Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 10

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 10
64 ÆGIR Kanadamenn, en aðrar þjóðir, eins og t. d. Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og Portú- galar, kunna einnig að hafa áhuga á að gefin sé út sameiginleg yfirlýsing um mál- ið, og raunar einnig fiskneyzluþjóðir eins og t. d. Svíar og Bandaríkjamenn". Bagge frá Hafrannsóknastofnuninni í Charlottenlund, Danmörku, sagði þvínæst frá fundi olíufata á grunnsævi við Láland og Falster. Að því búnu tók Svíinn Jernelov frá sænsku „Vatns- og loftmengunarstofnun- inni í Stokkhólmi“ til máls og fjallaði um klórkolvatnsefnin og bar hann fram eftir- farandi tillögu fyrir hönd Norðurlanda- manna á ráðstefnunni: „Ráðstefnan hefur mjög miklar áhyggjur af losun klórkolvatnsefna í sjó- inn. Vegna ríkrar tilhneigingar þeirra til að safnast fyrir í lífverum og líffræði- legra áhrifa þeirra, jafnvel í smáum skömmtum, samfara hægfara eyðingu þeirra, mælir ráðstefnan með því, að auk- inni athygli sé beint að þessari tegund mengunar til verndar lífverum". Ýmsir aðrir lögðu orð í belg en ekki kom til neinnar ákvörðunar eða samþykktar um málin þennan dag. „Stjórnskipuð" yfir- nefnd fárra manna fjallaði síðar um fram- komnar tillögur og komu þær síðan aftur fram með breyttu orðalagi, eins og hér stendur: „Eitt sérstakt dæmi um mengun laut að losun úrgangsefna í úthöfin. Það var sér- staklega tekið fyrir sem vandamál, ekki einungis sem þáttur í mengun almennt, heldur einnig sem vandamál, er gæti stofn- að lífi og heilsu fiskimanna í hættu, og jafnvel sem hugsanlegt alþjóðlegt vanda- mál að því leyti sem slík losun fer fram utan landhelgi. Ráðstefnan mælir eindreg- i5 me5 því, að losun eitraðra úrgangsefna á viöurkenndum fiskibönkum og öðrum grunnslóbum verði bönnuð. Það var einn- ig viðurkennt, að jafnvel þó að um sé að ræða losun úrgangsefna í úthöfin undir nákvæmu eftirliti, sé þörf miklu meiri upplýsinga um mikilvæg atriði, o. s. frv.“ Eins og hér kemur fram þá er aöeins fjallaö um bann gegn losun á „fiskibönkum og öörum grunnslóöum“, en nánari rann- sóknir á öörum sviÖum, eins og losun á eiturefnum á djúpslóöum. Talsverðar umræður urðu um þessar endurskrifuðu tillögur og var um tíma svo komið, að í stað „fishing grounds“ var fjallað um „fishing areas“, en fyrir orð Þjóðverja var því aftur breytt í „grounds" af ótta við, að annars væri átt við allt út- hafið. Undirritaður lagði þá áherzlu á, að fiskimið væru ekki aðeins grunnmið og jafnframt að „viðurkennd fiskimið" væru ekki allt úthafið. Sömu reglur og að- stæður gætu heldur ekki gilt alls staðar á djúpsævi m. a. vegna mismunandi haf- fræðilegra aöstæöna eins og t. d. haf- strauma og blöndunar, og jafnvel hags- muna. Einnig ítrekaði ég fyrri orð mín, að losun eiturefna í hafið væri engin lausn vandans yfirleitt, hvort sem um grunnslóð eða svonefnda djúpslóð væri að ræða, held- ur væri losun eiturefna forkastanleg aö- ferö. Formaður fundar lét þó þar við sitja um „fishing grounds“ og sneri sér að næsta dagskráratriði. Ég hef helgað þessu máli um losun úr- gangsefna í hafið mestu rúmi í þessari skýrslu, þar sem ég tel það vera eitt meg- invandamál okkar af málefnum ráðstefn- unnar, og einnig hefur því lítill gaumur verið gefinn hingað til, en athyglin beinist í vaxandi mæli að þessu viðkvæma máli. 3) Kvikasilfursmengun. Fjallað var um kvikasilfursmengun í sjó á ráðstefnunni, m. a. um hörmulegar af- leiðingar hennar í Japan, þar sem tugn' manna létust og aðrir bækluðust af neyzlu á menguðum fiski. Heimildarkvikmynd vai" sýnd um efnið til áréttingar þessari voða- legu mengun. Fiskveiðar víða um heini hafa einnig beðið tjón af völdum kvika- silfursmengunar í fiski. Ráöstefnan benti á, aö unnt sé aö koma í veg fyrir þessa mengun, m. a. frá þeim verksmiöjum, seni nota kvikasilfursambönd, meö tiltölulegd

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.