Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 5

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT: RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 6 6. ÁRG. 20. TBL. 15. NÓV. 1973 Fiskiþing 385 Frá 32. Fiskiþingi 386 Ályktanir 32. Fiskiþings 388 Útgerð og aflabrögð 393 Bráðabirgðasamkomu- lagið við Breta 398 Ný fiskiskip: Dagstjarnan KE 9 403 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG (SLANDS HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 600. KR. ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Fiskiþing 32. Fiskiþingi er lokið. Þetta þing markar á margan hátt tímamót og er fyrsta reglulega þingið, sem situr eftir nýjum lögum Fiskifélagsins, sem samþykkt voru á seinasta ári. Mikilvægasta breytingin er sú, að á þessu þingi sátu fulltrúar hagsmunasamtaka sjávarút- vegsins. Má því ætla, að þær tillögur, sem frá þinginu komu séu betur í samræmi við heild- arhagsmuni og skoðanir sjáv- arútvegsmanna, enda er það megin tilgangurinn. Þá hefur þingtímanum verið breytt þannig, að nú kemur þingið saman að hausti til í stað vetrar áður. Eins kemur þingið nú saman árlega í stað þess að áður kom það saman á tveggja ára fresti. Allar þessar breytingar miða að því, að sjávarútvegur- inn geti eignast sameiginlegan málsvara og vettvang, þar sem unnt er að taka sameiginleg hagsmunamál til umræðu og móta hugmyndir um hvernig menn vilja að staðið sé að mál- um. Er ekki sízt brýn þörf fyrir þetta nú, þegar fram- vinda tímanna er í átt til sí- aukinna afskipta opinberra aðlia af atvinnuvegunum. í þessu efni stendur sjávar- útvegurinn hallari fæti en margir aðrir atvinnuvegir, enda flóknari að uppbyggingu, innbyrðis samskipti meiri og oft á tíðum grunnt á andstæð- um hagsmunum, sem leiða vilja til árekstra, en einmitt þessvegna er meiri ástæða til að hann komi sér saman. í þessu og næstu blöðum mun Ægir birta helstu tillög- ur 32. Fiskiþings, sem við væntum að leiði til nokkurs ábata fyrir atvinnuveginn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.