé merkt í sjókort á eftirfar-
audi stað: 66°54’ n.br., 13°45’ v.lg.
Reglur um dragnótaveiði
fyrir Norðurlandi
Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur á-
kveðið eftirfarandi breytingar á reglum
þeim, sem settar hafa verið, um heimild
til dragnótaveiða á tímabilinu 19. júní til
31. október 1964.
Dragnótaveiðar skulu leyfðar fyrir
Norðurlandi á svæðinu frá línu, sem
hugsast dregin frá Veturmýrarnesi (utan
Ingólfsfjarðar) um Selsker og áfram út í
sömu stefnu, að línu réttvísandi norður
frá Straumnesi austan Málmeyjarfjarðar
(19°20’v.l.). Þó skulu dragnótaveiðar ó-
heimilar á eftirtöldum svæðum:
1. Innanverðum Hrútafirði innan
línu sem hugsast dregin frá Prestbakka-
ey, þvert yfir fjörðinn að Mýrarnesi.
2. Innanverðum Miðfirði innan línu,
sem hugsast dregin úr Stapa utan
Hvammstanga í vestur þvert yfir fjörð-
inn.
3. í Skagafirði innan línu, sem hugs-
ast dregin í réttvísandi austur frá Reykja-
disk að punktinum 65°53’0” norður
breiddar og 19°38’4” vestur lengdar og
þaðan í Hegranestá.
4. í Skagafirði innan línu, sem hugs-
ast dregin frá Hellnanesi á Þórðarhöfða
í kringlu í Málmey og úr norðurenda
Málmeyjar í Stapa á Hrollaugshöfða.
Bátum, sem skráðir eru og gerðir út
frá verstöðvum í Skagafirði og Húnaflóa,
verður einum veitt leyfi til veiða á þessu
svæði, en hins vegar verða þeim ekki
leyfðar dragnótaveiðar annars staðar
innan fiskveiðilandhelginnar.
Sjávarútvegsmálaráðuneytiö
10. júlí \196U.