Ægir

Volume

Ægir - 15.10.1972, Page 30

Ægir - 15.10.1972, Page 30
352 ÆGIR SKIPASTÓLLIIVIV 1971 Að venju verður hér gerð grein fyrir öllum breytingum, sem hafa orðið á fiski- skipastólnum á s. 1. ári og er þá miðað við áramót, eins og venja hefur verið. Það skal tekið fram að yfirlit það er birtist í Sjómannaalmanakinu er miðað við 15. desember 1971. Til fróðleiks er hér birt skrá yfir öll skip er bættust við skipastól- inn á s. 1. ári, er fjöldi þeirra sem hér segir. 67 skip skrásett á árinu samt. 9.426 br. rúml. 21 skip tekin af skipaskrá samt. 5.565 br. rúml. Fjölgun 46 skip samt. 3.861 br. rúml. Samkvæmt þeim upplýsingum er Fiski- félagið hefur um stærð ísl. fiskiskipastóls- ins í árslok 1971 er talið að hann hafi verið eins og meðfylgjandi tafla ber með sér og til samanburðar flotans eins og hann var talinn í árslok 1970. 1970 1971 Br. Br. Fjöldi rúml. Fjöldi rúml. 1. Hvalveiðiskip 4 1.973 4 1.973 2. Togarar 23 16.837 22 15.993 3. Önnur fiskiskip 742 59.734 791 61.052 Samtals 769 78.544 817 79.018 4. Opnir vélbátar 1.094 3.350 1.034 3.246 Samtals 1.863 81.894 1.851 82.364 Rétt er að geta þess í sambandi við brúttó rúmlesta stærð fiskiskipaflotans, að erfitt er um samanburð milli ára, því mikl- ar endurmælingar skipa, samkvæmt hinum nýju mælingareglum hafa átt sér stað á árinu eða 50 skip sem hafa verið mæld niður og 5 sem hafa verið mæld upp. Til samanburðar voru 66 skip endurmæld árið 1970 og 89 endurmæld 1969. Til fróðleiks má nefna að þau skip er byggð voru í A-Þýzkalandi 1965 mældust þá samkvæmt eldri reglunum 264 br. rúml. en endurmæld samkvæmt hinum nýju regl- um mælast þau um 208 br. rúmlestir. Öll nýsmíði svo og skip sem skrásett eru hér í fyrsta sinn eru mæld samkvæmt nýju reglunum. I Sjómannaalmanaki Fiskifélagsins eru öll skip sem mæld hafa verið niður auð- kennd með stjörnu aftan við br. rúml. stærð þeirra. Eins og fram kom í meðfylgjandi skrá yfir skip er bættust við ísl. flotann á síð- asta ári svo og í skrá yfir skip er tekin voru af skrá af ýmsum orsökum, verður fjölgunin í ísl. fiskiskipastólnum þessi: 1. Skip smíðuð innanlands 46 2. Skip keypt erlendis frá 8 3. Skip endurbyggð og dekkuð 9 Samtals 63 4. Fiskiskip tekin af skipaskrá 15 fjölgun 48 Auk þessa bættist eitt skip við fiski- skipastólinn en það var björgunarskipið m/b Elding MB-14 sem var breytt í fiski- skip á árinu og gefið nafnið Arnarboi'g GK-75. Samkvæmt þessu hefur heildarfjölgunin í fiskiskipaflotanum orðið 49 skip samtals 1.318 br. rúmlestir og er þar meðalstærð skipanna um 27 br. rúmlestir. Um síðustu áramót var vitað um 12 fiskiskip er ekki stunduðu veiðar á árinu 1971. Nokkur þeirra voru í viðgerð, en önnur munu varla róa til fiskjar meir, og munu því bráðlega verða tekin af skipn- skrá. Til fróðleiks birtist hér einnig tafln (1972) þar sem fiskiskipastólnum, öðruni en togurum, hvalbátum og opnum vélbát- um, hefur verið raðað eftir ýmsum stævð- arflokkum og til samanburðar töflur fyrn' árin 1966 og 1971.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.