Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 15

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 15
Rækja Skagaströnd ........... 94,0 Hvammstangi ........... 70,0 austfirðingafjórðungur í janúai . Gæftir voru sæmilegar, einkum seinnihluta ntánaðarins. Lítill þorskafli barst að landi frá öðrum skipum en skuttogurunum. Afli þeirra var sæmilegur, en þó misjafn. Þrettán skip frá Austfjörðum stunda nú loðnuveiðar. Fyrstu loðnunni var landað á Eskifirði 17. janúar, hefur verið góð loðnuveiði síðan. Hinn 26. jan. voru allar loðnuþrær fullar, frá Seyð- irfirði til Hornafjarðar. Nú um mánaðamótin var loðnufrysting að hefjast. Gunnar og Snæfugl frá Reyðarfirði hafa veitt í net og siglt sína söluferð hvor með afl- ann. Þá hefur Hoffell veitt á línu og farið e|na söluferð. Ljósafell og Hvalbakur hafa einnig selt afla erlendis. Aðaláhersla er lögð á að vinna loðnuaflann sem að landi berst, en víða á Austfjörðum er hvorki aðstaða né vinnuafl til að vinna úr þorski og loðnu í senn. Þorskaflinn í janúar var nú 1.364,3 lestir. A sama tíma í fyrra var landað 781,7 lestum. Aflinn í einstökum verstöðvum: Vopnafjörður: Lestir Sjóf. Brettingur, bv.......... 196,5 2 Rita, 1................. 0,6 1 Samt. 197,1 Seydisfjörður: Gullver, bv 182,1 2 Emilý, bv 54,7 2 Rán GK 42, bv 22,5 1 Brettingur, bv 46,7 1 Samt. 306,0 Nes kaups taður: Barði, bv................. 180,0 2 Bjartur, bv............... 185,3 2 Samt. 365,3 Eskifjörður: Hólmatindur, bv.......... 207,8 2 Fáskrúðsfjörður: Ljósafell, bv............... 176,0 2 S töðvarfjörður: Hvalbakur, bv................ 48,2 1 Breiðdalsvík: Hvalbakur, bv................ 36,1 1 Djúpivogur: Hólsnes, bv.................. 23,6 2 Hafnarnes, bv................. 4,2 1 Samt. 27,8 TOGARARNIR í janúar 1974. Fyrri hluta mánaðarins héldu togararnir sig mest við vestanvert landið, einkum úti fyrir Vestfjörðum, en þegar líða tók á mánuð- inn fékkst reytingsafli fyrir norðan og suð- austan land. Náðu sumir allgóðum túrum mið- að við það sem nú gerist. Landað var erlendis 2123,3 lestum úr 16 veiðiferðum og heima 579.9 lestum úr 5 veiði- ferðum, samtals 2703,2 lestum úr 21 veiðiferð. Er mánaðaraflinn nánast hinn sami og í fyrra, því að þá var landað erlendis 2157,5 lestum úr 20 veiðiferðum og heima 549,9 lest- um úr 6 veiðiferðum. Samtals 2707,4 lestum úr 26 veiðiferðum. Bréf til ritstjóra Ægis í 20. tölublaði Ægis er sagt að togskip Út- gerðarfélags Skagfirðinga h.f. landi bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Það er ekki rétt. Afl- anum er að vísu skipt á milli vinnslustöðva á Sauðárkróki og Hofsósi, en öll löndun fer fram á Sauðárkróki, og afla sem fer til vinnslu á Hofsósi, er ekið á bílum. Virðingarfyllst, f. h. Fiskiðju Sauðárkróks h. f. Marteinn Friðriksson. ÆGIR — 51

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.