Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 9
rnörk miðuð við 50 sjómílur frá grunnlínum, en rammi laganna tekur nú ótvírætt til allt að 200 mílna svæðis frá grunnlínum. Island hefur þannig í meira en 25 ár barist lyrir víðtækari efnahagslögsögu. Hinn mikli stuðningur um heim allan við efnahagslög- sögu hugtakið kemur því af augljósum ástæð- Urn einnig frá íslensku þjóðinni. Engin þjóð getur stutt það hugtak af meiri festu eða hlýiri hug því að fyrir íslenzku þjóðina er Petta lífshagsmunamál. Það er sanngjarnt að ram sé tekið að þeir sem hingað til hafa ^enð andvígir efnahagslögsöguhugtakinu en afa nú látið af andstöðu sinni, hafa sýnt Pa tegund raunsæis sem er þeim til sóma og styrkir það jákvæða hugarfar, sem nauðsyn- egt er til að þessi ráðstefna nái þeim árangri sem hún nú hlýtur að ná. Meðan á undirbúningi þessarar ráðstefnu stóð voru skoðanir og sjónarmið þátttöku- njkjanna varðandi hin flóknu og margþættu afréttarmál rædd og eru nú allvel þekkt. Og Paö. má teljast sanngjarnt að þær þjóðir sem L- Pátt í sjálfu undirbúningsstarfinu nú sérstakt tækifæri til að lýsa viðhorf- fái Um sínum í þessum almennu umræðum. Sendinefnd íslands tók þátt í undirbúnings- starfinu iog afstaða okkar liggur skjalfest fyr- !r' ^ið lýstum þráfaldlega hinni miklu þýð- 'ngu sem fiskveiðarnar hafa fyrir íslenzkt e nahagslíf þar sem um það bil 85% af út- utningsverðmætunum eru sjávarafurðir. í jneira en 25 ár hafa Islendingar haldið fram Þemri skoðun að hvorki sé það réttlátt né sanngjarnt að gefa strandríkinu aðeins rétt- 1 yfir auðlindum landgrunnsins en veita PVi ekki rétt yfir auðlindum hafsins yfir því. e ir þá jafnframt því verið fram haldið að nndgrunnssvæðið sé ein líffræðileg heild og að n ar auðlindir þess séu óaðskiljanlegur hluti auðlindum strandríkisins. Ég skal ekki e Ja Pessar skoðanir að þessu sinni. ^ æstu vikurnar verður tækifæri til að ræða ar öll þau mál sem hér eru á dagskrá g mim sendinefnd Islands því forðast allar a alengingar. Fyrir hennar hönd vil ég við e a tækifæri leggja áherslu á að aðalatrið- . °kkar hálfu er að tryggja það að að- engiigg heildarlausn fáist á þessari ráð- ag6 uu- Og við athugun á því er ekki til gagns lið er^- ^ram ásakanir eða ákærur varðandi a tið eða fást við óraunsæjar vangavelt- una framtíðina. Hið eina sem nú kemur að gagni er að reyna að gera sér grein fyrir eðli- legri heildarlausn í Ijósi staðreynda sem nú verður að horfast í augu við. Á þeim grund- velli er sendinefnd íslands sannfærð um að aðalatriði heildarlausnar hljóti að byggjast á eftirtöldum atriðum, sem vissulega virðast nú hafa stuðning flestra sendinefnda á þessari ráðstefnu: 1. Hina eiginlegu landhelgi ber að miða við þröng mörk vegna siglingafrelsis, við- skipta og samgangna á sjó. Líklegt er að þau mörk verði miðuð við 12 mílur frá grunnlínum. I því sambandi verður að tryggja umferð um sund sem þýðingu hafa fyrir alþjóðlegar siglingar og finna verður lausn á vandamálum eyjaklasalanda. 2. Ef hin eiginlega landhelgi er miðuð við 12 mílur verður efnahagsleg lögsaga yfir auðlindum landgrunns og sjávarsvæða allt að 200 mílum frá grunnlínum einnig að vera liður í heildarlausn. Áður fyrr voru þröng landhelgi eða þröng fiskveiðimörk notuð til að tryggja rétt annarra þjóða til fiskveiða á úthafinu sem næst ströndum, enda þótt réttur strandríkja til auðlinda á landgrunnsbotni hafi nú um alllangt skeið verið viðurkenndur. Hin mikla breyting sem orðið hefur er að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðanna viðurkennir nú einnig að auðlindir hafsins undan ströndum, en ekki aðeins botnsins, séu óaðskiljanlegur hluti auðlinda strandríkisins innan sann- gjarna marka, þ. e. innan 200 mílna. Til- lögur um heildarlausn sem ekki taka þetta til greina eiga sér ekki lífsvon. Hinsvegar væri hægt að áskilja að strandríki geti heimilað þegnum annarra þjóða fisk- veiðar innan efnahagslögsögu sinnar ef það getur ekki eða vill ekki hagnýta auð- lindirnar sjálft. Þessi möguleiki er vissu- lega fyrir hendi í ýmsum löndum og í slík- um tilvikum er hægt að gera ráð fyrir þóknun eða leyfisgjaldi. Mundi þá engin hætta vera á að slíkar auðlindir yrðu eng- um að gagni eða væru ekki fullnýttar, enda væri það hvorki í samræmi við hagsmuni strandríkisins sjálfs né alþjóðasamfélags- ins. Náskylt þessu atriði er að fiskveiði- tækni sé látin þróunarlöndunum í té. Aðgangur þróunarlanda að efnahagslög- sögu strandríkis á sama svæði yrði að ÆGIR — 23 L

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.