Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1975, Blaðsíða 16
greiðsluörðugleika, sem stöfuðu af vaxandi tilkostnaði samfara erfiðleikum við að losna við afurðirnar og fjárhagserfiðleikum i mark- aðslöndunum. Greiðsla fyrir iitflutninginn gengur hægar en áður gerðist og það hefur í för með sér greiðsluörðugleika fyrirtækj- anna heima fyrir. „Ef greiðsla markaðslands dregst til dæmis um mánuð,“ segir Danielsen, ,,þá þýðir það 40 milljón króna (d. kr.) skort á rekstrarfé og slíkt kemur við okkar litla þjóðfélag." Það er ekki bjart framundan. Danielsen spáir því að ekki megi reikna með verðhækkunum á sjávarafurðum árið 1975. Verðlag á stórum saltfiski muni þó hald- ast a. m. k. fyrri helming ársins, en verð á labra og miðlungs stórum saltfiski muni að líkindum falla, vegna þess að þessar fisk- stærðir séu seldar til Ítalíu og Grikklands, þar sem ríki mikil stjórnmálaleg óvissa og fj árfhagserf iðleikar. Frystar fiskafurðir lækkuðu verulega síð- ari hluta ársins 1974, og það er ekki ástæða til að ætla að þær hækki aftur á næstunni, enda sé dollarinn veikur um þessar mundir og það hafi áhrif á útflutningsverðmætið til Bandaríkjanna. Verðfall á síldarmjöli varð og mikið og það er vandséð að það hækki aftur í verði í náinni framtíð. Hinsvegar hefur verðlag á síld til neyzlu verið stöðugt og þar sem líklegt sé að Færeyingar veiði minna en áður hefur verið vegna þess að veiðikvóti þeirra hefur lækkað eins og annarra þjóða, sem veiða síld í Norðursjó, þá megi búast við að þetta verðlag á síld til manneldis haldist áfram. Veiðitakmarkanir bitna illa á Færeyingum. Danielsen benti á í viðtalinu, að aflatak- markanir, sem sífellt færðust í aukana, bitn- uðu illa á Færeyingum, ekki sízt Norðursjáv- arkvótinn í síldveiðunum. „Útlitið 1975 er sannarlega ekki bjart, og það er mikil hætta á að útflutningsverðmæt- ið aukizt ekki á þessu ári heldur þvert á móti dali það eitthvað. Undir slíkum kringum- stæðum er ekki um annað að ræða en minnka peningaeyðsluna, því að við Færey- ingar höfum ekki annað uppá að hlaupa en fiskinn í sjónum. Engin ástæða er þó til að örvænta, heldur liggur það næst fyrir að reyna að auka framleiðsluna og útflutninginn með öllum hugsanlegum ráðum og fullnýt3 alla möguleika,“ sagði Birgir Danielsen að lokum. Andstaða gegn selveiði Norðmanna Mikil andstaða er nú í Bandaríkjunum og Kanada gegn selveiðum Norðmanna við Ný' fundnaland, einkum er mótmælaaldan sterk 1 Bandaríkjunum og beinist hún aðallega að veiðum Norðmanna á grænlenzkum ungkóp- um. í fréttinni í Fiskaren í febrúar segir að allar horfur séu á að Norðmenn verði að leggja niður þær veiðar, svo sterk sé mót- mælaaldan. Sendiherra þeirra í Washington sé orðinn alvarlega skelkaður við hana og telji hana geta haft óþægilegar afleiðingar- Af 9—10 millj. króna (norskra) verðmæt* selveiðanna hefur ungkópaveiðin lagt sig a um 2 milljónir árlega og hér er því um all' verulegan hluta selveiðanna að ræða. —' „Kannski ágóðann af selveiðunum“ segir Berk- ens leiðangursstjóri. Ekki telja Norðmennirnir þó útilokað, að þeim takist að veiða leyfilegt magn eða fjölda án þess að drepa ungkópana. Norðmennirnir lögðu til að þeir hæfu ekki veiðarnar fyrr en 25. marz í stað 12. marz og gæti það komið> í veg fyrir ungkópadrápið, það er skömmit eftir að urturnar kæpa. Mótmælaaldan í Bandaríkjunum er árlegur viðburður, en hefur verið mögnuðust í ár. Það er Kanadamaður, Brian Davies, sem er for- göngumaður þessara mótmæla nú sem fyrr. Norðmenn eru hræddir við, að þessi sl' endurteknu mótmæli geti haft áhrif á afurða- sölu þeirra til Bandaríkjanna og vilja þvl nokkru fóma til þess að mótmælaölduna lægi. Sérstakar lánveitingar til fiskframleiðenda í Noregi Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið veita fiskframleiðendum 50 milljón króna 106 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.