Ægir

Volume

Ægir - 15.08.1967, Page 15

Ægir - 15.08.1967, Page 15
261 ÆGIR ftiinnkandi vestan landgrunnsins. Norðan- iands var mikið þörungamagn í maímán- uði og einnig er svæðið var rannsakað aft- Ur í júníbyrjun. Þetta seinna hámark mun sennilega stafa af ísreki upp að landinu ttiilli þess er athuganir fóru fram. Mikið ^Þagn þörunga reyndist einnig vera á svæðinu milli Langaness og Jan Mayen og u hryggnum milli Islands og Færeyja. Nokkur rauðáta var á svæðinu vestan Islands, en fyrir Norðurlandi var átu- snautt að kalla, nema hvað lítilsháttar 1 j ós- áta var um 30—50 sjóm. norður af Mel- rakkasléttu. Á svæðinu austan fslands milli Færeyja og Jan Mayen var víðast allgóð rauðáta, einkum norðan til. Vegna hins ovenju mikla sjávarkulda hefur vöxtur rauðátunnar verið hægfara og ber nú mun meir á fullornum dýrum af vetrarkynslóð- inni en raunin hefur verið sama tíma und- anfarin ár. 3. Síldargöngur• Aðalsíldarmagnið var í maímánuði á svæðinu frá 65°00 N að 67°30 N milli 00°30 A og 02°00 V. Síldin var fremur óstöðug. Torfurnar voru yfirleitt niðri á 100—200 faðma dýpi yfir daginn, en komu allt upp á 10—20 faðma í stuttan tíma yfir lágnættið. Vestan 2° v.l. fannst lítið síldarmagn í maímánuði. Þó varð vartvið síldartorfur í hlýjum sjó um 10°00 V og 65°30 N, en því miður hamlaði veður frek- ari athugunum á þessu svæði. f júní fannst allmikið magn síldar á Framhald á bls. 265

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.