Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1971, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1971, Blaðsíða 13
ÆGIR 55 lífi í landinu. Virðist vera hætta á því nú, að sú gróska sem sjávarútvegurinn hefur vakið í öðrum atvinnugreinum, leiði til þenslu í þeim, er síðan hitti sjávarútveg- inn aftur eins og svo oft hefur komið fyr- ir áður. Með verðstöðvunarlögunum á að gefast f*kifæri til að meta stöðu atvinnuveg- anna og er áríðandi, að það tækifæri verði notað til að treysta undirstöðuna og al- menningur í landinu átti sig á mikilvægi þess, að launahækkanir, sem eru umfram getu atvinnuveganna, eru óraunhæfar og leiða aðeins til vaxandi verðbólgu. Öll þjóðin þarf að standa saman um að koma í veg fyrir áframhaldandi víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags og vernda með því þann bata, sem orðið hefur í efnahags- málum þjóðarinnar frá erfiðleikaárunum 1967 og 1968. FULLTRÚAFUNDUR SAMÁBYRGÐAR ÍSLANDS MEÐ BÁTAÁBYRGÐARFÉLÖGUM Nýlega boðaði Samábyrgð Islands á úskiskipum til fundar með fulltrúum frá oataábyrgðarfélögum þeim, sem endur- . ry&gja hjá Samábyrgðinni, en slíkir fund- lr ei'u haldnir eigi sjaldnar en þriðja hvert ar. Fundurinn stóð yfir dagana 11. og 12. febrúar s.l. og sátu hann, auk stjórnar og orstjóra Samábyrgðarinnar, fulltrúar átta °átaábyrgðarfélaga víðsvegar að af land- lnu, en fulltrúar Skipatryggingar Aust- íjarða gátu ekki mætt vegna samgöngu- erfiðleika. Stjórnarformaður Samábyrgðarinnar, v-tthías Bjarnason alþingismaður flutti skýrslu stjórnarinnar, en auk hans fluttu eftirtaldir menn erindi á fundinum: Jón Erlingur Þorláksson, trygginga- fræðingur, ræddi um Tryggingasjóð fiskiskipa. K. Guðmundur Guðmundsson, trygg- ingafræðingur, ræddi um hringtrygg- ingar. Páll Sigurðsson forstjóri Samábyrgðar- innar, ræddi um starfsemi Samábyrgð- arinnar og bátaábyrgðarfélaganna. Á fundinum voru rædd ýmis málefni varðandi vátryggingarstarfsemi báta- ábyrgðarfélaganna og Samábyrgðarinnar og þar á meðal fyrirhuguð stofnun hring- trygginga innan Samábyrgðarinnar og bátaábyrgðafélaganna í þeirri mynd, að bátaábyrgðarfélögin taki að sér endur- tryggingar á áhættum hvers annars, þann- ig að áhættudreifingin verði öll innanlands og þá fyrst og fremst innan Samábyrgðar- innar og bátaábyrgðarfélaganna, en nú er áhættudreifingin innanlands 87,45% og er- lendis 12,55%. allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina EIMSK LESTRARBÓK handa sjómönnum Þar er að finna ensk heiti á öllum hlutum á skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.