Ægir - 15.02.1974, Síða 6
Ásgeir Jakobsson:
Sjóvinnukennsla
— sögulegt ágrip
Inngangur.
Þegar ljóst varð, að fyrir dyrum stæði að
endurnýja togaraflota landsmanna með nýrri
gerð skipa og jafnframt fjölga togurum, varð
kunnugum mönnum um leið ljóst, að endur-
hæfingar var þörf bæði í skipstjóra- og vél-
stjórastéttinni. Aðstaðan við veiðamar var að
ýmsu leyti með öðrum hætti en verið hafði
á hinum hefðbundnu togskipum og togara-
skipstjórar þurftu að aðhæfa sig þessum
breyttu aðstæðum. Sama átti við um vélstjórn-
armennina, þar sem vélbúnaður og tæki nýju
skipanna var um margt ólíkur því, sem gerð-
ist á þeim eldri og hefðbundnu.
Fiskifélagið hafði nokkra forgöngu í þessu
endurhæfingarstarfi. Það voru kallaðir saman
haustið 1971 nokkrir skipstjórar og haldnir
með þeim tveir fundir, sem Þorsteinn Gísla-
son skipstj. stjórnaði og síðar komu saman
nokkrir framámenn vélstjóra í sama augna-
miði.
Menn voru yfirleitt sammála um það, að
bezt væri að endurhæfingarstarfsemin væri á
vegum sjómannaskólanna, ef því yrði við-
komið.
Vélskólinn hefur þegar hafið, með góðum
árangri, endurhæfingarnámskeið fyrir vél-
stjórnarmonnina, og Stýrimannaskólinn á
ýmsan hátt lagað sína kennslu að hinum
breyttu aðstæðum, þó að þar sé enn ekki um
sérstök endurhæfingarnámskeið fyrir eldri
skipstjóra að ræða, enda töldu marg:r skip-
stjórnarmenn að sér kæmi betur að fara út
með skuttogurum en setjast á námskeið í landi,
þar sem þeir þurftu meira að kynna sér með-
ferð veiðarfærisins og aðstæðurnar við veið-
arnar, en tækjanna, sem voru mörg þau sömu
og þeir höfðu áður notað. Af þessu tilefni
skrifaði fiskimálastjóri kollega sínum í Fær-
eyjum, og bað hann að liðsinna íslenzkum
skipstjórum, sem vildu fara út með fær-
eyskum skuttogurum, og varð hann vel við
þeim tilmælum. Það má því segja, að endur-
hæfingarstarfið sé komið á sæmilegan rekspöl,
að því er lýtur að yfirmönnum. En þeir fiska
nú lítið einir enn þá, skipstjórarnir og vél-
stjórarnir, og það þurfti líka að huga að kunn-
áttu hásetanna.
Það hefur um langt árabil verið hörgull á
netamönnum á togveiðiflotanum, einkum tog-
bátunum og fjölgun togara hlaut að gera þenn-
an hörgul enn tilfinnanlegri.
Þegar nýsköpunartogararnir voru að koma
á fimmta og sjötta áratug aldarinnar varð
nokkur hreyfing í þá átt að kenna unglingum
netabætingu og netavinnu í landi, vegna þess
að menn töldu að meira lægi á að fjölga neta-
mönnum en svo að hin hefðbundna kennslu-
aðferð nægði. Hin hefðbundna aðferð hefur
verið sú, að unglingamir lærðu netavinnuna og
reyndar öll önnur sjóvinnubrögð um borð í
skipunum á veiðum. Þessi gamla aðferð er
vissulega góð og hefur reynzt okkur vel, en
hún er seinleg og ýmsum annmörkum háð,
ekki sízt, ef mikið liggur við að fjölga neta-
mönnum og mönnum sem kunna almennt til
verka um borð.
Það þurfti náttúrlega fyrst og fremst e:n-
hver að vera um borð, sem hefði vilja og þekk-
ingu til að segja unglingum til og þeim varð
að gefast einhver tími til þess, en þegar skip
er á veiðum er oft lítill tími til kennslu. Það
var þó ekki nóg að einhver um borð gæti og
vildi gefa sér tíma til að kenna unglingi, það
varð líka að vera um borð, unglingur sem vildi
leggja það á sig að læra, en til bess varð hann
máski að standa frívaktir og taka á sig námið
utan hins reglulega vinnutíma á dekki. Ef
skipum fjölgaði ekki ört, dugði flotanum þó
þessi seinlega og handahófskennda aðferð til
að endurnýja nægjanlega netamannahópinn.
42 — ÆGIR