Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1974, Page 10

Ægir - 01.03.1974, Page 10
stigum geymslu, árstíma o. fl., svo og á öllum stigum meðhöndlunar og verkunar. Að þessum verkefnum er unnið nú hjá R. F. og hefur verið frá upphafi. Hinsvegar hefur oft vegna skorts á fé og fólki, svo og vegna aðkallandi þjónustuverkefna, sem nefnd voru áðan, reynzt erfitt að vinna markvisst að þessum verkefnum, þ. e. að leggja nauðsyn- legar langtímaáætlanir og hafa möguleika til að fylgja þeim fram. Slíku skipulagi og setningu langtíma mark- miða fylgja einnig kröfur um að sérfræðingar í ýmsum greinum rannsóknanna vinni náið saman kerfisbundið að lausn verkefnanna. í öðru lagi tel ég í vaxandi mæli þurfa að beina vísindalegum starfskröftum að gæða- rannsóknum, þ. e. þróun nýrra vörutegunda, eða breytinga á eldri afurðaflokkum (product development) í samræmi við kröfur markaðs- ins hverju sinni. Slíkar rannsóknir geta mjög aukið á verðmæti afurðanna. Hvort sem slík- ar vöru- eða afurðarannsóknir fara alfarið eða að hluta fram hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og þá að hluta hjá samtökum fiskiðnfyrirtækja er eitt víst: Þær ná ekki til- gangi sínum, nema með nánu samstarfi og skoðanaskiptum rannsóknaraðilans, framleið- andans og seljanda vörunnar. Þá má nefna tækjaprófanir. Þá starfsemi er bráðnauðsynlegt að auka. Má draga dám af fyrirkomulagi því. sem landbúnaðurinn hefur komið á hjá sér og er til fyrirmyndar. Markaðsrannsóknir. Margir telja markaðsrannsóknir að mestu fólknar i leit markaða fyrir hefðbundna fram- leiðslu. Þessu er einungis svo farið að nokkru leyti. Nútíma markaðsrannsóknir felast einn- ig að verulegu leyti í könnun á smekk, þörf- um og kaupgetu neytandans. Síðan er reynt að þróa afurðirnar í samræmi við niðurstöð- ur þessarar könnunar. M. ö. o. reynt er að sameina tæknilega kunnáttu á framleiðslu og niðurstöður markaðsathugana til að þróa ákveðna vörutegund. Hér, eins og í öðrum rannsóknum, verður nauðsynlegt að búa þannig að rannsóknum í þágu fiskiðnaðarins, að ákveðinni starfs- skiptingu verði komið á milli fiskmats og eftirlits, frumrannsókna, magn- og gæðarann- sókna, eins og skilgreind voru að framan, svo og markaðsrannsókna. Skilgreina verður markmiðin í samráði við iðnaðinn, hvernig þeim markmiðum skuli náð, svo og kostnað. Leggja ber áherzlu á hlutverk, þ. e. skyld- ur og réttindi iðnaðarins sjálfs. Á þessu hefur verið nokkur þverbrestur oft á tíðum. Fiskiðnaðurinn hefur gagnrýnt starfsemi R. F. — Oft hefur þessi gagnrýni sjálfsagt ver- ið á rökum reist. Hinsvegar hefur líka skort á, að iðnaðurinn geri sér næga grein fyrir gagn- semi rannsókna og að frá honum komi góðar ábendingar og beiðnir. Lokaorð. Ég hef hér að framan leitazt við að lýsa meginþörfum sjávarútvegsins á sviði hag- nýtra rannsókna, svo og þeim skipulags- breytingum, sem gera þarf á núverandi kerfi. Leggja ber áherzlu á, að þessar þarfir verði skoðaðar í heild. Rannsóknir eru ekki unnar rannsóknanna vegna, heldur hafa þær ákveðin markm'ð önn- ur. Um rannsóknastofnanir atvinnuveganna gildir sérstaklega, að markmið þeirra eru fyrst og framst efnahagsleg — að aðstoða at- vinnuvegina og þar með þjóðarbúskapinn, að auðvelda manninum lífsbaráttuna. Tengsl rannsóknastofnana og atvinnuveg- anna haía ekki verið sem skyldi hér á landi, þó er þetta misjafnt, og þarf að auka þau með tiltækum ráðum. í stjórn R. F. t. d. hefur verið ræddur sá möguleiki, að hafa sérstaka ráðunauta, sem um þessi tengsl og upplýsinga- skipti hugsuðu og í stjórn Hafrannsókna- stofnunarinnar hafa verið ræddar leiðir til að auka samvinnu við útveginn og upplýsinga- miðlun. Hjá atvinnuvegunum þarf að vaxa skiln- ingur á gagnsemi rannsókna, starfsmenn þeirra þurfa að hafa skilning á rannsóknum. Frumkvæði um verkefni þarf að koma frá báðum aðilum. í framtíðinni má gera ráð fyrir, að atvinnu- vegirnir og fyrirtæki þeirra taki í ríkari mæli upp athuganir og rannsóknir, sem fjalla um sérþarfir þeirra. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins, Tæknideild Fiskifélagsins og Fisk- veiðasjóðs og aðrar slíkar sinni hinsvegar al- mennari verkefnum og jafnframt lausn verk- efna fyrir einstök fyrirtæki á „kontrakt“ grundvelli. Af því, sem hér hefur verið sagt, leiðir að 66 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.