Ægir - 01.03.1974, Síða 6
Már Elísson:
Rannsólmir í þágu
s j á varútv egsins
Erindi flutt á ráðstefnu
Verkfræðingafélags Islands 3. febrúar 1973
Svo virðist, sem viðfangsefni mitt „Rann-
sóknarþarfir í þágu fiskveiða og fiskvinnslu"
ætti samkvæmt dagskrá ráðstefnunnar að
mestu að beinast að haf- og fiskirannsóknum
og fiskiðnaðarrannsóknum, þ. e. að ræða
starfsemi þeirra tveggja rannsóknarstofnana,
sem um þessi mál fjalla og hvaða kröfur eigi
að gera til þeirra um rannsóknir, umfram þá
starfsemi, sem þar fer nú fram.
Vissulega er þetta verðugt viðfangsefni og
víðtækt. Samt sem áður tel ég rannsóknar-
þarfir sjávarútvegsins — fiskiðnaður meðtal-
inn — vera aðrar og meiri en þær, sem þessar
stofnanir einar sinna. Er hér um að ræða
ýmsar hagfræðilegar eða efnahagslegar athug-
anir, sem fara fram á vegum ýmissa aðila,
skipatæknilegar athuganir og þjónusta, sem
fram fer nú á vegum Fiskifélags íslands og
Fiskveiðasjóðs, athuganir á framleiðni, ýms-
ar markaðsrannsóknir og vöru- eða afurða-
rannsóknir og þróun (product research and
development) sem of lítið er sinnt hér á landi,
og síðast en ekki sízt fiskeldistilraunir í söltu
vatni.
Að mínu viti verður að líta á alla þessa
þætti rannsókna og þjónustu í samhengi, þar
sem þeir eru sjávarútveginum mikilvægir.
í stuttu máli sem þessu, vinnst ekki tími til
að fara ítarlega í hvern þessara þátta, né
verður reynt að telja í smáatriðum ýmis rann-
sóknarviðfangsefni, sem þörf er að sinna.
Ég vil nefna nokkur grundvallaratriði, áður
en fjallað verður um hina ýmsu þætti rann-
sókna fyrir sjávarútveginn.
Samræming án ofstjómar.
Bent hefur verið á þörfina á að taka þurfi
upp ákveðin stefnumið í vísindarannsóknum
62 — Æ GIR
almennt, sem svarað geti fljótt breytilegum
þörfum og markmiðum þjóðarinnar í heild og
þjóðarbúskaparins. Þetta er augljóst og þarfn-
ast ekki nánari röksemda.
Hitt má samt ekki fylgja, að talið verði að
slíka samræmingu eigi að byggja á ofstjóm,
að starfsemi hinna vmsu stofnana verði skor-
inn þröngur starfsrammi, sem háð er ein-
hverju yfirkontrolli. Þetta er samt því miður
orðið of ríkt í okkar þjóðfélagi á ýmsum
sviðum og hefur reynzt bæði dýrt, óhagkvæmt
og svo þungt í vöfum, að það hefur tafið fram-
gang góðra mála. Enda veit oft á tíðum í
þessum tilfellum enginn hver ábyrgð ber, né
hver lokaákvörðun tekur.
Að því er snertir rannsóknarstofnanir ein-
stakra atvinnugreina, verður að skapa þeim
sæmilegt svigrúm innan heildarstefnunnar og
jafnframt að tryggja sem hezt tengsl við at-
vinnuveg þann, sem viðkomandi stofnun á að
þjóna.
Við skulum ekki gleyma bvi, að um langt
bil var fiskimaðurinn sinn eigin fiskifræðing-
ur og vill vera bað að vissu leyti enn. Fisk-
verkandinn byggði einnig á eigin reynslu, oft
með ágætum árangri.
Nú hafa risið sérstakar stofnanir til að-
stoðar þessum aðilum. Sú aðstoð kemur miklu
síður að nægilega góðu og skjótu gagni, ef
ekki er unnt að skapa gagnkvæmt traust og
samvinnugrundvöll, án yfirdrifinna pólitískra
afskipta, þar sem skipzt er á skoðunum og
hugmyndum, og þar sem þarfir viðkomandi
atvinnuvegar ráða stefnunni að verulegu
leyti.
Þess er ekki að vænta, að fámenn þjóð og
tiltölulega fjármagnslítil fyrirtæki geti annað
öllu sviði rannsókna. Við verðum að takmarka
starfsemi rannsóknastofnana atvinnuveganna