Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 8
Stór botnvarpa The White Fish Authority hefur verið að láta gera til- raunir með nýja botnvörpu- undanfarin tvö ár. Nú er feng- in það mikil reynsla af vörp- unni að búast má við, að hún fari að komast í gagnið al- mennt hjá hinum stærri tog- urum með yfir 1400 ha. véla- kraft. Þessi varpa er kölluð Baltavarpan og kennd við eyj- una Balta við Hjaltlandseyj- ar en þar fóru fyrstu tilraun- irnar fram. Þegar farið var að smíða togara almennt með það miklu vélarafli, að þeir réðu við flotvörpu, þá þurftu þeir ekki að nýta nema lítinn hluta af vélarafli sínu við botn- vörpuveiðarnar og menn fóru að leita eftir að bua til stærri gerðir af botnvörpum en áður höfðu tíðkast, og sú var or- sökin fyrir þessum botn- vörputilraunum WFA. Bretar eiga orðið mikið af kraftmikl- um skipum, sem gætu nýtt stórar botnvörpur. Baltavarp- an er í meginatriðum stækk- uð útgáfa af Stelluvörpunni og á að gefa meiri höfuðlínu- hæð og stærra veiðifang, það er meiri breidd milli væng- enda, grandara og hlera. Hér er rétt að minna á að flestar tilraunir miða að því að reyna að auka heildarveiðifang vörp- unnar, en í því efni er við þann ramma reip að draga, að sé breiddin aukin, minnkar hæðin og öfugt. Þegar því auk- in er hæð höfuðlínunnar vill það gjarnan verka til minnk- unnar á breiddinni og þegar breiddin er aukin strengist meir á höfuðlínunni og hún lækkar. Þetta eru þeir gagn- verkandi kraftar, sem við er að glíma, þegar um er að ræða að auka heildarveiðifang vörpu. Netagerðin í Baltavörpunni var við fyrstu tilraunirnar sú sama og í Stelluvörpunni, nema toppvængirnir voru lengdir svo, að höfuðlínan varð 36,4 metrar og hafði því nokkru meira svigrúm til að lyftast en í Stelluvörpunni. Þessi lengdaraukning var fengin með því að auka í í áttundu hverri umferð í topp- vængjaköntunum. Fyrstu til- raunirnar leiddu í ljós, að með 3,8x2 metra hlerum var höfuðlínuhæðin og veiðifangið í heild meira en á hinni stóru Grantonvörpu, sem nú er far- ið að nota og einnig sýndu þær að skip með 1450 ha. vél réði vel við Baltavörpuna. Áframhaldandi tilraunir miðuðu svo að því að prófa ýmsar gerðir af hlerum, mis- munandi grandaralengd, tvö- falda grandara o. s. frv. Eftir fyrstu tilraunirnar við Balta var ákveðið að reyna vörpuna við raunhæfar fisk- veiðar og það var enginn ann- ar en Dick Taylor á C. S. Forester, sem fenginn var til að reyna hana og þá væntan- lega við ísland, þó að þess sé ekki getið. C. S. Forester er 56 metra langur með 1950 ha. vélarkrafti og 13 metra vinnu- dekki, sem er helzt til stutt fyrir Baltavörpuna og þegar svo er, verður að taka auka ,,törn“ þegar varpan er hífð fram dekkið. Varpan reyndist samt jafnauðveld í meðför- um og Stelluvarpan og Tayl- or notaði hana jöfnum hönd- um með sinni venjulegu vörpu í þessari veiðiferð, en þess er ekki getið, hvort su varpa var Stelluvarpa, sem lík- legast er þó af því, sem fyrr er sagt um samanburðinn. Notaðir voru 5.7 fermetra BMW hlerar. Afli reyndist mjög svipaður í Baltavörpuna og Stelluvörpuna. Aflinn var 2.7—4 tonn í hali fyrri hluta túrsins, dalaði svo um miðbik hans niður í %—1 tonn en jókst svo í lokin og náði síðast 7 tonnum. Næst voru gerðar tilraunir á tilraunatogaranum Scotia sem er 69 metra langur og hefur 2000 öxulhestöfl og það voru bornar saman 3 vörpu- gerðir. 1) Baltavarpan með 36,4 metra höfuðlínu. 330 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.