Ægir - 01.03.1971, Blaðsíða 10
52
ÆGIR
mánuðum. Voru þá miklar ógæftir og lít-
ill afli, þá sjaldan gaf á sjó.
Síldveiðar í Norðursjó gengu vel sum-
armánuðina og var aflinn aðallega seld-
ur í Danmörku. Hins vegar gengu veiðarn-
ar illa síðari hluta ársins og fékkst lágt
verð fyrir aflann vegna þess hve síldin
var smá. Alls var seld síld í Danmörku og
Þýzkalandi fyrir 475 millj. kr. Auk þess
var nokkuð magn selt í Færeyjum.
Á þessu ári munu aðstæður til síldveiða
í Norðursjó breytast til óhagi’æðis fyrir
síldveiðibátana, því ákveðið hefur verið
að banna síldveiðar í maí og frá 20. ágúst
til 30. september innan marka, sem dregin
eru um 62° norður breiddar og 4° austur
lengdar. Heimilt mun hverri þjóð að veiða
1.000 lestir, meðan veiðibannið er í gildi,
enda verði síldin nýtt til manneldis. Eru
þessar ráðstafanir gerðar til styrktar síld-
arstofninum í Norðursjó og eru þær studd-
ar af íslenzkum yfirvöldum og útvegs-
mönnum.
Árangur af síldveiðum á heimamiðum
SV.-lands varð mjög slæmur og fiskuðust
nú aðeins 16.800 lestir af 50.000 lesta
kvóta. Hafa aflabrögð ekki orðið lakari í
annan tíma. Ekki var gerð tilraun til
veiða úti af Norður- og Austurlandi, en
fylgzt var með þeim veiðisvæðum af rann-
sóknaskipi, en án árangurs.
Vegna þessara breyttu viðhorfa verður
erfitt að hagnýta síldveiðibátana á því
tímabili, sem veiðar verða bannaðar í
Norðursjó, en betra er þó að taka þeim
erfiðleikum en ganga svo á síldarstofninn,
að hann verði í hættu í framtíðinni.
Veiðar á hörpudiski jukust mikið á ár-
inu og fundust ný fengsæl mið á Breiða-
firði og víðar. Miðað við aflabrögð s.l.
haust má vænta góðs af þessum veiðum í
framtíðinni, en vinnsla hörpudisks er mjög
vinnufrek og veitir því mörgum atvinnu.
Talið er að 30 manns hafi atvinnu við að
vinna afla eins báts, en á hverjum báti
eru 5—6 menn. Er þess að vænta, að þess-
ar veiðar komi að verulegu gagni fyrir út-
gerð minni báta síðari hluta árs, þegar
erfitt er um vik að gera þá út til annarra
veiða.
Ný og gjöful rækjumið fundust á árinu
við Eldey. Er nú mikill viðbúnaður til að
taka við rækju af þessum miðum á Suður-
nesjum. Hafa af því tilefni verið keyptar
margar rækjupillunarvélar, sem marg-
falda afkastagetu rækjuvinnslustöðvanna
miðað við handpillun.
Söluverð afurðanna:
Söluverð á framleiðsluvörum sjávarút-
vegsins reyndist mjög hagstætt á s.l. ári.
Fór afurðaverð frysts fisks og saltfisks
hækkandi og náði hámarki í árslok. Mjöl
og lýsi eru einnig í háu verði, en afurðir
þessar hafa minnkað mikið, frá því sem
var á síldarárunum um miðjan síðasta
áratug. Söluerfiðleikar eru enn á skreið.
Söluvei’ðmæti helztu afurða voru sem
hér segir miðað við fob-verð:
millj. kr.
Fryst fiskflök og aðrar frystar afurðir 5.208.373
Saltfiskur ............................ 1.162.867
Isvarinn fiskur (síld meðtalin) ....... 1.132.755
Mjöl .................................. 1.025.440
Saltsíld ................................ 456.240
Hrogn ................................... 271.368
Skreið .................................. 240.231
Lýsi .................................... 214.913
Hvalafurðir ............................. 161.467
Niðursoðnar eða niðurlagðar afurðir .. 142.857
Ótalið annað ..............................64.932
Samtals 10.081.443
Hefur útflutningur sjávarafurða ekki
áður náð 10 milljörðum, en erfitt er þó um
samanburð vegna breytinga á gengi ísl.
krónunnar. Verðmætisaukningin frá ár-
inu 1969 nemur 2.345 milljónum króna
eða 30.3%. Athuga ber að hér er um út-
flutningstölur að ræða, en ekki fram-
leiðslutölur og getur því verið um tilflutn-
ing að ræða milli ára í birgðum. Hlutur
sjávarútvegsins í heildarútflutnirgnum á
árinu 1970 nam 78.17%. Ef frá er talið ál,
var hlutur siávarútvegsins 90.1%.