Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 8

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 8
62 ÆGIR (dumping). Það er staðreynd, að gert er í því að sigla með úrgangsefni á haf út og losa þau í sjóinn. Er hér um alls konar efni og drasl að ræða, bæði í sjálfu sér skaðlaus efni og ýmis eiturefni. Hin fyrr- nefndu spilla umhverfinu, t. d. þar sem um er að ræða fiskimið, og valda sjómönnum erfiðleikum og jafnvel tjóni og hættum, en hin síðarnefndu eru skaðleg hvar sem er. Vandinn er mikill og alþjóðlegur, þar sem um úthafið er að ræða í flestum tilfellum. Norðmenn og reyndar fleiri voru vel undir þennan lið búnir á ráðstefnunni og höfðu athuganir til staðfestingar máli sínu. Er þar fyrst frá að segja úrgangsefnum, sem varpað er í sjó í alls konar umbuöum —tunnum e'öa svonefndum olíufötum — og ööru drasli. Norsk fiskiskip, reyndar einnig þýzk, hafa fengið slíkt í vörpur sín- ar í Norðursjó, Skagerak, Kattegat og norður með Noregsströndum. Tunnurnar hafa stundum verið lekar, enda oft lítt til þeirra vandað, og sjórinn er ágengur vökvi (tæring, þrýstingur). Sjómenn rífa net sín á þessum hlutum, fá þunga og erfiða hluti að skipssíðu eða inn fyrir borðstokk, sem valda hættu eða erfiðleikum, og ekki minnkar það hættuna fyrir afla og menn, ef innihaldið er jafnframt eitrað. Danir hafa svipaða sögu að segja frá grunnsæv- inu við Láland og Falster. Einn ákveðinn staður á hafinu milli íslands og Noregs norðan við 65° n. br. er þekktur sem rusla- haugur 10.000 tunna með úrgangsefnum frá olíuefnaiðnaði í Þýzkalandi, efna sem eru skaðleg fyrir lífið í sjónum. Skipstjór- anum á viðkomandi skipi var greitt fyrir ómakið við framvísun á loggi, en það er hald manna, að allir séu ekki svo varkár- ir og að margur farmurinn sé losaður í hafið nær ströndum og á grunnsvæði. Annar flokkur mengunarefna, sem Norð- menn og Svíar lögðu áherzlu á á fundin- um, eru úrgangsefni plastefnaiönaöarins. Margir aðrir urðu reyndar til að benda á hættu þá, sem stafar af þessum efnum — svonefndum „alifatiskum" klórkolvatns- efnum (C-Cl) — en þau eru afarfjölbreyti- leg og skyld DDT. Þau eru ekki full- könnuð, en talin hættuleg lífverum þar sem þau safnast fyrir í þeim og eyðast seint. Eftir þeim niðurstöðum, sem liggja fyrir, er feitur fiskur næmari fyrir þessum efnum en annar fiskur og eins ungviði. Það skal tekið fram, að rannsóknir þessar eru mjög skammt á veg komnar og raunar erf- iðar í framkvæmd. Við athuganir á sveifl- um, er verða á stofnum ýmissa nytjafiska, verður að gera sér ljóst, að þar er vart um einn þátt að ræða, heldur flókið or- sakasamband fleiri þátta. Mælingar Norðmanna og Svía á Norð- ur-Atlantshafi sýna, að ofannefndra efna gætir allt frá Barentshafi, Noregi og Norðursjó að Islandi og Grænlandi, og hafa efnin valdið fiska- og seiðadauða í Norðursjó. Það er vitað, að þessum efn- um er hleypt í hafið bæði með skólpleiösl- um og ekki síður losun frá m. a. tankskip- um. Það er hald flestra, að tilvist þeirra í Norður-Atlantshafi bendi til staðbund- innar losunar, þ. e. að skip fari hingað norður eftir með úrgangsefnin og losi þau á svonefndu djúpsævi, bæði lausum og í umbúðum. Alvara málsins félst e. t. v. í því að slíkt skuli aðhafzt án þess að það sé látið vitnast. Áhrifa hafstrauma, bæði láréttra og lóðréttra, hlýtur einnig að gæta hvað snertir útbreiðslu efnanna í hafinu. Það skal tekið fram hér, að magn það, sem enn hefur fundizt af viðkomandi efn- um á Norður-Atlantshafi, er langt undir því marki, sem talið er að geti haft skaðleg áhrif á lífverur. Ekki er það þó nefnt hér til að draga úr þeirri hættu, sem stafar af úrgangsefnunum. Ýmsu fór fram um þessi mál á ráð- stefnunni og af flestra hálfu var lögð áherzla á gætni en þó ekki banni við notk- un hafsins sem ruslakistu fyrir úrgangs- efni. Goldberg, sérlegur ráðunautur Banda- ríkjaforseta um mengunarmál, lagði fram tillögu þess efnis að banna skyldi notkun hafsins sem ruslakistu fyrir efnafræðileg úrgangsefni, og hafði hann m. a. úrgang-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.