Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1972, Síða 8

Ægir - 15.10.1972, Síða 8
330 Æ GIR Aukið eftirlit með möskvasfærð. Á árinu var mjög aukið eftirlit af hálfu Landhelgisgæzlunnar með að möskvastærð- arákvæðum væri hlýtt, svo og eftirlit með þorska- og ýsunetum. Segja má að eftirlit þetta hafi leitt til þess að skipstjórnarmenn séu betur vakandi varðandi gildandi regl- ur en áður, enda fer þeim fækkandi er kærðir hafa verið fyrir brot á áðurnefnd- um reglum. Bann við laxveiðum í sjó. Á ársfundi Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í maí 1971 varð samkomulag um bann við lax- veiðum á tilteknu svæði undan Noregs- ströndum til þess að koma í veg fyrir út- þenslu veiðanna. Á fundinum lögðu Bretar til að lokað yrði svæði undan Bretlands- og írlandsströndum og var það samþykkt. Samkomulag um takmörkun á veiði norsk- íslenzku síldarstofnanna. Samkomulag varð milli Islands, Noregs og Sovétríkjanna um takmörkun á veiði norsk-íslenzku síldarstofnanna á árinu 1971, sem veiddiy eru á skýrslusvæði Al- þjóðahafrannsóknarráðsins Nr. I, II og Vb (svæðið norðan 62 n. br. og austan 11. v. lgd. og við Færeyjar). Áður hefur verið gerð grein fyrir þessum takmörkunum í Ægi (22. tbl., 1970). Reglugerð um 'veiðar á ICNAF-svæðinu 1971. Eftirfarandi reglugerðir tóku gildi á ICNAF-svæðinu á árinu 1971, til viðbótar þeim, sem fyrir voru eða í framhaldi af þeim. Lax: Fjöldi og afli einstaki’a skipa má ekki fara fram úr veiði ársins 1969. Úthafs- veiðar voru bannaðar fyrir 31. júlí og eftir 30. nóv. Bannað var að nota togvörpur. Ennfremur var bannað að nota net úr eins þáttar garni („monofilament") og toglín- ur (,,troll“)'. Reglugerð þessi gekk í gildi 8. marz 1971 fyrir öll aðildarlöndin nema Rúss- land. Yellowtail flounder: Á undirsvæði 5 (Subarea 5) skulu gilda eftirfarandi ákvæði fyrir árið 1971: Aust- an 69° v. 1. má hámarksaflamagn vera 16.000 lestir en vestan þessa lengdarbaugs 13.000 lestir. Ennfremur skulu fyrir þessa tegund gilda sömu ákvæði um möskvastærð og fyrir voru á svæðinu fyrir þorsk og ýsu. Þessi reglugerð gekk í gildi 7. jan. 1971. Möskvastærð: Ýmsar breytingar á möskvastærðar- ákvæðum tóku gildi á árinu. Á undirsvæði 2 (Subarea 2) var tekin upp 130 mm möskvastærð. Þessi ákvæði tóku gildi 7. jan. 1971 fyrir öll löndin nema Pólland, Portúgal og Spán, en fyrir þau skal þessi reglugerð taka gildi 1. jan. 1972. Á undirsvæði 3 (Subarea 3) tóku sams- konar ákvæði gildi (130 mm möskvastærð) 15. apríl 1971 fyrir öll löndin nema þau sömu og að ofan greinir og Kanada. Fyrir Pólland tekur þessi regla þó gildi 1. jan. 1972. Selur: Selveiðar á svæðinu skulu takmarkast við 245.000 dýr og og veiðitímabil ákveðið 12. marz til 24. apríl 1971. Ákvæðin tóku gildi 7. jan. 1971. Eftirlit með reglum: Reglur um sameiginlegt eftirlit með að fiskveiðiákvæðum verði framfylgt, var komið á. Útnefndir eftirlitsmenn aðildar- landanna mega fara um borð í veiðiskip hvers annars til eftirlits. Ákvæði þessi gengu í gildi 7. jan. 1971 og komu til framkvæmda 1. júlí 1971 og gilda fyrir öll aðildarlöndin nema hvað Rússland, Pólland og Rúmenía eru undan- þegin athugunum á afla og veiðarfærum neðan dekks. Ýmsar breytingar voru framkvæmdar a veiðitakmörkunum, t. d. á ýsu í krafti eldri heimilda án þess að til nýrra heimildar- ákvæða kæmi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.