Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 7

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67. ÁRG. 18,- 1 9. T B L. 15. NÓV. 1974 Frá setningu 33. Fiski- þings 329 Stór botnvarpa 330 Fiskispjall: Námsfólk á vertíð 334 Útgerð og aflabrögð 335 Fiskverð: Bolfiskverð 339 Verð á rækju 341 Verð á flatfiski 341 Verð á reknetasíld til frystingar 341 Verð á hörpudiski 341 Verð á reknetasíld til söltunar 339 og 341 Verð á slógi og fisk- beinum 341 Verð á spærlingi til bræðslu 339 og 352 Utfiuttar sjávarafurðir í september 1974 og 1973 342 Fiskaflinn í apríl °g jan.-apríl 1974 og 1973 344 Fiskaflinn í maí og jan.- maí 1974 og 1973 346 4 tækjamarkaðnum: Islenzkir jafnstraums- rafalar 348 Ný örbylgjustöð 348 Ný fiskiskip: Suðumes KE 12 349 Haftindur HF 123 348 Forsíðumynd: hörpu- óiskveiðar á Breiðafirði UTGEFANDI: FISKIFÉLAG ISLANDS HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 HITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÖNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Frá setningu 33. Fiskiþings Fiskiþing hið 33. í röðinni var sett kl. 2 e. h. mánudag- inn, 11. nóv. s. 1. Fiskimála- stjóri setti þingið með stuttri ræðu, þar sem hann minntist sérstaklega látins fulltrúa, Finnboga Guðmundssonar frá Gerðum. Hann minntist Finn- boga sem atkvæðamanns og gat forystu hans í samtökum útvegsmanna svo sem L. í. Ú., S. H. og S. í. F. og setu hans á þremur Fiskiþingum auk þess, sem Finnbogi hefði ritað fjölda greina í blöð og tímarit um sjávarútvegsmál. Fiski- málastjóri minntist þess einn- ig og ekki síður að frá því síðasta Fiskiþing var haldið í fyrra hefðu 22 sjómenn lát- ist við störf sín. Þingfulltrúar risu úr sætum til að votta þessum látnu mönnum virð- ingu sína. Þingforseti Fiskiþings var að þessu sinni kosinn Hilmar Bjarnason en varaforseti Mar- ías Þ. Guðmundsson, ritari Margeir Jónsson og vararitari Jón Páll Halldórsson. Mættir voru til þings 32 fulltrúar hinna ýmsu fiski- deilda og samtaka, sem nú eiga aðild að Fiskifélagi Is- lands. Þetta er hið annað Fiski- þing, sem háð er samkvæmt ninni nýju skipan. Fyrir þinginu lágu mörg mál að vanda er varða hag sjávarút- vegsins. Og í því sambandi sagði fiskimálastjóri í setninga- ræðu sinni: „Sjávarútvegurinn á nú við meiri erfiðleika að stríða en hann getur ráðið við, án skynsamlegra efnahags- legra aðgerða. Það er hlut- verk okkar að ræða þessi mál og gera um þær skynsamleg- ar ályktanir." í 21.—22. tbl. Ægis verður ýtarlega sagt frá ályktunum og samþykktum Fiskiþings.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.