Ægir - 15.02.1974, Qupperneq 16
ERLENDAR FRÉTTIR
Fiskveiðar á 500 faðma dýpi
Rottuhalafiskstautar verða mjög líklega
innan tíðar til sölu í fiskbúðum, ef marka má
þær tilraunaveiðar á rottuhala, sem White
Fish Authority hefur látið gera. Rannsóknar-
skip stofnunarinnar Cirolana hefur undanfar-
ið verið við tilraunaveiðar undan vesturströnd
Bretlands og þá helzt verið að athuga, hvernig
togveiðar gengju á 500 faðma dýpi og þar
yfir, eða meira en tvisvar því dýpi, sem enn
er almennt veitt á. Cirolana veiðir með hefð-
bundinni vörpu og útbúnaði. Á þessu dýpi
hefur skipið veitt svonefndan rottuhala, en
lystugra nafn á skepnunni er Corephenoides
eða handsprengjuvarpari (grenadier), einnig
deplaháf, gaddaskötu, blálöngu og lítinn djúp-
sjávarfisk (bream). Allir þessir fiskar eru
ætir og hver veit nema þeir geti komið eitt-
hvað í stað þorsksins, sem Bretar tapa við
ísland. Á Cirolana er verið að athuga, hvort
þessir fiskar syndi nógu þétt til þess að þeir
séu veiðanlegir í það miklu magni, að það
borgi sig að veiða þá. Ef það reynist svo gæti
þarna orðið um margra milljóna sterlings-
punda veiðar að ræða. Meðan þessum veiði-
tilraunum er haldið fram, er verið að rann-
saka fiskgæðin með tilliti til markaðanna,
nema næringargildis því að allur fiskur er
svipaður að því leyti, enda hefur það ekki
áhrif á fisksölu, heldur það hvernig fiskurinn
geymist og hversu lengi hann helzt ferskur,
og þá þarf að rannsaka gerð vefjanna, litar-
háttinn og bragðið, sem hvorttveggja eru
markaðsatriði.
Nafnið og útlitið hefur áhrif á söluna líka,
en þar sem áðurnefndir fiskar eru flestir
heldur ljótir ásýndum, er líklegt að það verði
að kokka þá eitthvað ofan í mannskapinn og
selja þá máski sem fiskstauta eða fisklím.
Húsmóðurinni verður að lítast vel á fiskinn,
það er höfuð-markaðsboðorðið. Það er því ekki
ftliiia
Rabbit Fisj?
TþorpbacK Ray
Greaterspolfed Dogíisi)
52 — Æ G I R