Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 26
ar af gerðinni Autofisker, samtals 6 stk. Aftast á tog- þilfari er geymslutromla fyr- ir troll. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með 3 mm stálplötum. Áluppstilling er i fiskilest. Lestin er kæld með kælileiðslum, kæliþjappa er Bitzer II L, afköst 1030 kcal/klst við -f-10°/—-/+ 25°C. Kælimiðill er Freon 12. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Astaron 300, 64 sml. Miðunarstöð: Koden KS 510. Sjálfstýring: Robertson, gerð AP 6. Dýptarmælir: Simrad EX 38 D. Asdiktæki: Wesmar, gerð SS200. Talstöð: Sailor T121/R104, 140 W. S. S. B. Örbylgjustöð: Seavoice. Brynjar ÍS 61 I júlímánuði á s. 1. ári af- henti Skipasmíðastöð Tré- smiðju Guðmundar Lárusson- ar h.f. Skagaströnd nýsmíði nr. 8 og hlaut skipið nafnið Brynjar ÍS 61. Skipið er sam- eign Bárunnar h.f. og Erlings Auðunssonar Suðureyri. Skip þetta er byggt eftir sömu teikningu og tvö síðustu skip frá Guðmundi Lárussyni Skagaströnd, þ. e. Engilráð ÍS 60 (19. tbl. ’73) og Jörvi ÞH 300 (3. tbl. ’74), en véla- og tækjabúnaður frábrugðinn að nokkru leyti. Brynjar ÍS er 30 rúmlesta eikarfiskiskip með lúkar fremst, þar sem eru hvílur 40 — Æ GIR fyrir 5 menn, auk eldunarað- stöðu; fiskilest með álupp- stillingu og vélarúm aftast. Fremst í fiskilest er fersk- vatnsgeymir, en brennsluolíu- geymar í vélarrúmi út við síð- ur. Yfir vélarreisn er þilfarshús úr stáli, sem skiptist í stýris- hús fremst, en þar fyrir aftan er salerni og skipstjóraklefi. Aðalvél er Dorman, gerð 6 LDTCWM, 240 hö við 1800 sn/mín., tengd niðurfærslu- gír (3:1) og skrúfubúnaði. Skrúfa skipsins er 3ja blaða með fastri stigningu, þvermál 1040 mm. Rafall á aðalvél er Transmotor ACG, 6,3 KW. Ljósavél er Petter PHIW, 6 hö við 1500 sn/mín og við hana 3,6 KW rafall. Rafkerfi skips- ins er 24 V jafnstraumur. Stýrisvél er frá I. T. Radio, gerð MT 180. Vindubúnaður er vökvaknú- inn (háþrýstikerfi) og er frá Vélaverkstæði Sig. Svein- björnssonar h. f. Togvinda er búin tveimur togtromlum (180 mm° x 720 mm' x 400 mm) og tveimur koppum. Tog- tromlur eru gefnar upp fyrir 560 faðma af IV2" vír, hvor tromla. Togátak vindu á miðja tromlu (450 mm°) er 2,3 t og tilsvarandi vírahraði 70 m/ mín miðað við 140 kg/cm2 þrýsting og 140 1/mín olíu- magn. Línuvinda er af 2 t gerð og bómuvinda 0,5 t. Dæla fyr- ir vindur er Denison TDC 31— 17, tvöföld, og er drifin af að- alvél gegnum aflúttak framan á vél. Færavindur eru rafdrifnaý af gerðinni Autofisker (sjá Á tæk j amarkaðnum), samtals 6 stk. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Furuno FR—151—TR, 32 sml. Miðunarstöð: Koden KS 510. Sjálfstýring: Sharp. Dýptarmælir: Kelvin Hughes MS39. Dýptarmælir: Kelvin Hughes MS 44 Fisksjá: Kelvin Hughes MK7 sjálfvirk. Talstöð: ISR, gerð RT 101, 200 W S. S. B. Örbylgjustöð: ISR, gerð AP 759 DK. Skipstjóri á Brynjari ÍS er Erling Auðunsson og fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar er Ólafur Þórðarson. Rúmlestatala ...................... 30 brl. Mesta lengd .................... 17.40 m Lengd milli lóðlina ............ 15.60 m Breidd (mótuð) .................. 4.32 m Dýpt (mótuð) .................... 2.00 m Brennsluolíugeymar ............ 4.0 m3 Ferskvatnsgeymir .............. 0.6 m3 J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.