Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 9

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 9
ÆGIR 63 frá plastefna- og olíuiðnaðinum í huga. ole frá Bretlandi, yfirmaður Hafrann- s°knastofnunarinnar í Lowestoft, lagðist tillögunni á þeim forsendum, að ráð- s efnuna sætu vísindamenn, en ekki sér- ^11' sendimenn ríkisstjórna, og væri það ®kki á þeirra færi að ákveða boð og bönn. retar eru ein þeirra þjóða, sem mjög nota Sei’ hafið til losunar á úrgangsefnum á meira eða minna skipulegan hátt. Mér Vlrðist sem Bandaríkjamenn gangi á und- an öðrum þjóðum eða stórveldum með und- ubúning að banni gegn slíkri meðferð eit- ai’efna — eftir taugagasmálið alkunna. ess ber þá að gæta, að í þeirra stóra landi ei’u betri möguleikar til losunar á úrgangs- ^fnum en í þéttbýlum iðnaðarlöndum Bvi-ópu. Athuganir Norðmanna og Svía voru Sei’staklega ræddar á ráðstefnunni, og aru vísindamenn frá Norðurlöndum sam- eiginlega fram tvær tillögur, sem byggðust a skýrslum þeirra um tunnur og annað lusl annarsvegar og eiturefni hinsvegar. Norðmaðurinn Grim Berge frá Hafrann- °knastofnuninni í Bergen hafði framsögu um fyrrnefnda efnið og lagði fram eftir- ai’andi tillögu fyrir hönd okkar frá Norð- Ul’löndunum: ’>Ráðstefnan gerir sér ljóst, að alvarlegt 'nndamál skapast fyrir fiskveiðar á nú- Verandi og hugsanlegum grunnmiðum, ef sökkt er í sjó umbúðum og öðrum hlutum, Seui hindrunum valda, og mælir með því a ráðstafanir verði gerðar til að slíku 'erði hætt. Ráðstefnan vill einnig vara v!, því, að skaðlegum efnum sé sökkt í sjó“. SíSasta, málsgreinin í tillögunni var sam- Vsemt ósk okkar íslenzku fulltrúanna, þar H< ni Norðmenn lögðu sérstaka áherzlu á 'Jl nv-nslóðir (grounds). Rvínæst tók undirritaður til máls og Sagði eftirfarandi með viðeigandi ávarps- orðum: »Ég vil láta í ljós þakklæti mitt til allra Pessai-a sérfræðinga fyrir framlag þeirra 1 a^ koma í veg fyrir mengun sj ávar, með hliðsjón af því hve lífið í sjónum og um- hverfi þess er þýðingarmikið fyrir þjóðir okkar margra, ef ekki mannkynið í heild. Við notfærum okkur hafið með ýmsu móti; sumir hagnýta sér lífræn efni þess með fiskveiðum, aðrir nota það til að sökkva í það úrgangsefnum. Hagnýtt gildi þess fyrir einstakar þjóðir er því mismunandi, t. d. fyrir hinar miklu iðnaðarþjóðir beggja megin Norður-Atlantshafs, sem jafnframt er gernýttasta veiðisvæði heimshafanna. Ég vil vekja athygli á þeim rannsóknum, sem norskir og sænskir vísindamenn hafa unnið á Norður-Atlantshafi, en þeir hafa fundið klórkolvatnsefni í sjónum og í líf- verum á þeim svæðum, sem þeir hafa rann- sakað. Þess ber einnig að geta, að rann- sóknir á DDT í lífverum í Grænlandshafi, sem Islendingar hafa gert, hafa gefið já- kvæða svörun. Ég vil leggja til, að þjóðir, sem að meira eða minna leyti byggja afkomu sína á fiskveiðum í Norður-Atlantshafi, en Is- lendingar eiga allt sitt undir þeim, leggi hér á þessum stað áherzlu á áhyggj- ur sínar út af svonefndri losun úr- gangsefna í úthöfin, sem raunar er mjög illa skilgreint hugtak, svo mjög sem allt er á reiki um fiskveiðilögsögu, landgrunn, þar sem ríkir einkaréttur þjóða til að rannsaka og hagnýta ólífræn- ar auðlindir þess, en ekki til fiskveiða o. s. frv. Það ætti alls ekki að leyfa, að sökkt sé úrgangsefnum í sjóinn, hvorki á svo- nefndum úthafssvæðum né landgrunns- svæðum, nema fyrir hendi sé örugg þekk- ing á því hvað verður um þessi úrgangs- efni, þekking, sem ekki er einungis reist á tilraunarannsóknum, heldur staðarrann- sóknum í náttúrlegu umhverfi. Það er slæm lausn á vandamáli iðnaðarþjóðanna að sökkva úrgangsefnum sínum í Norður- Atlantshafið langt undan landi á meðan ekki er vitað, hvort sú lausn er viðunandi. Þegar ég tala um þjóðir, sem hafa áhyggj- ur út af losun úrgangsefna í úthöfin, þá hef ég í huga, auk íslendinga — Norð- menn, Dani, Færeyinga, Grænlendinga og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.