Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.02.1974, Qupperneq 7

Ægir - 15.02.1974, Qupperneq 7
Menn urðu þó fljótt sammála um, að með slíkri fjölgun skipa yrði hefðbundna aðferðin alltof seinvirk, þegar svo við bættist að skortur var fyrir á netamönnum á togaraflotanum. Á ný- sköpunarárunum leystist málið þó mest sem íyrr af sjálfu sér, enda togbátar þá enn fáir og netamannastofninn af gömlu togurunum var enn stór, og það reyndist því nægja sæmilega nýsköpunartogurunum að endurnýja neta- niannahópinn með gömlu aðferðinni. Nú, við þessa síðari nýsköpun togaraflotans, horfði málið öðruvísi við. Togararnir voru orðnir fáir og mikill hluti netamanna á þeim fáu skipum sem eftir voru, voru fullorðnir menn, margir að búa sig undir að hætta, og svo bættist við síaukinn togbátafloti. Það var því flestum ljóst að hefðbundin kennsluaðferð- in væri alltof seinvirk til að bæta úr þeirri þörf fyrir netamenn, sem sjáanlega yrði. Uppliaf sjóvinnunámskeiða. Það er áreiðanlega erfitt að henda reiður á, hvenær fyrst var farið að kenna sjóvinnu á námskeiðum í landi. Það hefur sjálfsagt alltaf yerið eitthvað reynt í sjávarplássunum um araraðir. Það var einnig víða lenzka þó ekki v®ri um bein námskeið að ræða, að gamlir sjómenn kenndu unglingum sem til þeirra leituðu í landi, ýmsa vinnu við veiðarfæri, svo sem að setja upp lóðir, fella net, splæsa línur °S tóg og seglasaum. Ekki er mér þó kunn- u&t um að um reglulegt námskeiðahald hafi verið að ræða svo árum skipti, nema af hálfu Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Það voru víða ynasir annmarkar á námskeiðahaldi til kennslu 1 netavinnu við botnvörpu. Víða í línuplássun- nm var enginn maður til staðar til kennslunn- ar> og þó svo væri, þá var starfið svo stopult illa launað, aðstaða oft slæm og alltaf yvissa um framhaldið, þar sem enginn bar abyrgð á þessari starfsemi og engum skylda til &ð veita fé til hennar. Hæfir menn nenntu því ekki að standa í þessu né sleppa öðrum störf- um vegna þess. Þátttaka var oft slæleg, þar sem reynt var að halda námskeið, sjálfsagt 1 °g með vegna þess, að það vantaði alltaf menn á fiskiflotann og unglingar gátu ráðið sem fullgilda háseta án þess að leggja á S1g áður nám í landi. Það var sem sé ekki hugsað fyrir neinum hvata til örvunar ung- hnganna. Þeir áttu bara að gera þetta af ein- skærum áhuga og með sínu lögboðna skyldu- námi. Af þessu sem að framan er sagt hefur námskeiðshaldið reynzt hvarvetna mjög stop- ult og sumstaðar alveg fallið niður. Nú voru menn samt sammála um það, að fljótvirkasta aðferðin til að sjá flotanum fyrir netamönnum væri kennsla á námskeiðum, en jafnframt var mönnum ljóst að það varð að treysta betur grundvöllinn fyrir slíkum nám- skeiðum. Það þurfti að finna hæfa kennara og þá kenna kennaraefnum, ef engir fundust í plássunum, og það þurfti að tryggja þessum mönnum sæmileg laun og helzt að um fram- hald yrði að ræða frá ári til árs og einnig þurfti að sjá fyrir góðu kennsluhúsnæði. Það mál er lengi búið að vera á döfinni hjá Fiskifélagi íslands og á Fiskiþingum að efla og treysta námskeiðafyrirkomulagið. Og á síðasta ári gaf það út kennslubækling í þessu augnamiði. Fjárskortur hefur valdið því, að Fiskifélagið hefur ekki hafizt handa af eigin rammleik. Sjávarútvegsráðherra Lúðvík Jósefsson var málinu mjög hlynntur og hét því liðsinni og í sumar var sýnt að hægt mynda að hrinda þessu máli í framkvæmd. Á ferðum sínum um landið síðast liðið sumar reifuðu Fiskifélags- menn málið og hlaut það allsstaðar góðar und- irtektir og menn almennt sammála um nauð- syn þess að efna til námskeiða. Fiskimálastjóri skrifaði síðan forráðamönn- um fiskideilda og í samráði við þá var erind- rekum Fiskifélagsins falið að annast undirbún- ing að námskeiðahaldi í haust. Sjávarútvegsráðherra útvegaði fé til þess að hægt væri að ráða tvo hæfa menn til að skipu- leggja námskeiðin og koma þeim af stað og þjálfa kennara ef þyrfti. Frá starfi þessara manna, segir síðar í greininni. Sjóvinnan tengd skólakcrfinu. Þó að menn væru sammála um það, að nám- skeið væru fljótvirkust til kennslu í sjóvinnu og því bæri að efla þá starfsemi nú, þá hafa lengi verið uppi raddir um að tengja sjóvinn- una með einum eða öðrum hætti hinu al- menna skólakerfi og þá verknáminu í gagn- fræðaskólunum. Það mun hafa verið árið 1951, eða í þann tíma, sem verknámsdeildir gangfræðaskólanna voru að myndast, sem Jón Á. Gissurarson, skólastjóri beitti sér fyrir fastri sjóvinnu- Æ GIR — 43

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.