Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 22

Ægir - 15.10.1972, Blaðsíða 22
344 ÆGIR Framleiðsla sjávarafurða 1968—1971 Svo sem vænta mátti endurspeglast sam- drátturinn í aflanum í framleiðslu sjávar- afurða. Heildarminnkun framleiðslu- magns nam 6.2 % miðað við árið á undan. Er það nokkru minna en sá samdráttur, sem átti sér stað í heildarveiði og stafar mismunurinn af tilfærslu milli verkunar- greina. Öll á þessi minnkun rætur sínar að rekja til minnkunar í framleiðslu þorsk- afurða, sem nam 12.4%. Innan þorskafurðanna varð mestur sam- dráttur í skreiðarverkun og nam fram- leiðsla skreiðar einungis tæpum 10% af því sem hún varð á árinu áður. Saltfisk- verkun jókst hinsvegar nokkuð og má gera ráð fyrir, að þar spili inn í sá samdráttur, sem varð í skreiðarverkuninni. Eins hefur þessi samdráttur í verkun skreiðar haft sín áhrif á frystínguna, þar sem samdráttur í henni varð hlutfallslega minni en heildar- samdrátturinn í framleiðslu þorskafurða. Hins vegar er vart við því að búast að eins mikil tilfærsla hráefnis geti átt sér stað á milli frystingar og skreiðarverkunar annarsvegar og söltunar og skreiðarverk- unar hins vegar, þar sem meiri munur er á gæðakröfum til hráefnis að því er varð- ar fyrri samstæðuna, en þá síðari. Engu að síður hefur þessi tilfærsla átt sér stað beint eða óbeint. í öðru lagi eru ástæðanna fyrir aukningu saltfiskverkunar og tiltölu- lega lítil minnkun frystingar að leita í samdrætti í sölum ísfisks erlendis. Kann sá samdráttur að hafa öllu meiri áhrif á frystinguna en samdráttur skreiðarverkun- ar. Eins koma þarna til áhrif frá breyt- ingum, sem urðu á tegundasamsetningu aflans þar sem einstakar tegundir henta misvel einstökum vinnslugreinum. Einungis óveruleg breyting átti sér stað á framleiðslu mjöls og lýsis úr þorsk- fiskum. Nemur samdráttur í þeirri fram- leiðslu aðeins 2.6%. Stafar þetta að mestu af aukinni bræðslu karfa, en nærri lætur að helmingi meira af karfa hafi verið nýtt á þennan hátt, en árið áður. Má sennilega rekja mest af því til aukinna landana tog- aranna hér heima. Þó virðast gæði karf- ans hafa verið eitthvað lakari, þar sem aukningin í þessari vinnslu er tiltölulega meiri en heildaraflaaukning karfans. Hef- ur því hærra hlutfall karfans farið til bræðslu en á fyrra ári. Verulegur samdráttur átti sér stað í út- flutningi ísfisks og nam útflutningsmagn nú aðeins tæpum helmingi þess, sem það var á árinu áður. Ástæðurnar fyrir þessu eru raktar í yfirlitinu yfir togarana og ekki þörf á að endurtaka þær hér. Sú verkunargrein, sem sýndi hvað hag- stæðasta þróun á árinu í vinnslu á þorsk- afurðum var niðursuðan. Þótt aukningin í þeirri grein sé að magni til lítil er hún þeim mun meiri tiltölulega. Meginorsök þessarar aukningar er að hafin var í veru- legum mæli niðursuða þorskhrogna. Voru verkaðar á sjötta hundrað lestir af hrogn- um á þennan hátt en á árinu 1970 var þessi framleiðsla engin. Að magni til sýndu síldar- og loðnuaf- urðir mun hagstæðari þróun á árinu en þorskafurðirnar. Talsverð aukning varð í heild, eða 9,3%. Frysting loðnu fyrir Japansmarkað rúrn- lega tvöfaldaðist á árinu en frysting á síld dróst saman að talsverðu marki. Heildar- breytingin á þessari verkun nam þó um 21.4%. Svo sem vænta mátti með minnk- andi síldarafla hér við land varð töluverð- ur samdráttur í söltun síldar. Nam minnk- unin 18.7%. Hagstæðast var útkoman á nýrri og ísaðri síld, sem leiðir af auknum veiðum í Norðursjó. Nánar er farið út i þá sálma í yfirlitinu yfir síldveiðarnar. Þar sem loðnuafli minnkaði á árinu um tæpm' 9000 lestir, ásamt með aukinni frystingu loðnu var við samdrætti í framleiðslu mjöls og lýsis að búast. Nam sá samdrátur 10.9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.