Ægir - 15.08.1967, Side 5
ÆGIR
251
Nokkur þakkar- og kveðjuorð ti! Þavíðs Ólafssonar
Hinn 31. júlí s.l. lét fiskimálastjóri,
Davíð Ólafsson, af því starfi eftir að hafa
g'eng't því í meira en 27 ár og tók við
stööu bankastjóra við Seðlabanka Islands.
Jafnframt lét hann af ritstjórn tímarits-
ins Ægis, sem hann hafði haft með hönd-
Vm Há því í ársbyrjun 1955. Ekki er
astæða til þess hér né heldur nauðsynlegt
nð rekja hin margvíslegu störf Davíðs í
Págu íslenzks sjávarútvegs. Þau eru al-
Wóð kunn. En hann hefur jafnan staðið
Par fremst í flokki, hvort um var að ræða
verndun fiskimiða og fiskistofna eða mál
tæknilegs og efnahagslegs eðlis. Undir
hans stjórn varð Fiskifélagið virkur þátt-
takandi í lausn ýmissa mikilvægra vanda-
mala sjávarútvegsins, ekki einungis inn á
við heldur einnig út á við í ýmsu alþjóð-
iegu starfi.
Er Davíð tók við ritstjórn Ægis gerði
hann nokkrar breytingar á ritinu. Sú
niikilvægasta var, að Ægi var breytt í
alfsmánaðarrits í stað mánaðarrits áður.
ninnig var mjög aukin birting ýmissa
ölulegra upplýsinga um fiskaflann, hag-
uytingu hans og útflutning. Jafnframt
le t Ægir áfram að vera vettvangur
margra vísindamanna okkar, sem fjalla
llm i'annsóknir í þágu sjávarútvegsins.
n<ía þótt þessar breytingar hafi verið
nokkuð umdeildar, voru þær að flestra
dómi gagnlegar, því að sífellt eru að auk-
ast þarfir útvegsmanna, vinnslustöðva út-
flytjenda o.fl. á betri og meiri tölulegum
upplýsingum. 1 þessu sambandi má bæta
því við, að núverandi ritsjóri hefur ekki í
hyggju að hverfa frá þessari meginstefnu
í útgáfu ritsins þótt það þýði hinsvegar
ekki að einhverjar breytingar verði ekki
smám saman gerðar á ritinu. Það væri að
að neita framþróun.
Ég kalla þessi orð kveðju til Davíðs Ól-
afssonar. Það á í þessu tilfelli einkum við
okkur Fiskifélagsmenn, stjórn, starfsmenn
og félagsmenn, vegna þess að hann er að
hverfa frá Fiskifélaginu. Hinsvegar er
ekki um það að efast, að enn um langt
skeið eigi hann eftir að vinna sjávarútveg-
inum mikið gagn, þótt í öðru umhverfi sé.
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Fiski-
félags íslands og annarra samstarfsmanna
innan félagsins, færi ég Davíð alúðar
þakkir fyrir samstarfið um leið og við öll
árnum honum heilla í hans nýja mikil-
væga starfi.
Ekki má skilja svo við, að hans góðu
konu Ágústu Gísladóttur séu ekki fluttar
þakkir okkar fyrir frábæra gestrisni og
vinsemd í okkar garð.
Már Elísson.
DRIFKEÐJUR
OG KEÐJUHJÓL.
FLESTAR STÆRÐIR
FYRIRLIGGJAJVDI.
LANDSSMIÐ JAN
SÍMI: 20680