Ægir - 15.02.1974, Qupperneq 24
Skipstjóri á Jörva ÞH er
Hinrik Þórarinsson, en fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar
er Þórarinn Vigfússon.
Faxaborg GK 40
í júní s.l. bættist 459 rúm-
lesta nótaveiðiskip í íslenzka
fiskiskipaflotann. Skip þetta
var Faxaborg GK 40, sem
keypt var notað frá Noregi og
hét áður Moflag Junior. Eig-
andi skipsins er Faxaborg s.f.
Hafnarfirði.
Skipið er byggt hjá A/S
Hommelvik Mek. Verksted í
Noregi árið 1967, en lengt um
6 m árið 1969. Skipið er smíð-
að úr stáli eftir reglum Det
Norske Veritas og í flokki
4- 1A1 Deep Sea Fishing S,
ICE C.
Skipið hefur eitt þilfar
stafna á milli, hvalbak að
framan og yfirbyggingu að
aftan.
Undir þilfari er skipinu
skipt með 8 þilum í eftirtalin
rúm, talið framan frá: Stafn-
hylki fyrir sjóballest; netalest
(geymsla) með ferskvatns-
geymum undir; fjórar fiski-
lestir með botngeymum fyrir
brennsluolíu undir lestum 1,
2, og 4; vélarúm með síðu-
geymum og hágeymum fyrir
brennsluolíu: íbúðir með fjór-
um 2ja manna klefum, en
undir þeim er stefnisgeymir
fyrir ferskvatn og skuthylki
aftast fyrir ferskvatn.
Aftast í netalest eru keðju-
kassar, en fremst í fiskilest 1
er asdikklefi. í hvalbak eru
geymslur, klefi fyrir hafnar-
ljósavél og frystigeymsla fyr-
ir matvæli.
Yfirbygging á þilfari að aft-
an nær út í síður, en gangur
liggur eftir miðju. Þar eru
fjórir einsmanns klefar; íbúð
skipstjóra, sem samanstendur
af svefnklefa og setustofu;
tveir matsalir, eldhús, lítil
matvælageymsla, salerni, bað
og vélarreisn.
Á bátaþilfari er brú skips-
ins, en þar er stýrishús, korta-
klefi og eins manns klefi.
Aðalvél skipsins er frá
MWM, gerð TBD 484—6, 1100
hö. við 375 sn/mín., sem teng-
ist gegnum kúplingu skipti-
skrúfubúnaði frá Hjelset, gerð
3 RKT/60. Utan um skrúfu er
skrúfuhringur. Framan á aðal-
vél er deiligír, Hytek FG2-440
HC-LR, sem við tengjast
vökvadælur fyrir vindur, hlið-
arskrúfur o. fl.
Hjálparvélar eru tvær frá
MWM, gerð RHS 518 V. Önn-
ur vélin skilar 116 hö. við
1500 sn/mín og knýr Stam-
ford rafal 50 KVA, 3x220 V,
50 rið og dælu fyrir lágþrýsti-
vindur, Allweiler SNH 940.
Hin vélin skilar 83 hö. við
1000 sn/mín og knýr Stam-
ford rafal, 50 KVA, 3x220 V,
50 rið, og háþrýstidælu,
Vickers 3525 V, fyrir kraft-
blökk. í hvalbak er hafnar-
ljósavél, Lister 28,5 hö. Skip-
ið er búið tveimur hliðar-
skrúfum, Schottel gerð 2. Fyr-
ir hliðarskrúfur eru tvær há-
þrýstivökvadælur, Vickers
50 V 109, drifnar af aðalvél.
Stýrisvél er frá Frydenbö.
Hydroforkerfi, bæði sjó- og
ferskvatns-, er frá Bryne Mek.
Verksted. íbúðir eru hitaðar
upp með rafmagnsofnum.
Pælikerfi fyrir geyma er frá
Peilo Teknikk.
Eftirtaldar lágþrýstar vind-
ur eru frá Brattvaag: Tog-
vinda, gerð D1A10/3; akkeris-
vinda, gerð KB7-42-25; bómu-
sveifluvinda, gerð VMA 2;
bómulyftivinda, gerð TMA 3,
línuvinda C2L og kapstan.
Auk þess er lágþrýst hjálpar-
vinda við þilfarshús frá Nor-
winch, gerð MF 20/30. Kraft-
blökk er frá Triplex, gerð 504/
300. Auk þess tvær færslu-
blakkir frá Triplex gerð TRH-
70 og TR-70. Fiskidæla er
Rapp U 700. Aðalvél drífur
eina G19 lágþrýstidælu fyrir
vindur og háþrýstidælu, Vick-
ers 45V60, fyrir fiskidælu.
Lestum 1, 2 og 4 er skipt
með tveimur lausum langsþil-
um í 3 hólf. Lest nr. 3, sem
bættist við eftir lengingu, er
skipt í 3 vatnsþétta geyma,
sem gerðir eru fyrir sjóhring-
rás.
Helztu tæki í stýrishúsi og
kortaklefa eru:
Ratsjá: Kelvin Hughes.
gerð 18/9, 48 sml.
Ratsjá: Furuno FR-151-TR
MKII, 32 sml.
Miðunarstöð:
Koden KS-321-UA.
Dýptarmælir:
Simrad EH 2C.
Asdik: Simrad SB 2.
Framhald á bls. 47.
Rúmlestatala ................ 459 brl.
Mesta lengd..................... 15.76 m.
Lengd milli lóðlína............. 43.50 m.
Breidd (mótuð) .................. 8.23 m.
Dýpt (mótuð) .................... 4.50 m.
Lestarými ........................ 650 m^.
Brennsluolíugeymar ............... 72 m3.
Ferskvatnsgeymar .................. 44 m 3.
Ballastgeymar...................... 13 ml
60 — ÆGIR