Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 14
Venðþróun og markaðir á árinu 1974. Eins og ég gat um í grein minni um fisk- mjölsframleiðsluna árið 1973 komst verð á mjölinu þá hærra en nokkru sinni áður, eða sem svaraði rúmum 10,00 dollurum fyrir pno- teineiningu í lest. Nokkur bjartsýni ríkti í byrjun ársins 1974 um það, að þetta háa verð myndi haldast. Það kom þó fljótt í ljós, að hér var að verða breyting á. Er skemmst frá því að segja, að um miðjan janúar, þegar pólsk sendinefnd kom hér til Reykjavíkur til þess að semja um kaup á fiskmjöli, þá var nefndin ófáanleg til þess að greiða hærra verð en $6,50—7,50 fyrir pro- teineininguna, breytilegt eftir afgreiðslutíma. Var hér um að ræða geysilega lækkun frá því verði, sem menn höfðu gert sér vonir um að fá. Varð ekkert úr samningum og fóru Pólverjarnir við svo búið heim. Svo sem kunnugt er hafa Pólverjar verið okkar stærstu kaupendur af fiskmjöli undan- farin ár og voru þetta því mikil vonbrigði. Þegar hér var toomið, var búið að selja fyrirfram af loðnumjölsframleiðslu ársins 1974 um 17 þúsund lestir fyrir verð, sem að meðaltali nam $9,50 fyrir próteineininguna. Leið nú nokkur tími og kom fljótt í Ijós, að aðrir kaupendur héldu mjög að sér höndum og seldist lengi vel ekkert mjöl nema svolítið af þorskmjöli. Reynt var af hálfu hins opinbera að halda uppi verðinu með því að heimila ekki útflutn- ing eða sölu, nema hið fyrrnefnda háa verð fengist. Þó var, þegar á leið, útflutnings- verðið lækkað nokkuð, en samt sem áður seld- ist ekkert. Þegar komið var fram í byrjun apríl, greip sjávarútvegsráðherra til þess ráðs að senda tvo menn til Póllands, til þess að kanna, hvort enn væri áhugi hjá Pólverjum að kaupa af okkur mjöl og hvaða verð væri fáanlegt. Bar sendiför þessi þann árangur, að Pólverjar tjáðu sig enn reiðubúna að kaupa af okkur mjöl fyrir $6,50 proteineininguna, og var þeim nú selt sem nam um 17 þúsund lestum. Verðið fór nú enn lækkandi. Nokkuð magn seldist á $6,00 próteineiningin og síðar var selt fyrir allt niður í $4,30. Rússland keypti nú rétt fyrir áramótin 10 þúsund tonn fyrir $5,12—5,30, en það er hærra verð en nokkurs staðar er nú fáanlegt. Birgðir þær, sem voru í landinu um ára- mótin, eru ennþá óseldar og horfir ekki vel með sölu eða verð. Er nú svo til engin eftir- spurn eftir fiskmjöli og eru menn nú mjög uggandi um framvindu þessara mála, því að fyrirframsölur eru litlar og verðið lágt. Nú mun margur spyrja, hvað veldur þess- ari miklu breytingu? Fiskmjöl hefir verið mjög eftirsótt vara og var því engum erf- iðleikum bundið að selja það. Enginn vafi er á því, að hið geysiháa verð árið 1973, sem kaupendur urðu að greiða, olli því að þeir voru nauðbeygðir til að nota ódýrari fóður- tegundir í miklu ríkara mæli en áður. Notkun- in á fiskmjöli minnkaði því verulega og vönd- ust kaupendur af að nota það, og gátu þeir nú náð sama árangri með öðrum og ódýrari fóðurtegundum. Áður höfðu menn trúað þvi, að ekki væri hægt að minnka notkun á fisk- mjöli. Reynslan hefir líka orðið sú, að þó mjöl- verðið hafi nú lækkað svona mikið, þá eru menn tregir til að byrja notkun á því í sama mæli og áður. Þá kemur hér einnig til, að ÞEIR FISKA SEM RÓA MEÐ VEIÐAFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.