Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 22

Ægir - 15.11.1973, Blaðsíða 22
sammála öðrum nefndarmönn- um í utanríkismálanefnd, höf- um við kosið að skila séráliti til þess að koma sérstaklega sjónarmiðum okkar í máli þessu á framfæri. Alþingi, 12. nóv. 1973. Geir Hallgrímsson, frsm. Matthías Á Mathiesen. BBEYTINGAKÍTILLAGA Bjarna Guðnasonar. Breytingartillaga við till. til þál. um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að ganga frá bráðabirgðasamkomulagi við ríkisstjórn Bretlands um veið- ar breskra togara. Aftan við tillögugreinina bætist: Ályktun þessi öðlast aðeins gildi að undangenginni þjóðar- atkvæðagreiðslu um bráða- birgðasamkomulagið, enda hljóti það stuðning meiri hluta kjósenda. Afgreiðsla þingsályktunar- tillögunnar. Miðvikudaginn, 14. nóv., var þingsályktunartillagan sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli í Sameinuðu þingi með 54 at- kvæðum gegn 6 (5 atkv. Sjálf- stæðismanna og BjarnaGuðna- sonar). 12 þingmenn af þeim sem samþykktu tillöguna, gerðu sérstaka grein fyrir atkvæðum sínum, og einnig Pétur Sig- urðsson, af þeim sem á móti voru. Samningurinn gekk þeg- ar í gildi að lokinni samþykkt Alþingis með því, að þeir skiptust samdægurs á orð- sendingum og tókust í hendur, Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra og John McKenzie, sendiherra Breta á íslandi. NÝ FISKISKIP Framhald af bls. 403. Dýptarmælir: Simrad EK 50. Dýptarmælir: Simrad EK 38. Fisksjá: Simrad CB 2. Talstöð: Sailor T 122/R 106, 400 W SSB. Örbylgustöð: 2 stk. Simrad VH Fon, PC3, 25W. Af öðrum tækjum má nefna seguláttavita í stýrishúsþaki; Panorama stýrisútslagsmælir; rafmangsstýring á 3 stöðum í stýrishúsi; vegmælir frá Berg- en Nautik A/S; kallkerfi frá Phonico. í skipið verður sett asdik- tæki, Simrad SK 3, og netsjár- tæki, Simrad FB 2 með Simrad EX sjálfrita. Á skipinu verður 15 manna áhöfn. Skipstjóri á Dagstjörn- unni KE er Ragnar Franzson og 1. vélstjóri Hermann Frið- finnsson. Framkvæmdastjórar Sjöstjörnunnar h.f. eru Krist- inn Kristinsson og Einar Kristinsson. Ægir óskar eigendum °% áhöfn til hamingju með þetta glæsilega skip. ÞEIR FISKA SEM RÓA MEÐ VEIÐARFÆRiN FRÁ SKAGFJÖRÐ 402 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.