Ægir - 15.05.1968, Side 12
170
ÆGIR
stærð, hrygningu, klak og viðkomu leturhum-
ars við ísland.
Á ölhun lengdarmælingum á leturhumri
nú til dags er stuðzt við skjaldarlengd, þ.e.a.s.
lengdin frá augnakrók að miðri afturbrún
skjaldar.
1. TAFLA
Meðal- og hámarksskjaldarlengd (mm) karldýra
fré svœði 146 é tímabilinu maí—ágúst, árin 1962
—1967.
Mean and maximum carapace lengths (mm) of
males from area 146 during May—August over the
years 1962 to 1967.
Ar Year 1962 1963 1964 1965 1966 1967
Fjöldi No. in sample 4666 3286 1359 1757 1438 595
Meðalskjaldar-
lengd Mean carapace length (mm) 46,5 44,4 44,5 44,0 41,9 41,6
Hámarksskjald-
arlengd 79 72 69 70 67 66
Max. carapace
length (mm)
1. tafla sýnir meðalskjaldarlengd (mm)
karldýra á svæði 146 á tímabilinu maí—
ágúst, árin 1962—1967. Hefur meðallengdin
farið minnkandi á þessum árum, einkum
1966 og 1967. Mismunur meðallengdar 1962
og 1967 er 5 mm, sem er talsverður þegar
smæð dýrsins er höfð í huga. Að sama hætti
hefur hámarksskjaldarlengd dýra, sem rann-
sökuð hafa verið á þesstun árum, minnkað
um 13 mm, eða úr 79 mm í 66 mm. Hefur
þannig mikill hluti stærri dýra horfið úr
veiðinni eftir margra ára sókn. Oft er hent-
ugt að bera saman hámarksstærð, þar eð
breytingar á veiðarfærum geta haft áhrif á
meðalstærðina. Áhrifa mikilla veiða á stærð
leturhumars gætir því mikið á svæði 146,
sem og á öðrum svæðum við Suðvesturland,
enda þótt upplýsingar þaðan séu af skomara
skammti.
2. tafla sýnh' meðalskjaldarlengd (nmi)
karldýra við Suðausturland (svæði 152, 153
2. TAFLA
Meðal- og hámarksskjaldarlengd (mm) karldýra
frá svæðum 152, 153 og 154 á tímabilinu mai—sept-
ember, árin 1963—1967.
Mean and maximum carapace lengths (mm) of
males from areas 152, 153 and 154 during Ma3r—-
September over the j'ears 1963 to 1967.
Ár Year 1963 1964 1965 1966 1967
Fjöldi No. in sample 3239 2581 2079 4324 2218
Meðalskjaldar- lengd Mean carapace length (mm) 52,6 52,6 52,8 48,3 46,3
Hámarksskjaldar- lengd 76 80 79 81 75
Max. carapace
length (mm)
og 154) á tímabilinu maí—septemher, árin
1963—1967. Greinileg minnkun á meðal-
lengd hefur orðið tvö síðustu árin, þ. e. 1966
og 1967. Þannig er meðalskjaldarlengd karl-
dýra 1967 6 mm minni en 1963—1965, enda
þótt hún sé enn svipuð og fyrirfannst 1962
á svæði 146. Sennileg orsök þessa er að letur-
humarmiðin við Suðausturland voru litið nýtt
fram til ársins 1963. Svæði 146 hefur aftur
á móti verið aðalveiðisvæðið við Island fra
árinu 1960 og eitthvað var þar veitt tvö árin
þar á undan, einkum 1959. Mismimur á
vaxtarháttum leturhumarsins á þessum tveim
svæðum, t. d. vegna ólíkra fæðu- og sjávar-
skilyrða, kann einnig að hafa einhver áhrif
hér á.
3. tafla sýnir meðalskjaldarlengd karldýra
við Suðurland (svæði 169) á tímabilinu mai
—ágúst, árin 1963—1967. Á þessu svaeði
hefur meðallengd karldýra farið sifellt
minnkandi, eða alls um 10 mm frá 1963—
1967. Sama er að segja um hámarksstærðina,
sem hefur lækkað um 9 mm. Þess her þó að
geta, að fjöldi dýra, sem rannsökuð hafa ver-
ið á þessu svæði, er fremur litill. Farið var
að nýta þetta svæði í ríkum mæli 1958, er
leturhumar var fyrst veiddur svo einhverju
næmi hér ríð land.