Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 01.03.1971, Blaðsíða 8
50 ÆGIR S jj á v a ■* íi t v <“ ^ n r i ii ii 1970 Noltkrir iorustumenn í sjávarútvegi og fiskiðnaði gefa í þcssu og nœstu blöðum stutt gfirlit gfir árið sem ieið, og rteða ástand og horfur. Ingvar Vilhjálmsson: Skrei«farframlei<VsIan 1970. Ritstjóri Ægis hefur beðið mig um yfirlit yfir skreiðarfram- leiðsluna og skreið- arverzlunina árið 1970. Samkvæmt á- ætlun Fiskifélags fslands hafa verið framleidd á árinu um 4.800 tonn af skreið. Fiskmat ríkisins telur að af þessu magni verði 2.500 tonn metin sem Eddu-skreið til ftalíu. Vtflutningur skreiðar 1970. Flutt hafa verið út 3814,1 tonn. Þetta magn skiptist á 16 lönd samkvæmt eftir- farandi skýrslu: Tonn Nígería ............... 1238,1 Kamerún ................ 223,4 Gabon ................... 12,5 Tógóland ................. 7,0 ítalía ................ 1965,6 Júgóslavía ............. 188,2 Belgía ................. 124,6 Noregur ................. 20,8 Bandaríkin ............... 5,0 Grikkland ................ 4,3 Holland .................. 2,6 Portúgal ................. 0,1 Kanada ................... 1,0 Færeyjar ................. 8,6 Ástralía ................ 13,1 Verðmæti þessa útflutnings er rúmar 240 milljónir króna f. o. b. Italía. Otflutningur þangað hefur numið 1965,6 tonnum og er þar um 300 tonna aukningu að ræða frá árinu 1969. Meðaltal síðustu fjögurra ára er um 1.600 tonn á ári. Á síðustu áramótum er talið að í birgð- um séu um 2.000 tonn og er það því um 400 tonnum meira en meðaltals útflutn- ingur síðustu fjögurra ára. Það horfir því ekki vænlega með að verka skreið á komandi vertíð til ítalíu. Nígería. Mér þykir hlýða að birta hér eftirfar- andi úr fréttabréfi, sem stjórn Skreiðar- samlagsins hefur hinn 23. febrúar s.l. sent öllum félögum sínum: „Frá því stríðinu í Nigeríu lauk fyrir rúrnu ári, hefur engin skreið verið seld þangað að undanteknum nokkrum sölum til hernaðaryfirvalda Nigeríu. Ýmsir innflytjendur hafa skrifað til Samlagsins og látið í ljós þá von, að inn- flutningsleyfi verði væntanlega gefin út, en innflutningsbann á skreið er enn í gildi í Nigeríu. Engar upplýsingar eru til um það frá yfirvöldum í Nigeríu, hvort né hvenær leyfi verða veitt. Þvert á móti eru upplýsingar til um það, að yfirvöld Nigeríu leggja áherzlu á aukningu eigin fiskveiða, og stjórn Nigeríu hefur samið um kaup á nýsmíðuðum fiskiskipum í Evrópu og í Ghana. Skip þessi eru ætluð til fiskveiða í hafinu útaf Nígeríu. Fiskurinn verður frystur um borð. Frystihús hafa verið byggð í Lagos og einnig í Port Harcourt. Þaðan verður fiski dreift til ýmissa mark- aðs-borga. Viðskipta- og iðnaðarráðherra Nigeríu hefur lýst því opinberlega yfir á fundi

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.