Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1971, Blaðsíða 14

Ægir - 15.02.1971, Blaðsíða 14
ÆGIR 40 Gunnar Jónsson, fiskifræðingur: Sjaldséðir fiskar árið 1970 Uppskera sjaldséðra fiska var heldur rýr á árinu 1970. Hafrannsóknastofnunin fékk 6 tegundir mismunandi sjaldgæfar til rannsókna auk sæsteinsugu. Frá Sæ- dýrasafninu í Hafnarfirði fréttist um 2 sandhverfur og frá Vestmannaeyjum komu upplýsingar um 4 tegundir og verð- ur nú hér á eftir getið þessara fisktegunda. Slóans-gelgja, Chauliodus sloanei sloanei Schneider. V/s Jökull ÞH fékk þann 14. nóvember 28 cm slóans-gelgju á 146 m dýpi syðst á Papagrunni. Fiskurinn mun hafa komið upp úr ufsa. Slóans-gelgja er með sjaldgæfari fisk- um við íslandsstrendur. Þann 16. febrúar árið 1919 fannst ein 10 cm löng rekin við Hornafjarðarós. Önnur veiddist þann 12. júní 1952 á 820—360 metra dýpi um 80— 100 sjómílur vestur af Snæfellsnesi og var hún 23 cm löng. Slóans-gelgja telst til ættarinnar Chau- liodontidae (gelgjuætt) innan ættbálksins Isospondyli (Clupeiformes), en til þess ættbálks heyra m. a. síld, lax, loðna o. fl. fiskar ekki eins þekktir. Slóans-gelgja er lítill fiskur — verður varla lengri en 25—30 cm. Haus er stór og munnur mjög víður með 6 stórum grip- tönnum fremst í efra skolti og 2 í neðra. Augu eru smá. Bolur er langur og mjór og mjókkar aftur. Bakuggi er stuttur og fremsti geisli hans lengstur. Hreistur er stórt. Fjöldi ljóskastara er í röð meðfram kviðröndinni frá höfði að sporði og önnur röð er að ofan frá eyruggarót og aftur- fyrir kviðugga. Litur er dökkgrænn að of- an, silfurgljáandi á hliðum og svartleitur að neðan. Heimkynni slóans-gelgju eru á 50— 3000 metra dýpi eða meira beggja vegna Norðuratlantshafsins, í Miðjarðarhafi, austanverðu Suðuratlantshafi, Indlands- hafi og e. t. v. víðar. Álsnípa, Nemichthys scolopaceus, Richardson. Álsnípa, 115 cm löng, veiddist þann 28. marz í net á 146 metra dýpi suðvestur af Vestmannaeyj um. í desemberbyrjun 1952 veiddist álsnípa á 64°N og 11°40'V þ. e. djúpt undan Suð- austurlandi. Önnur veiddist nyrzt í Víkur- ál þann 10. júní 1956. Var hún 108 cm löng. Útlit álsnípunnar er allsérkennilegt, þar- eð báðir skoltar teygjast fram í langa og mjóa trjónu. Þá fer álsnípan mjókkandi aftureftir og endar í mjóum halaþræði. Hreistur er ekkert. Litur er ljósbrúnn að ofan en kviður er svartur og raufaruggi dökkur. Heimkynni álsnípunnar eru á 150—3600 Slóans-gelgja.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.