Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 15

Ægir - 01.02.1975, Blaðsíða 15
bændur eiga í miklum erfiðleikum og hefir starfsemi þeirra dregizt mjög saman. Framleiðsla á fiskmjöli í Perú árið 1974 er talin hafa numið 840 þúsund lestum (var 1973 423 þús. lestir). Er þetta magn tæp- lega helmingur af því, þegar framleiðsla þeirra var mest. Engu að síður hefir salan gengið treglega og hafa Perúmenn þurft að fara mjög langt niður með verðið. Er nú talið, að allmiklar birgðir séu óseldar hjá þeim. Nakvæmar tölur um þetta er erfitt að fá. Ekki verður annað sagt nú í byrjun loðnu- vertíðar en að útlitið á mjölmörkuðunum sé allt annað en glæsilegt. Tryggví Ólafsson: l'urskalýsisfranileiðslan 1974 A árinu voru framleidd 3936 tonn af þorskalýsi. Eftir- farandi tafla sýnir framleiðsluna í tonnum undanfarin 8 ár og útflutning á sama tímabili, enn- fremur í hvaða ástandi lýsið var út- flutt: 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 1974 w [ Framleitt allar teg'. Útflutt meðalal. Útflutt fóðurl. Útflutt til herzlu Útflutt alls Notkun innanland: 4530 952 1650 249 2851 232 4575 944 1525 2834 5303 757 4564 853 1519 2325 4696 735 5403 1088 897 3360 5345 497 4216 901 642 2314 3857 223 4666 1251 837 1722 3810 247 4102 1343 732 3104 5179 223 3936 1576 729 916 3221 215 . ^au lönd sem keyptu hvað mest magn á ár- voru Bandaríkin, Brasilía og Finnland. eðalalýsi var selt til 28 landa og fóðurlýsi 1 7 landa. Rösk 250 tonn voru seld í smáum- uðum, 3,5 kg og smærri. Birgðir í ársbyrj- Un v°ru 587 tonn, en í árslok 1076 tonn. Samkvæmt efnagreiningu Rannsókna- s ofnunar fiskiðnaðarins var fituinnihald lifrarinnar á vertíðinni 60% á svæðinu frá Stokkseyri til Reykjavíkur að báðum stöðum meðtöldum. Vítamín A innihald lýsisins var svipað og mörg undanfarin ár. Hvað snertir D-vítamíninnihaldið er það að segja að miklar langtíma breytingar hafa þar átt sér stað. Lýsi hf. hefur látið gera talsvert af vítamín D rannsóknum í Bandaríkjunum á íslenzku þorskalýsi allt frá árinu 1937, mest á árun- um 1937 og fram yfir stríð, á þeim tíma sem D innihaldið hafði áhrif á lýsisverðið. Þessar rannsóknir sýna að frá því 1937 og fram yfir stríð var D innihaldið á vetrarvertíð á Suð- vesturlandi frá 250 ein. pr. grm. fyrri hluta vertíðar og uppí 400 ein. seinni hlutann. Ann- ars staðar kringum landið reyndist það vera 60—100 ein. á þessu tímabili. Á sama tímabili var D innihaldið við Lófót í Noregi um 100 ein. pr. grm. Árið 1958 var D innihaldið á vet- rarvertíð á Suðvesturlandi komið niður í 64 ein., 1964 var það 85 ein., 1965 90 ein., 1968 90 ein. og 1973 var það komið uppí 184 ein. Engar skýringar munu vera til á þessum miklu sveiflum. Lítið eða ekkert samræmi virðist vera á milli A og D vítamíninnihalds lýsis- ins. Á slíkum verðbreytingatímum sem nú eru ætlar enginn sér þá dul að spá inn í framtíð- ina, sérstaklega ekki þegar um feitmeti er að ræða, sem hefur lengi verið háð meiri verð- breytingum en aðrar vörur. Það eru ekki mörg ár síðan verð á búklýsi, til dæmis, fór niður í £.30,- tonnið. Nokkuð hefur borið á lækkun á búklýsi á síðustu vikum. Skammtíma sveifl- ur eru tíðar á þessari vöru og ef til vill nær verðið sér upp aftur. En ef verulegar lækk- anir verða á næstu mánuðum, held ég að það verði ekki vegna offramleiðslu í þetta sinn, heldur af rýmandi kaupgetu í heiminum og að sjálfsögðu hins háa núverandi verðs. Lifrarlýsi, sérstaklega meðalalýsi, fer á óskyldan markað og fer það eftir framleiðslu- magninu á þessari lýsistegund hvort hægt verður að halda verðinu uppi, en lækkandi verð á feitmeti almennt hefur þó alltaf áhrif. Útflutningur Noregs á meðalalýsi var á ár- inu um 1000 tonn. Samkvæmt Fiskets Gang var lifrarverð þar, umreiknað í ísl. krónur miðað við gengi í júní 1974, kr. 9.28 pr. kg. Útflutningur íslands á meðalalýsi var 1576 tonn. 'Lifrarverð hér á vertíðarlifur var kr. 15.- fyrir kg. en fyrir lifur framleidda í nóvember og desember kr. 20.-. ÆGIR — 29

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.