Ægir

Årgang

Ægir - 15.10.1972, Side 22

Ægir - 15.10.1972, Side 22
344 ÆGIR Framleiðsla sjávarafurða 1968—1971 Svo sem vænta mátti endurspeglast sam- drátturinn í aflanum í framleiðslu sjávar- afurða. Heildarminnkun framleiðslu- magns nam 6.2 % miðað við árið á undan. Er það nokkru minna en sá samdráttur, sem átti sér stað í heildarveiði og stafar mismunurinn af tilfærslu milli verkunar- greina. Öll á þessi minnkun rætur sínar að rekja til minnkunar í framleiðslu þorsk- afurða, sem nam 12.4%. Innan þorskafurðanna varð mestur sam- dráttur í skreiðarverkun og nam fram- leiðsla skreiðar einungis tæpum 10% af því sem hún varð á árinu áður. Saltfisk- verkun jókst hinsvegar nokkuð og má gera ráð fyrir, að þar spili inn í sá samdráttur, sem varð í skreiðarverkuninni. Eins hefur þessi samdráttur í verkun skreiðar haft sín áhrif á frystínguna, þar sem samdráttur í henni varð hlutfallslega minni en heildar- samdrátturinn í framleiðslu þorskafurða. Hins vegar er vart við því að búast að eins mikil tilfærsla hráefnis geti átt sér stað á milli frystingar og skreiðarverkunar annarsvegar og söltunar og skreiðarverk- unar hins vegar, þar sem meiri munur er á gæðakröfum til hráefnis að því er varð- ar fyrri samstæðuna, en þá síðari. Engu að síður hefur þessi tilfærsla átt sér stað beint eða óbeint. í öðru lagi eru ástæðanna fyrir aukningu saltfiskverkunar og tiltölu- lega lítil minnkun frystingar að leita í samdrætti í sölum ísfisks erlendis. Kann sá samdráttur að hafa öllu meiri áhrif á frystinguna en samdráttur skreiðarverkun- ar. Eins koma þarna til áhrif frá breyt- ingum, sem urðu á tegundasamsetningu aflans þar sem einstakar tegundir henta misvel einstökum vinnslugreinum. Einungis óveruleg breyting átti sér stað á framleiðslu mjöls og lýsis úr þorsk- fiskum. Nemur samdráttur í þeirri fram- leiðslu aðeins 2.6%. Stafar þetta að mestu af aukinni bræðslu karfa, en nærri lætur að helmingi meira af karfa hafi verið nýtt á þennan hátt, en árið áður. Má sennilega rekja mest af því til aukinna landana tog- aranna hér heima. Þó virðast gæði karf- ans hafa verið eitthvað lakari, þar sem aukningin í þessari vinnslu er tiltölulega meiri en heildaraflaaukning karfans. Hef- ur því hærra hlutfall karfans farið til bræðslu en á fyrra ári. Verulegur samdráttur átti sér stað í út- flutningi ísfisks og nam útflutningsmagn nú aðeins tæpum helmingi þess, sem það var á árinu áður. Ástæðurnar fyrir þessu eru raktar í yfirlitinu yfir togarana og ekki þörf á að endurtaka þær hér. Sú verkunargrein, sem sýndi hvað hag- stæðasta þróun á árinu í vinnslu á þorsk- afurðum var niðursuðan. Þótt aukningin í þeirri grein sé að magni til lítil er hún þeim mun meiri tiltölulega. Meginorsök þessarar aukningar er að hafin var í veru- legum mæli niðursuða þorskhrogna. Voru verkaðar á sjötta hundrað lestir af hrogn- um á þennan hátt en á árinu 1970 var þessi framleiðsla engin. Að magni til sýndu síldar- og loðnuaf- urðir mun hagstæðari þróun á árinu en þorskafurðirnar. Talsverð aukning varð í heild, eða 9,3%. Frysting loðnu fyrir Japansmarkað rúrn- lega tvöfaldaðist á árinu en frysting á síld dróst saman að talsverðu marki. Heildar- breytingin á þessari verkun nam þó um 21.4%. Svo sem vænta mátti með minnk- andi síldarafla hér við land varð töluverð- ur samdráttur í söltun síldar. Nam minnk- unin 18.7%. Hagstæðast var útkoman á nýrri og ísaðri síld, sem leiðir af auknum veiðum í Norðursjó. Nánar er farið út i þá sálma í yfirlitinu yfir síldveiðarnar. Þar sem loðnuafli minnkaði á árinu um tæpm' 9000 lestir, ásamt með aukinni frystingu loðnu var við samdrætti í framleiðslu mjöls og lýsis að búast. Nam sá samdrátur 10.9

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.