Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 12
Utgerð og
aflabrögð
SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND
í janúai' 1974.
Margir af stærri bátunum voru búnir til
loðnuveiða og voru því mun færri sem stund-
uðu þorskveiðar en á sama tíma síðastliðið ár,
á þrem útgerðarstöðum hafði engum fiski ver-
ið landað í janúar, (Stokkseyri, Eyrarbakka
og Vogum), ennfremur var veður á þessu
svæði erfitt til sjósóknar.
Afli bátaflotans í mánuðinum miðað við
óslægðan fisk varð 4449 (6110) lestir bolfisk-
ur 195 (589) lestir hörpudiskur og 15 lestir
ruslfiskur.
Aflinn í einstökum verstöðvum (Tölur fyrir
1973 innan sviga):
Hornafjörður: Þaðan stunduðu 6 (9) bátar
veiðar, 3 með línu og öfluðu 87 lestir og 3
með botnvörpu og öfluðu 109 lestir. Aflinn alls
varð 196 (328) lestir bolfiskur í 30 (59) sjó-
ferðum.
Vestmannaeyjar; Þaðan stunduðu 14 bátar
veiðar, 7 með net og öfluðu 254 lestir og 7 með
botnvörpu og öfluðu 79 lestir. Aflinn alls varð
333 lestir bolfiskur. Tölur þaðan til saman-
burðar frá fyrra ári eru ekki til nema til 15.1.,
en þá voru byrjaðir 17 bátar og höfðu aflað
780 lestir, en 23 jan. hófst eldgosið.
Þorláksliöfn: Þaðan stunduðu 14 (24) bát-
ar veiðar, 8 með net og öfluðu 530 lestir og 6
með botnvörpu og öfluðu 119 lestir. Aflinn
varð 649 (533) lestir bolfiskur í 53 (82) sjó-
ferðum.
Grindavík: Þaðan stunduðu 33 (34) bátar
veiðar, 12 með línu og öfluðu 226 lestir, 12
með botnvörpu og öfluðu 159 lestir og 9 með
net og öfluðu 350 lestir. Aflinn alls varð 720
(855) lestir bolfiskur og 15 lestir ruslfiskur í
156 (175) sjóferðum.
Sandgerði: Þaðan stundaði 21 (25) bátur
veiðar, 9 með línu og öfluðu 228 lestir, 4 með
net og öfluðu 86 lestir, 8 með botnvörpu og öfl-
uðu 64 lestir. Aflinn alls varð 378 (886) lestir
bolfiskur í 110 (158) sjóferðum.
Keflavík: Þaðan stunduðu 37 (58) bátar
veiðar, 27 með línu og öfluðu 399 lestir, 6 með
net og öfluðu 120 lestir og 4 með botnvörpu
og öfluðu 98 lestir. Aflinn alls varð 617 (1269)
lestir bolfiskur í 186 (333) sjóferðum. Enn-
fremur landaði skuttogarinn Dagstjarnan þar
143 lestum úr tveim veiðiferðum.
Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 3 (7) bát-
ar veiðar með línu og öfluðu 58 (158)
lestir í 15 (20) veiðiferðum. Ennfremur land-
aði togarinn Maí 67 lestum úr einni veiðiferð
og skuttogarinn Vestmannaey 188 lestum úr
tveim veiðiferðum.
Reykjavík: Þaðan stunduðu 4 (11) bátar
veiðar, 2 með botnvörpu og öfluðu 114 lestir,
1 með net og aflaði 12 lestir og 1 með línu og
aflaði 10 lestir.
Aflinn varð alls 136 (128) lestir bolfiskur í 9
(21) löndunum. Ennfremur landaði 1 síðutog-
ari 142 lestum úr einni veiðiferð og einn skut-
togari 161 lest úr einni veiðuferð.
Akranes: Þaðan stunduðu 10 (7) bátar veið-
ar, 9 með línu og öfluðu 361 lest og 1 með
net og aflaði 24 lestir. Aflinn alls varð 384
(301) lestir bolfiskur í 82 (67) sjóferðum. Þar
að auki landaði skuttogarinn Krossavik 285
lestum úr 4 veiðiferðum.
Rif: Þaðan stunduðu 11 (10) bátar veiðar,
9 með línu og öfluðu 294 lestir, 2 með net og
öfluðu 93 lestir. Aflinn alls varð 387 (560)
lestir bolfiskur í 114 (110) sjóferðum.
Ólafsvík: Þaðan stunduðu 17 (23) bátar
veiðar, 10 með línu og öfluðu 230 lestir, 7 með
net og öfluðu 199 lestir. Aflinn alls varð 429
(807) lestir bolfiskur í 115 (217) sjóferðum.
Grundarfjörður: Þaðan stunduðu 5 (4) bát-
48 — Æ GIR