Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 12

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 12
FISKISPJALL Námsfólk á vertíð Það er lengi búið að vera á döfinni hjá Fiskifélagi íslands að vera með stuttan þátt um fiskveiðar og ýmislegt, sem að þeim lýt- ur í útvarpinu. Þetta hefur nú komizt í fram- kvæmd og Fiskifélagið fengið fimm mínútur til umráða vikulega í útvarpsdagskránni. Þar sem þessum þætti er ætlað að fjalla um bæði dægurefni í fiskveiðunum og ýmsar hugmynd- ir, sem skjóta upp kollinum, hlýtur það sama efni að eiga heima í Ægi, aðeins lítið eitt öðru vísi unnið. Meginefni þessara þátta verður því rakið hér mönnum til glöggvunar, ef einhverjir skyldu vilja fjalia ýtarlegar um það í Ægi eða annars staðar. Fyrsti þátturinn fjallaði um notkun skólafólks á flotanum og í fiskvinnslunni á vetrarvertíðum, og nýmæli, sem útgerðarmaður af Suðurnesj- um hafði til þeirra mála að leggja. Hann vildi að reynt væri í tæka tíð fyrir komandi vertíð að skipuleggja ígripaaðstoð skólafólks. Það er auðgert að nefna ljóst og einfalt dæmi um mannaskortinn og hvernig þar tekur nú orðið í hnjúkana. 1969 voru um eða tæp 700 skip og bátar aðrir en opnir bátar á veiðum, en 1973 um 900 skip og bátar. Opnum bátum hefur einnig fjölgað mikið og taka til sín frá 60 mönnum til vel sex hundr- aða eftir árstímum. Það er því hreint ekki ólíklegt, að rétt sé, að ástandið hafi aldrei verið jafnískyggilegt og nú, að því er lýtur að fullmanna fiskiflotann. Við gleymum því æðioft, þegar við erum að skipuleggja þetta litla þjóid'élag okkar í líkingu við nútíma þjóðfélög einhverra fyrir- mynda þjóða, að við lifum enn á náttúr- legum atvinnuvegi og þorskurinn á Selvogs- banka hefur aldrei gefið nein fyrirheit um að haga hrygningatíma sínum í samræmi við það, að mikill hluti þjóðarinnar sæti á skóla- bekk þann tíma, sem hann kemur inn til að hrygna. Það er ekki fjarri lagi, að þriðji hver vinnufær maður fari til náms í skólum hérlendis og erlendis að haustinu. Það eru um 12 þús. manns í framhaldsskólum og sér- skólum landsins og það er yfirleitt allt sam- an vel vinnufært fólk. Svo eru um 15 þús. unglingar í unglinga- og gagnfræðaskólum og af þoim fjölda að minnsta kosti 3—4 þús- und liðtækir til ýmissa verka. Nú getum við ekki skákað fólki til eftir geðþótta stjórnvalda og viljum reyndar heldur að ýmislegt sé ógert. En þrátt fyrir frjálsræði, sem við viljum búa við, getum við ýmsu hagrætt með lagi í vinnubrögðum og vinnutilhögun þjóðarinnar. Það væri ekki ólíklegt að við gætum hag- rætt skólahaldi okkar þannig, að okkur nýtt- ist betur sá mikli vinnukraftur sem binzt á skólabekkjunum alla veturna og þegar verst gegnir fyrir þjóðina. Það eru samt ýmis ljón á veginum. Sjósókn við ísland að vetrarlagi er ekki beinlínis heppilegur atvinnuvegur fyrir ungl- inga og annað skólafólk að hlaupa í af skóla- bekkjunum og horfir þar allmiklu öðruvísi við en hjá akuryrkjuþjóð einni mikilli, sem voru að berast fréttir af að nýtti mjög náms- fólk, ef akuryrkjan þarfnaðist vinnukrafts þess. Auðveldara er að grípa til skólafólks í fiskvinnslu, og oft væri þá máski hægt að færa fólk eitthvað til, þannig að fiskvinnslu- menn, sem margir eru vanir sjómenn færu þá á sjóinn, ef þyrfti. Nú er á það að líta, að skólakerfi okkar er þróað kerfi, sem ekki hefur verið byggt þannig upp að skólagangan sé sundurhöggv- Framhald á bls. 352. 334 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.