Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 01.05.1971, Blaðsíða 7
Æ GIR 101 Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur: Haf- og fiskirannsóknir HUMARVEIÐARNAR OG ÁSTAND HUMARSTOFNSINS 1970 Humaraflinn 1970 reyndist talsvert ^eiid en 1969, eða um 4.026 tonn á móti 3.512 tonnum. Kom þar til, að sóknin jókst jA’ tæpum 88 þús. togtímum 1969 í um 100 Pús. togtíma 1970, en meðalafli á togtíma a öllum veiðisvæðunum samanteknum var uinn sami bæði árin, eða um 40 kg. I töflu I er sýnd skipting humaraflans eftir svæðum árin 1965—1970. Hafa veiði- svæðin verið tekin saman á eftirfarandi úátt: Jökuldjúp (svæði 106 og 126), Heykjanesmið (146, 147 og 148), Vest- ^annaeyjamið (169 og 170), suðaustur- (152, 153 og 154) og loks önnur sv*ði, en af þeim má fremstan telja Sel- v°gsbanka (svæði 168) fyrir árið 1970. kýnir 1. mynd legu svæðanna. Mest áber- andi í töflunni er hlutfallsleg minnkun uumarveiða á Reykjanesmiðum á kostnað snðausturmiðanna, og er skýringin eink- Urn mun stærri humar og meiri afli á tog- tíma fyrir austan og því aukin sókn báta Pangað. Að sjálfsögðu mun verkfallið fyrri hluta sumars 1970 hafa ráðið ein hverju hér um og gæftir skipta alltaf ^niklu máli. . A 2. mynd er sýnt aflamagn, sókn og afli á togtíma síðan 1958. Kemur í ljós, að frá 1958-—1963 var um öra þróun veiðanna að ræða við fund nýrra miða og aukna sókn. Afli á togtíma var mjög mikill eins og eðlilegt er með nær ónýttan stofn og humarstærðin var góð, og mun ég víkja að því atriði nánar hér á eftir. Eftir hum- arvertíðina 1963 fór sóknarinnar í stofn- inn að gæta, og féll þá afli á togtíma all- verulega, sem er óhjákvæmilegt að ein- hverju marki, jafnt um humarveiðar sem og flestar aðrar veiðar. Á ái-unum 1967 og 1968 varð síðan mikil minnkun á heildar- afla þrátt fyrir gífurlega aukningu á sókn. Féll afli á togtíma þannig mikið, en á síð- ara árinu gætti þó nokkuð sérstakra sjáv- araðstæðna við Suðausturland vegna rek- íss þar um vorið, sem greint hefur verið frá nánar áður í „Hafrannsóknir 1968“ (sjá heimildarrit). Samt sem áður er greinilegt, að endurnýjun stofnsins á þessu tímabili stóð ekki undir veiðunum, líkleg- ast vegna lélegra árganga og/eða annarra óþekktra ástæðna. Síðastliðin tvö ár, 1969 og 1970, jókst aflamagn aftur á móti með aukinni sókn og afli á togtíma hélzt jafn bæði árin eða um 40 kg, á móti 30 kg á togtíma, er aflinn var minnstur 1968. Rannsóknir á aflasamsetningunni og þá einkum lengdardreifingu, en beinar að- Tafla I. Skipting liumaraflans eftir svæðum 1965—1970. 106 og 126 146,147 og 148 ! 152, 153 og 154 169 og 170 Önnur svæði Samtals Tonn % Tonn % 1 Tonn % Tonn % Tonn % Tonn % 1965 280.4 7.6 2.082.0 56.2 772.0 20.8 391.2 10.5 180.4 4.9 3.706.0 100.0 1966 94.6 2.7 1.266.6 36.6 1.433.7 41.4 451.9 13.0 218.2 6.3 3.465.0 100.0 1967 189.4 6.9 1.125.5 41.2 646.2 23.7 509.9 18.7 260.0 9.5 2.731.0 100.0 1968 207.6 8.3 1.226.4 49.3 371.5 14.9 471.9 19.0 211.6 8.5 2.489.0 100.0 1969 165.9 4.7 1.360.4 38.7 915.8 26.1 637.6 18.2 431.8 12.3 3.511.5 100.0 1970 277.8 6.9 1.211.8 30.1 1.501.7 37.3 760.9 18.9 273.8 6.8 4.026.0 100.0 /ivntM ^ Ækurejm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.