Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 10
byggjast á samkomulagi milli hlutaðeig- andi ríkja. 3. Verndun fiskstofna verður að tryggja með raunhæfum hætti. Þeir fiskstofnar sem ekki yfirgefa strandsvæðið verða best verndaðir af strandríkinu sjálfu og svæðareglur yrðu þá hafðar til hliðsjónar. Strandríki sem hefir lífshagsmuna að gæta í sambandi við vemdun fiskstofna mundi í mörgum tilvikum setja strangari regl- ur en þær sem almennt gilda síunkvæmt samningum, eins og t. d. ísland hefur lengi gert. Að því er varðar stofna er ganga milli landa verða hlutaðeigandi ríki að koma sér saman um vemdarreglur þannig að þær gildi á öllu svæðinu. Varðandi stofna sem ganga víðsvegar um heimshöf- in („highly migratory“ — t. d. túnfisk- ur) verða að koma til bæði svæðasamn- ingar og alþjóðasamningar. Slíkir samn- ingar mundu að einu leyti leysa þann vanda sem strandríkið eitt getur ekki leyst. Auk alls þessa ættu sérstakar reglur að gilda um laxfiska („anadromous species“) og þá stofna ætti aðeins að veiða í ám. 4. Athuga verður kröfur ríkja til yfirráða yfir hafsbotni umfram 200 mílur og að sjálfsögðu er það atriði nátengt spum- ingunni um stærð hins alþjóðlega hafs- botnssvæðis. Ef til vill liggur lausnin í einhverskonar arðskiptingu á þessu svæði, eins og háttvirtur fulltrúi Indlands hefur hér minnst á. 5. Fjalla verður um hið alþjóðlega hafsbotns- svæði í samræmi við grundvallarreglur þær sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í desember 1970. Undir- búningsnefndin vann mikið starf á þessu sviði og sé unnið í anda þeirra reglna ætti lausn ekki að eiga langt í land. 6. Mengun verður að fyrirbyggja. Bent hef- ur verið á að 80% af sjávarmengun stafi frá landi og að mengun virðir ekki sjávar- mörk.Aðalatriðið er því að draga úr meng- un frá landi með því að setja í samnings- form niðurstöður Stokkhólmsráðstefnunn- ar um umhverfismál. Einnig verður að draga úr mengun frá skipum með alþjóð- legum reglum svo sem þegar hefur verið gert að verulegu leyti með samningum gegn losun skaðlegra efna í sjó. Þörf strandríkja á að setja einhliða reglur á þessu sviði minnkar í hlutfalli við auknar alþjóðlegar kröfur. Finna verður hér jafn- vægi. 7. Að meginstefnu til ber að styðja frelsi til vísindalegra rannsókna en hagsmuni strandríkja verður að tryggja með því að gera ráð fyrir þátttöku þeirra í rannsókn- um og aðgangi að niðurstöðum þeirra. Vissar aðrar takmarkanir koma einnig til greina til að tryggja aðra grundvallar- hagsmuni strandríkisins. 8. Sanngjarna hagsmuni landluktra ríkja verður einnig að tryggja. Herra forseti. Þetta eru þau atriði sem sendinefnd ís- lands telur nauðsynleg í heildarlausn mála. Að sjálfsögðu verður að vinna að lausn hinna einstöku atriða í nefndum. Ef ráðstefnan einbeitti sér að því að vinna að heildarlausn í þessa átt — og annað væri óraunhæft — gerir sendinefnd íslands sér miklar vonir um að í þessum þætti ráðstefn- unnar megi takast að ganga frá meginreglum hafréttarins. Ef slíkar reglur yrðu síðan kenndar við Caracas væri það verðskuldaður virðingarvottur við borgina, sem hefur tekið svo vel á móti ráðstefnunni. Ef slíkur árang- ur gæti náðst með samkomulagi — þannig að um einstök atriði yrði fjallað síðar — væri það virðingarvottur við hinar Sameinuðu þjóðir. í stað þess að halda langar ræður skulum við því snúa okkur að þrotlausu starfi í nefndum til að ná sem mestum árangri á þeim fáu vikum sem hér eru enn til umráða. Herra forseti. Að lokum vill sendinefnd íslands taka þetta fram: Sagt hefur verið að lögin séu sverð og skjöldur þjóðar —■ sérstaklega lítillar þjóðar. Það er satt ef lögin eru sanngjöm og rétt- lát. Það er hlutverk þessarar ráðstefnu að hafa þá hugsjón í heiðri. 24 — Æ GIR J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.