Ægir

Årgang

Ægir - 15.05.1968, Side 22

Ægir - 15.05.1968, Side 22
180 ÆGIR Dásamleg björgun. Að morgni hins 28. ágúst barst Slysa- varnafélagi íslands vitneskja um, að m/s Stíganda frá Ólafsfirði væri saknað. Er- indreki Slysavarnafélagsins, Hannes Haf- stein, brá hart við og var skipulögð leit að skipbrotsmönnunum hafin. Voru undir- tektir skipstjóra og áhafna síldveiðiskip- anna svo skjótar og góðar, að fyrir hádegi sama dag hafði allur síldveiðiflotinn byrj- að leitina. Fylktu skipstjórarnir á m/s Árna Magnússyni, Páll Guðmundsson og skipstjórinn á m/s Goða, Kristján Sveins- son, skipunum til leitar. Að kvöldi sama dags bjargaði m/s Snæ- fugl, skipstjóri Bóas Jónsson, er var leigt til síldarleitar, allri áhöfn m./s Stíganda. Hafði skipið sokkið hinn 28. ágúst og skipsmenn verið á hrakningi í gúmmí- björgunarbáti í 4 sólarhringa og 17 klukkustundir, er þeim var bjargað. Var mikill fögnuður um land allt yfir þessari dásamlegu björgun. Að lokinni leitinni var ákveðið að taka upp tilkynningaskyldu fiskiskipa svo að þess yrði fljótlega vart, ef óvænt slys sem þetta bæri að höndum. Koma veröur í veg fyrir rányrkju. Veiðiflotar margra þjóða sækja í sívax- andi mæli á síldarmiðin í Norður-Atlanz- hafi, þótt þau hafi, að verulegu leyti, færzt frá landi út á yztu vastir. Vér íslendingar höfum friðað uppvax- andi smásíld og millisíld fyrir veiði ís- lenzkra síldveiðiskipa, en því miður gegnir ekki sama máli um helztu keppinauta vora í síldveiðunum. Þeir hafa ekki gert hlið- stæðar ráðstafanir. Á s. 1. ári veiddu Norðmenn um 470 þús- und tonn af 3 og 4 ára millisíld í Varang- ursfirði í Norður-Noregi og þar í grennd til bræðslu og auk þess veiddu þeir marga tugi þúsunda tonna af kræðu til bræðslu. Þá veiddu Rússar í Kólafirði um 260 þús- und tonn af þriggja ára millisíld til bræðslu. Þessi rányrkja í veiðunum vekur ugg um, að norski síldarstofninn kunni að ganga til þurrðar, einkum þegar haft er í huga, að misbrestur hefur orðið á klaki síldarinnar við Noregssti'endur frá og með árinu 1962, að undanteknum árunum 1963 og 1964, að nokkru leyti. Síld af þessum síðast töldu árgöngum liefur orðið fyrir þungum búsifjum á s. 1. ári svo sem að framan greinir. Á ráðstefnu Noi’ðui’-Atlanzhafs fisk- veiðinefndai'innar, sem nýlokið er hér í Reykjavík, munu fulltrúar Rússa hafa borið fram tillögu um friðun á uppvax- andi síld til þess að sporna við ofveiði. Er mikil nauðsyn á, að slík fi’iðun nái samþykki og komi til fi’amkvæmda hjá öllum þeim þjóðum, sem hlut eiga að síld- veiðum í Noi’ðui’-Atlanzhafi, áður en það verður um seinan að koma í veg fyrir, að síldai'stofninn gangi til þurrðar, vegna gengdai’lausrar veiði á millisíld og ki’æðu. Það er allra hagur, að smásíld hafi frið til þess að vaxa og þi’oskast til fullra nytja fyrir þá, sem síldarútveg stunda, að öðrum kosti er þessum atvinnuvegi stefnt í bi'áðan voða fyrr en varir. Horfur á bættri afgreiðslu. Síldin, sem veiddist á NA og A svæðinu s. 1. ár, var að langmestu leyti af klaki ár- anna 1959 til 1961, þ. e.: Átta ára síld.... 51,3% sjö ára síld..... 30,3% sex ára síld ..... 11,1% Samtals 92,7% Hæstur af öðrum aldursflokkum var ár- gangui’inn 1950 eða 17 ára síld 1,8%. Er það álit fiskifræðinga, að síldveiðin í sumar og haust á NA og A svæðinu, muni byggj- ast svo að segja eingöngu á síld af norskum stofni og þá fyrst og fremst á árgöngun- um fi'á 1959 til 1961, þ. e. á 7 til 9 ára gamalli síld. Styi’kleiki Pólstraumsins með austur- strönd Gi’ænlands og að íslandssti'öndum virðist hafa aukizt ár frá ári undanfarin

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.