Ægir

Volume

Ægir - 15.05.1968, Page 14

Ægir - 15.05.1968, Page 14
172 ÆGIR ný mikilsverð leturhumarmið við Suðvestur- land, sem kann að varpa ljósi á hinn aukna afla á togtíma þessi ár. Á nýjum miðum veið- ist alltaf mjög lítið af kvendýrum, sem skýrir lækkunina, sem varð á hlutfalli kvendýra þessi ár. Einnig eru alltaf fyxir hendi nokkr- ar árasveiflur á stofninum, sem eru veiðim- um óviðkomandi. Athyglisvert er hversu mikil minnkun er á afla á togtíma árið 1964 eftir hið mikla aflaár 1963. Bendir það til þess, að hin mikla veiði 1963 hafi verið mik- ið álag á stofninn. Á. 3. mynd er sýndur afli á togtíma (kg) á timahilinu maí—septemher, árin 1963— 1967, og hlutfall kvendýra í aflanum á sama timabili við Suðausturland. Breytingar á afla á togtíma voru hér fremur litlar fram til ársins 1967, er lækkun varð úr 78 kg 1966 í 53 kg. Talan fyrir aflamagn á togtíma 1963 er lág og vart sambærileg við hinar, þar eð engin veiði var það ár í maí, sem að öllu jöfnu er mjög góður veiðimánuður. Aukning á hlutfalli kvendýra á þessum árum er mun minni en við Suðvesturland, eða frá 9% 1963 í 17% 1967. 3. mynd. Árasveiflur á afla á togtíma og hlutfalli kvendýra í aflanum á timabilinu maí—september ár- in 1963—1967 við Suðausturland. Annual variations in catch per trawling hour and pro- portion of females in the catch during May—Septem- her over the years 1963—1967 at Southeast Iceland. Upplýsingar frá svæði 169 eru af heldur skornum skammti hvað viðvíkur hlutfalli kvendýra í aflanum. Frá 1964—-1967 hefur þó hlutfall þeirra í aflanum aukizt úr 20% í 32%, samfara minnkun á afla úr 56 kg í 33 kg á togtíma. Mikil sókn á helztu veiðisvæðunum hefur þannig haft í för með sér lækkun á meðal- stærð karldýra ásamt minnkun á afla á tog- tíma og aukningu á hlutfalli kvendýra. Eink- um er þetta áberandi við Suðvestur- og Suð- urland, þar sem veiðar hafa verið stundaðar að ráði frá þvi fyrir 1960. Við Suðausturland eru áhrif sóknarinnar minni, enda voru veið- ar þar ekki stundaðar svo neinu næmi fyrir 1963. Niðurstöður ársins 1967 benda þó til þess, að sömu áhrifa sé farið að gæta hér einnig, þó í minna mæli sé. Ekki er eingöngu um árasveiflur á afla á togtíma og hlutfalli kvendýra í aflanum að ræða. Greinilegar sveiflur eiga sér einnig stað milli mánaða á ári hverju. 4. mynd sýnir mánaðasveiflur, sem átt hafa 4. mynd. Mánaðasveiflur á afla á togtíma og hlut- falli kvendýra í aflanum á tímabilinu maí—ágúst á samanteknum árunum 1962—1967 við Suðvesturland. Monthly variations in catch per trawling hour and proportion of females in the catch over the period May to August during the years 1962—1967 at South- west Iceland.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.