Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 26

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 26
Á TÆKJAMARKAÐNUM íslenzkir j af nstraumsraf alar Á þessu ári hófst fram- leiðsla á jafnstraumsrafölum hjá innlendu fyrirtæki, Alter- nator h.f. Keflavík. Rafalar þessir, sem eru burstalausir alternatorar, eru hannaðir til notkunar í fiskiskipum fyrir rafkerfi með eða án geyma. Með rafölunum fylgir spennu- stillir og afriðunarbrú. Snún- ingshraði rafalanna er 1250—■ 4500 sn/mín og helzt spenn- an stöðug þótt snúningshraði vélar eða álag breytist. Yfir- spennuvörn er sjálfvirk. Rafalar þessir eru fram- leiddir í stærðunum 7, 10 og 15 KW fyrir 24, 32, 110 og 220 V jafnstraum. Einnig er fyrirhugað að framleiða raf- ala í stærðunum 2.5, 3.5 og 4.5 KW fyrir 24 og 32 V. Fyrsti rafallinn frá Alterna- tor h.f. var settur í m/b Óla Tóftum KE, í apríl s. 1., og var það 7 KW rafall, sem nefnist gorð A-1 (A = 7 KW, 1 = 24 eða 32V spenna). Auk þess hafa rafalar frá fyrir- tækinu verið settir í um 8 fiskiskip til viðbótar. Eitt af þeim skipum, Haftindur HF, er nýbygging, sem afhent var fyrir skömmu og lýst er í þessu tbl. (sjá Ný Fiskiskip). Verð á rafölum þessum með spennustilli og afriðunarbrú er 250.000,- kr. fyrir 7 KW raf- al, en 285.000.- og 375.000.- kr. fyrir 10 og 15 KW rafal. Framleiðandinn veitir 1 árs ábyrgð. Auk rafala framleiðir Alter- nator h.f. jafnstraumsmótora í stærðum 0.18 KW - 3.0 KW og einnig ,,omformera“. Ný örbylgjustöð Frá fyrirtækinu S. P. Radio A/S í Álaborg Danmörku er komin ný Sailor örbylgjustöð, sem nefnist Sailor RT 143. Sailor RT 143 er hönnuð fyrir „VHF“ fjarskipti; milli skipa annars vegar og milli skips og strandstöðva hins vegar. í tækinu eru innbyggð- ar allar hinar alþjóðlegu VHF rásir fyrir skipafjar- skipti, samtals 55 rásir (rás- ir 1—28, 60—88), en auk þess er mögulegt að setja 4 rásir til viðbótar fyrir einkaafnot. Stöðin er venjulega útbúin innbyggðum „duplex filter", sem gefur möguleika á „dup- lex“ (tveggja tíðna) fjarskipt- um með einu loftneti, en einnig er hægt að fá stöðina án duplex filters (hálf-duplex á duplex tíðninni). Sailor RT 143 hefur 25W sendiorku, og sendir nær yfir tíðnisviðið 156,025—157,425 MHz. Tíðnisvið móttakar- ans fyrir „simplex" tíðni er 156,300—156,875 MHz, og fyr- ir „duplex" tíðni 160,625— 162,025 MHz. Simplex rásir eru 20 og duplex rásir 35. Rásabil (channel-separation) er 25 KHz. 1 tækinu er inn- byggð sjálfvirk hlustun (dual watch) á rás 16 (kallrás, neyð- arrás). Sjálft tækið vegur 12 kg og er 220 mm á hæð, 320 mm á breidd og dýptin 195 mm. Sailor RT 143 er þegar kom- in um borð í íslenzk fiskiskip, en fyrsta stöðin sem umboð- ið afgreiddi var sett í m/s Eldborgu GK 13. Umboð fyrir S.P. Radio A/S hefur Radiomiðun h.f. Reykja- vík. Skv. upplýsingum um- boðsmanns er verð á RT 143 fyrir utan loftnet 5.548,- sv. fr. f. o. b. eða um 230.000.- ísl. kr. miðað við gengisskráningu í nóvemberbyrjun. Verð á loft- neti er 278 sv. fr. eða um 11.500.- ísl. kr. 348 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.