Ægir - 15.08.1967, Blaðsíða 25
ÆGIR
271
Hermann Vilhjálmsson
erindrehi Fishifélags Islands
Hermann Vilhjálmsson, erindreki Fiski-
félags Islands í Austfirðingafjórðungi,
andaðist hér í Reykjavík hinn 20. júlí s.l.
Hann var fæddur að Hofi í Mjóafirði hinn
30. sept. 1894, sonur Vilhjálms Árnason-
ar síðar bónda á Hánefsstöðum, Seyðis-
firði, og konu hans Bjargar Sigurðardótt-
ur. Að honum stóðu traustar ættir. Her-
mann hóf ungur að stunda sjó. Fyrst með
Árna bróður sínum um 1911, en síðar varð
hann formaður á báti föðurs síns. Sjálfur
eigpaðist hann bát um 1930 og gerði hann
út til ársins 1942.
Eins og títt var um Austfirðinga á þeim
árum fór Hermann oft með bát sínum til
Hornafjarðar að vetrarlagi og réri þaðan
fram eftir vori. Útgerðar-ár Hermanns
voru oft erfið, enda heimskreppan í al-
gieymingi, og þurfti meira en meðalmenn
til að berjast við þau vandamál, án þess
að brotna.
Á árinu 1942 flutti Hermann með fjöl-
skyldu sína frá Hánefsstöðum inn á Seyð-
isfjörð og voru honum skjótlega falin ýmis
trúnaðarstörf, enda maðurinn bæði vel gef-
inn og með eindæmum samvizkusamur.
Ekki verða öll hin margvíslegu störf hans
rakin á þessum vettvangi, heldur reynt að
nefna þau helztu, er að sjávarútveginum
og Fiskifélaginu sneru. Munu þau og hafa
verið honum afar hugleikin. Hann var einn
af stofnendum Fiskideildarinnar á Seyðis-
firði og formaður hennar um meira en
tuttugu ára skeið. Hann tók við starfi er-
indreka Fiskifélagsins austanlands á ár-
inu 1959 af Árna bróður sínum og gegndi
því til dauðadags. Þá átti hann sæti á all-
mörgum Fiskiþingum.
1 sambandi við öll þessi störf fór ekki
hjá því, að náið samstarf tækist milli Her-
manns og stjórnar og starfsfólks Fiskifé-
lagsins. Var þetta samstarf hið ánægju-
legasta. Lagði Hermann oft á sig mikið
erfiði við útvegun ýmissa mikilvægra upp-
lýsinga, er komið gátu útveginum að gagni.
Persónuleg kynni tókust milli okkar Her-
manns skömmu eftir að ég réðst til Fiski-
félagsins á árinu 1954. Jukust þessi kynni
mjög eftir að hann tók við starfi erind-
reka. Tókst með okkur góð vinátta og hið
bezta samstarf. Er ég heimsótti hann
skömmu fyrir andlátið hnigu hugsanir
hans mjög til Fiskifélagsins og verkefna
þess. Er gott að vinna með slíkum mönn-
um.
Eftirlifandi konu Hermanns, Guðnýju
Vigfúsdóttur, svo og öðrum aðstandendum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Már Elísson.
t---------------------—--------—-----
Erlendar fréttir
Frá Bretlandi
Vexlir af lámnii.
Brezka fiskimálastofnunin White Fish Author-
ity, sem m.a. hefur með að gera ýmsar lánveit-
ingar til brezka fiskiðnaðarins, hefur nýlega sett
nýjar reglur um vexti af veittum lánum sem hér
segir:
Af lánum til fiskiskipa minni en 140 fet að
lengd, svo og til kaupa á nýjum vélum og tækjum,
innheimtast 7%% vextir ef lánað er til allt að
fimm ára, en 7j4,% vextir ef lánað er frá 5 árum
til allt að 20 ára. Fish Trades Gazette.