Ægir - 01.03.1971, Blaðsíða 14
56
ÆGIR
NÝTT FISKISKIP
I desember s.l. var
nýju stálfiskiskipi
hleypt af stokkunum
hjá Stálvík h.f. í
Garðahreppi og hlaut
það nafnið Arnfirð-
ingur II GK 412.
Skipið er um 105
brl. að stærð, sér-
staklega teiknað til
togveiða auk línu- og
netaveiða.
Aðalvélin er af
Caterpillargerð 565
hö. Ulstein gír og
skiptiskrúfa.
I reynsluför reynd-
ist ganghraði skips-
ins 11.5 sjóm. Skipið
er búið öllum full-
komnustu fiskleitar-
og siglingatækjum, má þar nefna
Simrad Asdic og dýptarmæli, Kelvin
Hughes Radar (64 mílna), Loran, miðun-
arstöð, talstöð og Sharp sjálfstýringu.
Lest skipsins er búin fullkomnum kæliút-
búnaði, auk þess er hún sérstaklega gerð
fyrir kassafisk. Togspil er smíðað í Véla-
verkstæði Sig. Sveinbjarnarsonar h.f. og
er 16 tonna.
Eigandi skipsins er Arnarvík h.f., en
framkv.stj. þess er Hermann Kristjáns-
son.
Ægir óskar eiganda til hamingju með
hinn nýja farkost.
THE BELFAST ROPEWORK COMPAMY LTD., Belfast,
IMoróur-írlandi.
Framleiða allskonar kaðla, botnvörpugarn, netja-
garn, seglgarn, bindigarn, fiskilínur, botnvörpur
o. fl., úr manillu, sísal, grasi, mjúkum hampi, Teryl-
ene, Nylon og öðrum þekktum gerfiefnum.
BELFAST-verksmiðjan er stærsta fyrirtæki heims-
ins í sinni grein, og hefur selt framleiðsluvörur sín-
ar til Islands í áratugi.
Einkaumboðsmenn: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h. f.
ÆGIR
rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er
kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu-
sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í lsafold.