Ægir - 15.02.1974, Page 8
kennslu við Gagnfræðaskóla verknáms. Frá
1959 til 1969 var þessi kennsla svo í sambandi
við Lindargötuskólann, en nú síðustu fjögur
árin í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en þar
er nú sá hængur á starfseminni, að sjóvinn-
unni, er kuðlað í stofu með smíðakennslunni.
Þetta framtak hins merka skólamanns hlaut
ekki undirtektir skólayfirvalda og reyndar
ekki sjávarútvegsmanna heldur sem skyldi.
Það verður þó ekki annað sagt en árangurinn
hafi verið góður miðað við allar aðstæður. Að-
sókn var í fyrstu dræm að sjóvinnudeildinni
og oftast innan við 10 nemendur fyrstu árin,
en nú hin síðari ár hafa nemendur í 3. bekk
jafnan verið um 20 talsins og flestir þeirra
haldið áfram sjóvinnunámi í 4. bekk. Á tuttugu
ára tímabili eða til vors 1971 hafa verið út-
skrifaðir 96 gagnfræðingar úr sjóvinnudeild-
inni og af þeim hafa 72 orðið sjómenn, þar af
59 farið í sjómannaskóla, 40 í Stýrimannaskól-
ann, 10 í Vélskólann, 3 í Loftskeytaskólann
og 4 í Matsveinaskólann, 2 stunda sjómennsku
sem hásetar og auk þessa hefur einn piltur
farið úr sjóvinnudeildinni í fiskiðnfræðinám
og annar í netagerðarnám. Það er ekki hægt
annað að segja en þetta sé mjög jákvæður
árangur af þessari byrjunarstarfsemi í sjó-
vinnukennslu tengdri gagnfræðaskólakerfinu.
Þessi hugmynd, að tengja sjóvinnunámið
skólakerfinu hefur þó fengið heldur litlar und-
irtektir, sem áður segir. Á Alþingi hafa menn
annað veifið verið að bera fram frumvörp um
reglubundna sjóvinnukennslu, en þau hafa
flest beinzt að því að gera út skólaskip, eða
setja unglinga í læri á varðskipunum. Þings-
ályktunartillaga þeirra Eggerts G. Þorsteins-
sonar og Péturs Sigurðssonar fyrir nokkrum
árum var þó spor í þessa átt, og hún var sam-
þykkt en hvarf síðan í birgðageymslu þings
eða stjórnar.
Það mun hafa verið á árunum 1968 og 1969,
sem fjórðungsdeild Fiskifélagsins á Vestfjörð-
um samþykkti ályktanir um að tengja sjó-
vinnuna gagnfræðaskólakerfinu. Fiskimála-
stjóri skrifaði þá menntamálaráðuneytinu í
samræmi við þessar óskir Vestfirðinga, enda
samþykkur þeim sjálfur. Menntamálaráðu-
neytið mun síðan hafa skrifað skólastjórum
gagnfræðaskóla víðsvegar á landinu, en það
varð fátt um svör. Áhugi þessara skólamanna
virtist þannig almennt ekki vera fyrir hendi.
Fiskifélagið samdi (sbr. Ægi 1. nóv. ’72)
einnig um þessar mundir mjög ákveðna til-
lögur til Fræðsluráðs Reykjavíkur um gagn-
fræðaskóla sjómannsefna í Reykjavík, sem
væri allt í senn, undirbúningsskóli undir Stýri-
mannaskóla, veitti nemendum netamannsrétt-
indi og gæti jafnframt annast námskeiðahald
fyrir starfandi sjómenn. Ekkert veit ég svo,
hvað af þessum tillögum hefur orðið. Líkast
til hefur Fræðsluráðið ekki haft áhuga á þeim,
eða hugsað sér aðrar leiðir.
í ofannefndum dæmum um undirtektir
skólamanna, er að finna þá hættu sem þeir
benda á, sem vilja ekki treysta algerlega á
skólakerfið. Ríkisreknir skólastjórar gætu
reynzt hættulega værukærir og ófúsir margir
að taka á sig þá aukafyrirhöfn og rask á
venjubundinni skólastarfsemi, sem sjóvinnu-
deildir gætu valdið til að byrja með. Einnig
óttast margir að ef sjóvinnukennslan væri al-
gerlega á vegum skólanna, gætu nýjungar átt
erfitt uppdráttar, og eins er það, að þetta
fyrirkomulag leysir ekki vanda starfandi sjó-
manna, en þeir eru einmitt margir einkum í
línu- og netaplássunum, sem þurfa nú að
kynna sér netavinnu við botnvörpu. Það er
því hald manna, að þrátt fyrir að æskilegt sé
að sjóvinna sé tengd og tekin upp í unglinga-
og gagnfræðaskólum, þá verði einnig að halda
reglulega, námskeið í sjávarplássunum a. m.
k. í nokkur ár.
Byrjun reglulegs námskeiðahalds, sem virðist
ætla að snúast í skólanám.
Og víkur þá aftur sögunni til þess, að sjáv-
arútvegsráðherra útvegaði Fiskifélaginu fé til
að ráða tvo menn til námskeiðahalds úti í
sjávarplássunum. Þeir voru Hörður Þorsteins-
son skipstj., sem hefur annast kennsluna við
sjóvinnudeildina, sem hér áður er sagt frá,
um 15 ára bil, og Pétur H. Ólafsson, bátsmað-
ur. Þeir fengu skrifstofuaðstöðu hjá Fiskifé-
laginu og trúnaðarmenn Fiskifélagsins úti á
landi hafa veitt þeim margvíslega fyrirgreiðslu
og aðstoð. Pétur tók til starfa að undirbúa
ferðir út á land 15. ágúst s. 1. en Hörður var
til sjós í sumar, byrjaði 1. október og fékk
lausn frá kennslu við sjóvinnudeildina vi?
Austurbæjarskólann um skeið til að vinna að
því að leggja grundvöll að reglulegu nám-
skeiðahaldi úti í sjávarplássunum, enda því
verki manna kunnugastur og reyndastur.
Pétur hóf starf sitt á því í sumar að hafa
samband við alla fulltrúa Fiskifélagsins á við-
44 — Æ GI R