Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 12

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 12
66 ÆGIR einnig orðið mikil hjá okkur, ef fram sæk- ir sem horfir. Við þurfum bæði að efla og samræma þær rannsóknir, sem nú eru gerðar á þessum sviðum og jafnframt leggja áherzlu á öflun nýrrar þekkingar og mannafla, m. a. með því að stuðla að því, að efnilegir námsmenn sæki nám í þær sérstöku háskóladeildir, sem komið hefur verið eða er verið að koma upp í nágrannalöndum okkar. Skipulag náms- efnis í slíkum deildum mun einkum bein- ast að líffræði, efnafræði og stærðfræði. Að öðru leyti tel ég, að Hafrannsókna- stofnunin geti hafið gagnasöfnun á hafinu umhverfis Island í samráði við þær stofn- anir, sem líklegastar eru til að geta unnið að efnagreiningum gagnanna, eins og t. d. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Ég vil leggja á það áherzlu, að ég tel ekki að þessu verkefni verði sinnt með því að kasta til þess höndunum í hjáverkum, heldur þarf að koma upp ákveðinni starfsaðstöðu manna, sem vinna bæði að nauðsynlegum undirstöðuathugunum og að því að fylgj- ast með framvindu mála, — vara við og koma í veg fyrir hugsanlegar hættur af völdum mengunar. Hugsanlegt er, að hér sé um að ræða svið, sem hafi þá sérstöðu á íslandi eins og svo mörg önnur svið vísinda vegna legu landsins og fámennis, að leita megi til alþjóðastofnana um ein- hverja framfylgju mála vegna hins al- menna vísindalega eðlis rannsóknaverk- efnisins. Ráðstefnan fjallaði einnig um 8) Aðstoö við þróunarlönd og 9) Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mannlegt umhverfi, sem haldin verður í Stokkhólmi 1972, og er tillögum og athugasemdum ráðstefn- unnar í Róm beint til ráðstefnunnar í Stokkhólmi til að vekja athygli á þýðingu hafanna og lífveranna í sjónum og nauð- syn þess að sporna við mengun þeirra. Tekið saman í rannsóknaleiðangri á r/s Bjarna Sæmundssyni í febrúar 1971. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur. ö-----------------------------------» Erlendar fréttir a-----------------------------------» Opinberir styrkir tii brezka úthafsflotans. Á árunum 1960 til 1970 nam opinber styrkur til brezka úthafsflotans 4.790 millj. kr. Þetta kom fram í skriflegu svari Priors, ráðherra land- búnaðar, fiskveiða og matvæla, við fyrirspurn frá McNamara þingmanni frá Hull í neðri málstof- unni. Þingmaðurinn hafði beðið ráðherrann að gera grein fyrir árlegum styrkjum til úthafsflotans á því tímabili, þegar það kerfi ríkti, að styrk- irnir voru miðaðir við úthaldsdaga, og áætlaðar upphæðir fram á mitt ár 1971. Fram til 1968 hafði styrkurinn verið miðaður við úthaldstíma og verið lægstur árið 1960—61, kr. 315,6 millj., og hæstur 1962—63, kr. 594,2 millj. Síðasta árið, sem gamla kerfið gilti (og lauk 31. júlí 1967), nam styrkurinn kr. 294,2 millj. Núverandi styrkjakerfi gildir frá ágústbyrjun 1968 til júlíloka í ár. Samkvæmt því fer styrkur- inn eftir úthaldi og aflaverðmæti skipanna. Grunnstyrkur að upphæð kr. 410 millj. er auk- inn um helming þess, sem á vantar að aflaverð- mætið nái kr. 820 millj. á tímabilinu, en skertur um helming þess, sem aflaverðmætið fer fram úr 820 millj. kr. Heildarupphæðin á ári er bundin við 840 millj. kr. hámark, og er við það miðað, að samanlagt aflaverðmæti og styrkir fari ekki fram úr kr. 1.470 millj. Á tímabilinu október 1968 til jafnlengdar 1969 nam styrkurinn samkvæmt þessu kerfi kr. 407 millj., þar af kr. 150 millj. vegna úthaldstíma. f svari ráðherrans kom fram, að áætlað er, að styrkurinn á tímabilinu október 1960 til jafn- lengdar 1970 muni nema kr. 320 millj. Þingmaðurinn spurði ráðherrann hvaða breyt- ingar í efnahags- og markaðsmálum fiskiðnaðar- ins mundu verða, ef Bretland gengi í Efnahags- bandalagið. Ráðherrann svaraði því, að viss atr- iði í stefnu Efnahagsbandalagsins í málefnum fiskiðnaðarins væru enn í mótun og eins og væri gæti hann ekki séð fyrir, hvaða breytinga í mál- efnum brezka fiskiðnaðarins væri þörf við inn- göngu Breta í bandalagið. — Fishing News. J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.