Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 13

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 13
Utgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í októbor 1974. Gæftir voru misjafnar á svæðinu en yfir- leitt frekar góðar. Afli bátaflotans varð alls 7245 lestir af óslægðum fiski, auk þess rækja 3 lestir, hörpudiskur 667 lestir, síld í rek- net 66 lestir og spærlingur 2253 lestir, auk þess lönduðu togarar 4856 lestum til vinnslu. Afli í einstökum verstöðvum: Hornafjörður. Þaðan stunduðu 20 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 472 lestir af fiski og 66 lestir af síld. Gæftir voru góðar. Vestmannaeyjar. Þaðan stunduðu 30 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 854 lestir af fiski, auk þess landaði Vestmannaey 234 lestum. Gæftir voru slæm- ar. Stokkseyri. Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar með botnvörpu og öfluðu alls 21 lest. Gæftir voru slæmar. Eyrarbakki. Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar og öfluðu 54 lestir. Gæftir voru slæmar. Þorlákshöfn. Þaðan stunduðu 18 bátar veið- ar með net og botnvörpu og öfluðu alls 313 lestir af fiski og 2253 lestir af spærlingi. Gæftir voru stirðar. Grindavík. Þaðan stunduðu 30 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 1030 lestir. Gæftir voru góðar. Sandgerði. Þaðan stunduðu 23 bátar veið- ar, með línu, net, handfæri og botnvörpu og öfluðu alls 524 lestir af fiski. Gæftir voru góðar. Keflavík. Þaðan stunduðu 44 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 1089 lestir af fiski og 1 af rækju, auk þess lönduðu 3 skuttogarar 866 lestum úr 7 veiði- ferðum. Gæftir voru góðar. Vogar. Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með net og botnvörpu og öfluðu 120 lestir. Gæft- ir voru góðar. Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 10 bátar veiðar með línu og botnvörpu og öfluðu 491 lest. Auk þess lönduðu 4 skuttogarar 1143 lestum úr 7 veiðiferðum. Gæftir voru góðar. Reykjavík. Þaðan stunduðu 18 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu 420 lestir. Ennfremur lönduðu þar 4 siðutogarar 1899 lestum úr 7 veiðiferðum. Akranes. Þar stunduðu 6 bátar veiðar, auk nokkurra trillubáta og öfluðu 382 lestir. Auk þess landaði Víkingur 109 lestum og 2 skut- togarar 575 lestum úr 4 veiðiferðum. Gæftir voru góðar. Rif. Þar stunduðu 12 bátar veiðar, með línu, net og botnvörpu og öfluðu 153 lestir. Gæftir voru góðar. Ólafsvík. Þar stunduðu 15 bátar veiðar með línu og botnvörpu og öfluðu 1044 lestir. Gæft- ir voru góðar. Grundarf jörður: Þar stunduðu 12 bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu 278 lestir af fiski og 2 lestir rækju. Gæftir voru góðar. Stykkishólmur. Þar stunduðu 9 bátar veiðar með skelplóg og öfluðu 667 lestir af hörpu- diski. VESTFffiÐINGAFJÓRÐUNGUR í október 1974. Róðrar með línu hófust víðast í byrjun októ- ber, og nokkrir bátar hófu róðra strax í byrjun vertíðar, sem telst frá 16. sept. Gæftir voru mjög góðar allan mánuðinn, og var afli nokk- Æ GIR — 335

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.